Ætla að skima alla íbúa fjölmennustu borgar Víetnam Samúel Karl Ólason skrifar 31. maí 2021 22:01 Miðað við höfðatölu er Víetnam enn með mjög lágan fjölda tilfella. EPA/LUONG THAI LINH Yfirvöld í Víetnam ætla að skima alla níu milljónir íbúa stærstu borgar landsins eftir að nýtt afbrigði nýju kórónuveirunnar, sem talið er smitast auðveldar manna á milli, fannst þar. AP fréttaveitan hefur eftir ríkismiðlum í Víetnam að verið sé að skipuleggja að skima um hundrað þúsund manns á dag í borginni Ho Chi Minh. Þannig eigi að skima alla níu milljónir íbúa. Íbúum verður einungis leyft að yfirgefa heimili sín vegna nauðsynja og tíu manna samkomubann hefur verið sett á næstu tvær vikurnar. Miðað við höfðatölu er Víetnam þó enn með mjög lágan fjölda tilfella. Frá lokum aprílmánaðar hafa rúmlega fjögur þúsund manns greinst smituð ,sem er nærri því tvöfalt fleiri en höfðu áður greinst frá upphafi faraldurs nýju kórónuveirunnar, samkvæmt AP. Minnst 47 hafa dáið. Samkvæmt frétt ríkismiðilsins Vietnam News tengjast margir hinna smituðu í Ho Chi Minh kirkju í borginni. Forsvarsmenn hennar hafa verið ákærðir fyrir óviðunandi sóttvarnir. Hér má sjá myndefni Vietnam News frá Ho Chi Minh. Heilbrigðisráðherra Víetnams sagði um helgina nýja afbrigðið blöndu af því indverska og því breska. Sjá einnig: Fundu nýtt afbrigði veirunnar í Víetnam Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) tilkynnti í dag að ný afbrigði nýju kórónuveirunnar verði hér eftir gefin nöfn eftir grískum bókstöfum. Miðað við þetta nýja kerfi ætti afbrigðið í Víetnam að fá nafnið Lambda. Einungis milljón Víetnama, af um 96 milljónum, hafa fengið bóluefni. Ríkisstjórn landsins hefur gert samkomulag við Pfizer um 30 milljónir skammta en þeir verða væntanlega ekki afhentir fyrr en á seinni hluta ársins. Nguyen Xuan Phuc, forseti, sendi Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, bréf á sunnudaginn, þar sem hann lagði til samstarf ríkjanna varðandi framleiðslu bóluefna, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Víetnam Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
AP fréttaveitan hefur eftir ríkismiðlum í Víetnam að verið sé að skipuleggja að skima um hundrað þúsund manns á dag í borginni Ho Chi Minh. Þannig eigi að skima alla níu milljónir íbúa. Íbúum verður einungis leyft að yfirgefa heimili sín vegna nauðsynja og tíu manna samkomubann hefur verið sett á næstu tvær vikurnar. Miðað við höfðatölu er Víetnam þó enn með mjög lágan fjölda tilfella. Frá lokum aprílmánaðar hafa rúmlega fjögur þúsund manns greinst smituð ,sem er nærri því tvöfalt fleiri en höfðu áður greinst frá upphafi faraldurs nýju kórónuveirunnar, samkvæmt AP. Minnst 47 hafa dáið. Samkvæmt frétt ríkismiðilsins Vietnam News tengjast margir hinna smituðu í Ho Chi Minh kirkju í borginni. Forsvarsmenn hennar hafa verið ákærðir fyrir óviðunandi sóttvarnir. Hér má sjá myndefni Vietnam News frá Ho Chi Minh. Heilbrigðisráðherra Víetnams sagði um helgina nýja afbrigðið blöndu af því indverska og því breska. Sjá einnig: Fundu nýtt afbrigði veirunnar í Víetnam Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) tilkynnti í dag að ný afbrigði nýju kórónuveirunnar verði hér eftir gefin nöfn eftir grískum bókstöfum. Miðað við þetta nýja kerfi ætti afbrigðið í Víetnam að fá nafnið Lambda. Einungis milljón Víetnama, af um 96 milljónum, hafa fengið bóluefni. Ríkisstjórn landsins hefur gert samkomulag við Pfizer um 30 milljónir skammta en þeir verða væntanlega ekki afhentir fyrr en á seinni hluta ársins. Nguyen Xuan Phuc, forseti, sendi Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, bréf á sunnudaginn, þar sem hann lagði til samstarf ríkjanna varðandi framleiðslu bóluefna, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar.
Víetnam Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira