Óskar Smári: Markmaðurinn okkar spilaði sárþjáð Andri Már Eggertsson skrifar 31. maí 2021 21:40 Óskar Smári var nokkuð brattur með seinni hálfleik Tindastóls Vísir/Sigurjón Tindastóll er dottið úr Mjólkurbikarnum eftir að hafa tapað 2-1 fyrir Breiðabliki. Þær lentu tveimur mörkum undir en náðu að minnka muninn í 2-1 en nær komust þær ekki og eru úr leik.Óskar Smári Haraldsson þjálfari Tindastóls var svekktur með niðurstöðuna í leiks lok. „Ég er ánægður með seinni hálfleik liðsins. Við vorum mjög lélegar í fyrri hálfleik. Ég er stoltur af frammistöðunni við vorum komnar með markmaninn út í hornspyrnu til að freista gæfunnar en það er alltaf fúlt að detta úr bikarnum," sagði Óskar eftir leik. Óskar fannst vanta mikið upp á hjá sínu liði í fyrri hálfleik. Tindastól voru hreinlega undir í allri baráttu og var þetta ekki spilamennska sem þær vilja standa fyrir. „Við vorum litlar í okkur. Við vildum mæta með kassann úti og sýna fyrir hvað við stöndum en svo var ekki rauninn. Við vorum undir í öllu, fyrsta bolta, vorum hægar, það var lítill talandi og okkur leið hreinlega ekki vel." Hornspyrnur Breiðabliks voru fjölmargar sem skilaði fyrsta marki leiksins. „Við vorum ekki með Murielle inn á í fyrri hálfleik þá skoruðu þær. Murielle er einn besti skallamaður í deildinni svo það munaði um hana. Við réðum ágætlega við hornspyrnurnar heilt yfir en það er alltaf fúlt að fá á sig mark úr föstu leikatriði." Óskar Smári var mjög ánægður með markmanninn sinn Amber Kristin Michel sem spilaði meidd í leiknum. „Amber spilaði meidd í kvöld. Hún er stríðsmaður og er besti markmaður deildarinnar að mínu mati, hún hélt okkur inn í leiknum þegar Blikar herjuðu á okkur með því að verja oft frábærlega." „Hún var meidd á báðum öklum, í bakinu og var hún eins slæm og það verður. Við vorum búnir að gera ráðstafanir um að Ingibjörg varamarkamðurinn okkar myndi spila en tókum svo ákvörðun á síðustu stundu að láta reyna á Amber." Í öðru marki Blika var ýmislegt sem Óskar hefði viljað sjá betur hjá sínu liði en hrósaði þó Öglu Maríu fyrir að gera vel. „Við vorum of lengi að skila okkur til baka. Agla María er stórhættulegur leikmaður, ef þú tekur augun af henni í nokkrar sekúndur þá refsar hún þér," sagði Óskar Smári að lokum. Íslenski boltinn Tindastóll Mjólkurbikarinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Sjá meira
„Ég er ánægður með seinni hálfleik liðsins. Við vorum mjög lélegar í fyrri hálfleik. Ég er stoltur af frammistöðunni við vorum komnar með markmaninn út í hornspyrnu til að freista gæfunnar en það er alltaf fúlt að detta úr bikarnum," sagði Óskar eftir leik. Óskar fannst vanta mikið upp á hjá sínu liði í fyrri hálfleik. Tindastól voru hreinlega undir í allri baráttu og var þetta ekki spilamennska sem þær vilja standa fyrir. „Við vorum litlar í okkur. Við vildum mæta með kassann úti og sýna fyrir hvað við stöndum en svo var ekki rauninn. Við vorum undir í öllu, fyrsta bolta, vorum hægar, það var lítill talandi og okkur leið hreinlega ekki vel." Hornspyrnur Breiðabliks voru fjölmargar sem skilaði fyrsta marki leiksins. „Við vorum ekki með Murielle inn á í fyrri hálfleik þá skoruðu þær. Murielle er einn besti skallamaður í deildinni svo það munaði um hana. Við réðum ágætlega við hornspyrnurnar heilt yfir en það er alltaf fúlt að fá á sig mark úr föstu leikatriði." Óskar Smári var mjög ánægður með markmanninn sinn Amber Kristin Michel sem spilaði meidd í leiknum. „Amber spilaði meidd í kvöld. Hún er stríðsmaður og er besti markmaður deildarinnar að mínu mati, hún hélt okkur inn í leiknum þegar Blikar herjuðu á okkur með því að verja oft frábærlega." „Hún var meidd á báðum öklum, í bakinu og var hún eins slæm og það verður. Við vorum búnir að gera ráðstafanir um að Ingibjörg varamarkamðurinn okkar myndi spila en tókum svo ákvörðun á síðustu stundu að láta reyna á Amber." Í öðru marki Blika var ýmislegt sem Óskar hefði viljað sjá betur hjá sínu liði en hrósaði þó Öglu Maríu fyrir að gera vel. „Við vorum of lengi að skila okkur til baka. Agla María er stórhættulegur leikmaður, ef þú tekur augun af henni í nokkrar sekúndur þá refsar hún þér," sagði Óskar Smári að lokum.
Íslenski boltinn Tindastóll Mjólkurbikarinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Sjá meira