Veikindarétt barna þurfi að lögfesta Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. júní 2021 07:01 Ólafur Þór Gunnarsson segir að himinn og haf geti verið á milli þess hversu marga daga börn fá að hafa foreldra heima í veikindum og eftir slys. Mission framleiðsla Ólafur Þór Gunnarsson öldrunarlæknir og Alþingismaður segir að börn þurfi líka að hafa veikindarétt til þess að hægt sé að draga úr mismunun á umönnunartíma þeirra í veikindum og eftir slys. Ólafur er frummælandi að þingsályktunartillögu þar sem verið er að fjalla um réttinn til þess að annast veikt barn eða slasað barn, í rauninni rétt barnsins til þess að fá umönnun. Hann ræddi þetta í nýjasta þættinum af Spjallið með Góðvild sem birtist hér á Vísi og á helstu hlaðvarpsveitum í dag. Réttur barna mismunandi „Hugmyndin kviknar í rauninni upp úr því að ég fer að velta því fyrir mér af hverju það sé þannig að áherslan í þessu réttindamáli barna, að fá umönnun foreldra eða forsjáraðila, af hverju þessi réttur sé ekki barnsins, af hverju rétturinn er foreldranna.“ Þetta segir hann að valdi mismunun. „Fólk öðlast þessi réttindi yfirleitt í kringum verkalýðshreyfingu eða þátttöku í stéttarfélagi. Það gerir það eiginlega sjálfkrafa að verkum að réttur barna getur verið mjög mismunandi. Þetta bitnar einna mest á börnum sem að eru langveik eða hafa átt við langvarandi veikindi, eða þurft á mjög mikilli aðstoð að halda við lífið og tilveruna. Þau eru ekki jafn sett vegna þess að foreldrar þeirra geta ekki valið sér störf eða menntun út frá því hvar væri mestur réttur til að annast um börn sín. Það er miklu fremur þannig að fólk velur sér starfsferil og síðan fæðast börnin.“ Himinn og haf á milli Ólafur segir einbirni með tvo foreldra í góðu stéttarfélagi geta fengið allt að 20 til 30 daga á ári af umönnun í veikindum en barn í fjögurra systkina hópi hjá einstæðu foreldri gæti farið niður í tvo eða þrjá umönnunardaga með foreldri sínu ef systkini hefur líka þurft á veikindadögum að halda. „Þarna er himinn og haf á milli og mér finnst að það þurfi að leiðrétta þetta.“ Þetta væri annars vegar gert með þingsályktunartillögu og hins vegar með lagafrumvarpi sem myndi tryggja þennan rétt barnsins til umönnunar forsjáraðila í veikindum eða eftir slys. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Spjallið með Góðvild - Ólafur Þór Gunnarsson Spjallið með Góðvild Börn og uppeldi Heilbrigðismál Alþingi Réttindi barna Tengdar fréttir „Þetta hafði skelfilegar afleiðingar“ Móðir drengs með ADHD og skyldar raskanir segir að skóli án aðgreiningar sé ekki að virka sem kerfi og sé í raun vanræksla af hálfu ríkis og sveitarfélaga. Börn með greiningar þurfi meiri stuðning innan skólakerfisins á Íslandi. 25. maí 2021 14:30 Andúð og reiði fólks erfiðari en dómsmálið sjálft „Þetta var ótrúlega góð tilfinning og ótrúlega mikill léttir. Þetta er búið að vera sjö ár og þau eru búin að vera löng og erfið,“ segir Freyja Haraldsdóttir um baráttu sína fyrir því að fá að gerast fósturforeldri. 11. maí 2021 14:37 Ójöfnuður í samfélaginu hvað varðar aðgengi að iðjuþjálfun „Þú þarft í rauninni að koma til okkar í gegnum lækni,“ segir Gunnhildur Jakobsdóttir iðjuþjálfi á Æfingastöðinni. Hún segir að aðgengi að iðjuþjálfum sé mjög ábótavant hér á landi. 4. maí 2021 12:30 Á lokametrunum með sorgarorlof fyrir foreldra sem missa barn „Það er á lokametrunum,“ segir Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra um nýtt frumvarp varðandi sorgarorlof. 27. apríl 2021 09:30 Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Ólafur er frummælandi að þingsályktunartillögu þar sem verið er að fjalla um réttinn til þess að annast veikt barn eða slasað barn, í rauninni rétt barnsins til þess að fá umönnun. Hann ræddi þetta í nýjasta þættinum af Spjallið með Góðvild sem birtist hér á Vísi og á helstu hlaðvarpsveitum í dag. Réttur barna mismunandi „Hugmyndin kviknar í rauninni upp úr því að ég fer að velta því fyrir mér af hverju það sé þannig að áherslan í þessu réttindamáli barna, að fá umönnun foreldra eða forsjáraðila, af hverju þessi réttur sé ekki barnsins, af hverju rétturinn er foreldranna.“ Þetta segir hann að valdi mismunun. „Fólk öðlast þessi réttindi yfirleitt í kringum verkalýðshreyfingu eða þátttöku í stéttarfélagi. Það gerir það eiginlega sjálfkrafa að verkum að réttur barna getur verið mjög mismunandi. Þetta bitnar einna mest á börnum sem að eru langveik eða hafa átt við langvarandi veikindi, eða þurft á mjög mikilli aðstoð að halda við lífið og tilveruna. Þau eru ekki jafn sett vegna þess að foreldrar þeirra geta ekki valið sér störf eða menntun út frá því hvar væri mestur réttur til að annast um börn sín. Það er miklu fremur þannig að fólk velur sér starfsferil og síðan fæðast börnin.“ Himinn og haf á milli Ólafur segir einbirni með tvo foreldra í góðu stéttarfélagi geta fengið allt að 20 til 30 daga á ári af umönnun í veikindum en barn í fjögurra systkina hópi hjá einstæðu foreldri gæti farið niður í tvo eða þrjá umönnunardaga með foreldri sínu ef systkini hefur líka þurft á veikindadögum að halda. „Þarna er himinn og haf á milli og mér finnst að það þurfi að leiðrétta þetta.“ Þetta væri annars vegar gert með þingsályktunartillögu og hins vegar með lagafrumvarpi sem myndi tryggja þennan rétt barnsins til umönnunar forsjáraðila í veikindum eða eftir slys. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Spjallið með Góðvild - Ólafur Þór Gunnarsson
Spjallið með Góðvild Börn og uppeldi Heilbrigðismál Alþingi Réttindi barna Tengdar fréttir „Þetta hafði skelfilegar afleiðingar“ Móðir drengs með ADHD og skyldar raskanir segir að skóli án aðgreiningar sé ekki að virka sem kerfi og sé í raun vanræksla af hálfu ríkis og sveitarfélaga. Börn með greiningar þurfi meiri stuðning innan skólakerfisins á Íslandi. 25. maí 2021 14:30 Andúð og reiði fólks erfiðari en dómsmálið sjálft „Þetta var ótrúlega góð tilfinning og ótrúlega mikill léttir. Þetta er búið að vera sjö ár og þau eru búin að vera löng og erfið,“ segir Freyja Haraldsdóttir um baráttu sína fyrir því að fá að gerast fósturforeldri. 11. maí 2021 14:37 Ójöfnuður í samfélaginu hvað varðar aðgengi að iðjuþjálfun „Þú þarft í rauninni að koma til okkar í gegnum lækni,“ segir Gunnhildur Jakobsdóttir iðjuþjálfi á Æfingastöðinni. Hún segir að aðgengi að iðjuþjálfum sé mjög ábótavant hér á landi. 4. maí 2021 12:30 Á lokametrunum með sorgarorlof fyrir foreldra sem missa barn „Það er á lokametrunum,“ segir Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra um nýtt frumvarp varðandi sorgarorlof. 27. apríl 2021 09:30 Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
„Þetta hafði skelfilegar afleiðingar“ Móðir drengs með ADHD og skyldar raskanir segir að skóli án aðgreiningar sé ekki að virka sem kerfi og sé í raun vanræksla af hálfu ríkis og sveitarfélaga. Börn með greiningar þurfi meiri stuðning innan skólakerfisins á Íslandi. 25. maí 2021 14:30
Andúð og reiði fólks erfiðari en dómsmálið sjálft „Þetta var ótrúlega góð tilfinning og ótrúlega mikill léttir. Þetta er búið að vera sjö ár og þau eru búin að vera löng og erfið,“ segir Freyja Haraldsdóttir um baráttu sína fyrir því að fá að gerast fósturforeldri. 11. maí 2021 14:37
Ójöfnuður í samfélaginu hvað varðar aðgengi að iðjuþjálfun „Þú þarft í rauninni að koma til okkar í gegnum lækni,“ segir Gunnhildur Jakobsdóttir iðjuþjálfi á Æfingastöðinni. Hún segir að aðgengi að iðjuþjálfum sé mjög ábótavant hér á landi. 4. maí 2021 12:30
Á lokametrunum með sorgarorlof fyrir foreldra sem missa barn „Það er á lokametrunum,“ segir Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra um nýtt frumvarp varðandi sorgarorlof. 27. apríl 2021 09:30