Deane Williams var sex mánaða þegar Keflavík sendi KR síðast í sumarfrí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2021 13:01 Deane Williams hefur verið frábær með Keflavíkurliðinu á þessu tímabili. Vísir/Vilhelm Deildarmeistarar Keflavíkur mæta aftur til leiks í úrslitakeppnina í Domino's deild karla í körfubolta í kvöld eftir tíu daga frí þegar KR-inga koma í heimsókn í Blue höllina á Sunnubrautinni. KR-liðið fékk bara fjögurra daga frí eftir einvígi sitt á móti Val og hefur spilað þrjá leiki síðan að Keflvíkingar tryggðu sig inn í undanúrslitin 22. maí. KR-ingar hafa hins vegar verið með ágæt tök á Keflvíkingum í úrslitakeppninni undanfarin ár enda slegið lið Keflavíkur út í síðustu fjórum viðureignum félaganna. Keflvíkingar hafa ekki slegið KR-inga úr úr úrslitakeppninni síðan á síðustu öld eða síðan í undanúrslitaeinvíginu 1997. Það var fyrsta úrslitakeppni Sigurðar Ingimundarsonar með Keflavíkurliðið og þá Keflvíkingurinn Hrannar Hólm þjálfari KR-liðsins. Það eru því liðin 24 ár og rúmir níu mánuðir síðan að Keflavík tókst síðast að senda KR-inga í sumarfrí. Þá var Deane Williams, leikmaður Keflavíkurliðsins, aðeins sex mánaða gamall sem dæmi. Flestir leikmenn Keflavíkurliðsins voru líka á leikskólaaldri 23. mars 1997 þegar Keflavík innsiglaði þennan umrædda 3-1 sigur á KR í undanúrslitunum. Fyrirliðinn Hörður Axel var samt kominn í skóla og Reggie Dupree var búinn að halda upp á níu ára afmælið sitt. KR hefur slegið Keflavík út samanlagt 6-1 í tveimur einvígum liðanna undanfarinn áratug en einvígi liðanna vorið 2011 fór alla leið í oddaleik eftir að Keflavík vann upp 2-0 forskot KR-inga. KR vann einvígi liðanna árið 2009 í þremur leikjum en lokaleikurinn var fjórframlengdur. Leikur Keflavíkur og KR í kvöld hefst klukkan 20.15 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 19.45 á sömu rás. Einvígi Keflavíkur og KR í úrslitakeppni karla í körfubolta: Lokaúrslit 1989: Keflavík vann 2-1 Lokaúrslit 1990: KR vann 3-0 Undanúrslit 1991: Keflavík vann 2-1 Undanúrslit 1992: Keflavík vann 2-1 Átta liða úrslit 1996: Keflavík vann 2-1 Undanúrslit 1997: Keflavík vann 3-1 Undanúrslit 2009: KR vann 3-0 Undanúrslit 2011: KR vann 3-2 Undanúrslit 2017: KR vann 3-1 Átta liða úrslit 2019: KR vann 3-0 KR hefur unnið 5 einvígi og 20 leiki Keflavík hefur unnið 5 einvígi og 14 leiki 1989-1997: Keflavík vann 5 af 6 einvígum og 11 af 19 leikjum 1998-2019: KR vann öll 4 einvígin og 12 af 15 leikjum - Aldur nokkurra leikmanna Keflavíkurliðsins þegar Keflavík sló síðast KR út úr úrslitakeppninni: Arnór Sveinsson - ófæddur Deane Williams - 6 mánaða Calvin Burks Jr. - 1 árs og 3 mánaða Valur Orri Valsson - 2 ára og 9 mánaða Ágúst Orrason - 3 ára og 6 mánaða Dominykas Milka - 4 ára og 7 mánaða Þröstur Leó Jóhannsson - 8 ára og 2 mánaða Hörður Axel Vilhjálmsson - 8 ára og 3 mánaða Reggie Dupree - 9 ára og 3 mánaða Dominos-deild karla Keflavík ÍF KR Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira
KR-liðið fékk bara fjögurra daga frí eftir einvígi sitt á móti Val og hefur spilað þrjá leiki síðan að Keflvíkingar tryggðu sig inn í undanúrslitin 22. maí. KR-ingar hafa hins vegar verið með ágæt tök á Keflvíkingum í úrslitakeppninni undanfarin ár enda slegið lið Keflavíkur út í síðustu fjórum viðureignum félaganna. Keflvíkingar hafa ekki slegið KR-inga úr úr úrslitakeppninni síðan á síðustu öld eða síðan í undanúrslitaeinvíginu 1997. Það var fyrsta úrslitakeppni Sigurðar Ingimundarsonar með Keflavíkurliðið og þá Keflvíkingurinn Hrannar Hólm þjálfari KR-liðsins. Það eru því liðin 24 ár og rúmir níu mánuðir síðan að Keflavík tókst síðast að senda KR-inga í sumarfrí. Þá var Deane Williams, leikmaður Keflavíkurliðsins, aðeins sex mánaða gamall sem dæmi. Flestir leikmenn Keflavíkurliðsins voru líka á leikskólaaldri 23. mars 1997 þegar Keflavík innsiglaði þennan umrædda 3-1 sigur á KR í undanúrslitunum. Fyrirliðinn Hörður Axel var samt kominn í skóla og Reggie Dupree var búinn að halda upp á níu ára afmælið sitt. KR hefur slegið Keflavík út samanlagt 6-1 í tveimur einvígum liðanna undanfarinn áratug en einvígi liðanna vorið 2011 fór alla leið í oddaleik eftir að Keflavík vann upp 2-0 forskot KR-inga. KR vann einvígi liðanna árið 2009 í þremur leikjum en lokaleikurinn var fjórframlengdur. Leikur Keflavíkur og KR í kvöld hefst klukkan 20.15 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 19.45 á sömu rás. Einvígi Keflavíkur og KR í úrslitakeppni karla í körfubolta: Lokaúrslit 1989: Keflavík vann 2-1 Lokaúrslit 1990: KR vann 3-0 Undanúrslit 1991: Keflavík vann 2-1 Undanúrslit 1992: Keflavík vann 2-1 Átta liða úrslit 1996: Keflavík vann 2-1 Undanúrslit 1997: Keflavík vann 3-1 Undanúrslit 2009: KR vann 3-0 Undanúrslit 2011: KR vann 3-2 Undanúrslit 2017: KR vann 3-1 Átta liða úrslit 2019: KR vann 3-0 KR hefur unnið 5 einvígi og 20 leiki Keflavík hefur unnið 5 einvígi og 14 leiki 1989-1997: Keflavík vann 5 af 6 einvígum og 11 af 19 leikjum 1998-2019: KR vann öll 4 einvígin og 12 af 15 leikjum - Aldur nokkurra leikmanna Keflavíkurliðsins þegar Keflavík sló síðast KR út úr úrslitakeppninni: Arnór Sveinsson - ófæddur Deane Williams - 6 mánaða Calvin Burks Jr. - 1 árs og 3 mánaða Valur Orri Valsson - 2 ára og 9 mánaða Ágúst Orrason - 3 ára og 6 mánaða Dominykas Milka - 4 ára og 7 mánaða Þröstur Leó Jóhannsson - 8 ára og 2 mánaða Hörður Axel Vilhjálmsson - 8 ára og 3 mánaða Reggie Dupree - 9 ára og 3 mánaða
Einvígi Keflavíkur og KR í úrslitakeppni karla í körfubolta: Lokaúrslit 1989: Keflavík vann 2-1 Lokaúrslit 1990: KR vann 3-0 Undanúrslit 1991: Keflavík vann 2-1 Undanúrslit 1992: Keflavík vann 2-1 Átta liða úrslit 1996: Keflavík vann 2-1 Undanúrslit 1997: Keflavík vann 3-1 Undanúrslit 2009: KR vann 3-0 Undanúrslit 2011: KR vann 3-2 Undanúrslit 2017: KR vann 3-1 Átta liða úrslit 2019: KR vann 3-0 KR hefur unnið 5 einvígi og 20 leiki Keflavík hefur unnið 5 einvígi og 14 leiki 1989-1997: Keflavík vann 5 af 6 einvígum og 11 af 19 leikjum 1998-2019: KR vann öll 4 einvígin og 12 af 15 leikjum - Aldur nokkurra leikmanna Keflavíkurliðsins þegar Keflavík sló síðast KR út úr úrslitakeppninni: Arnór Sveinsson - ófæddur Deane Williams - 6 mánaða Calvin Burks Jr. - 1 árs og 3 mánaða Valur Orri Valsson - 2 ára og 9 mánaða Ágúst Orrason - 3 ára og 6 mánaða Dominykas Milka - 4 ára og 7 mánaða Þröstur Leó Jóhannsson - 8 ára og 2 mánaða Hörður Axel Vilhjálmsson - 8 ára og 3 mánaða Reggie Dupree - 9 ára og 3 mánaða
Dominos-deild karla Keflavík ÍF KR Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira