Í síðustu viku tilkynnti Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, 33 manna hóp en í dag verður þessi hópur skorinn niður í 26 leikmenn sem spila fyrir Englands hönd á EM.
Samkvæmt heimildarmönnum ESPN þá verður hægri bakvörður Liverpool ekki í hópnum en Reece James, Kyle Walker og Kieran Trippier verða í hópnum ef þeir fyrst nefndu tveir standast læknisskoðun.
Þeir voru báðir í eldlínunni á laugardagskvöldið er úrslitaleikurinn í Meistaradeildinni fór fram og er ekki búist við öðru en að þeir verði klárir í slaginn er Southgate tilkynnir hópinn á morgun.
Alexander-Arnold var ekki valinn í enska hópinn fyrir þrjá leiki í marsmánuði og þá byrjuðu efasemdirnar um það hvort að hann yrði valinn í EM-hópinn.
Trent átti kaflaskipt tímabil en undir lok leiktíðarinnar var hann einn af betri mönnum Liverpool og vonaðist hann, eðlilega, eftir sæti í hópnum.
England er í riðli með Króatíu, Skotlandi og Tékklandi.
Exclusive: Alexander-Arnold set to miss out on England's final 26-man squad for Euro 2020. Final checks to be made on Walker and James before tomorrow night's Uefa deadline and if no injury problems (as expected), Alexander-Arnold won't be selected. Story: https://t.co/RuEO8ZDfH3
— James Olley (@JamesOlley) May 31, 2021

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.