Deane Williams var sex mánaða þegar Keflavík sendi KR síðast í sumarfrí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2021 13:01 Deane Williams hefur verið frábær með Keflavíkurliðinu á þessu tímabili. Vísir/Vilhelm Deildarmeistarar Keflavíkur mæta aftur til leiks í úrslitakeppnina í Domino's deild karla í körfubolta í kvöld eftir tíu daga frí þegar KR-inga koma í heimsókn í Blue höllina á Sunnubrautinni. KR-liðið fékk bara fjögurra daga frí eftir einvígi sitt á móti Val og hefur spilað þrjá leiki síðan að Keflvíkingar tryggðu sig inn í undanúrslitin 22. maí. KR-ingar hafa hins vegar verið með ágæt tök á Keflvíkingum í úrslitakeppninni undanfarin ár enda slegið lið Keflavíkur út í síðustu fjórum viðureignum félaganna. Keflvíkingar hafa ekki slegið KR-inga úr úr úrslitakeppninni síðan á síðustu öld eða síðan í undanúrslitaeinvíginu 1997. Það var fyrsta úrslitakeppni Sigurðar Ingimundarsonar með Keflavíkurliðið og þá Keflvíkingurinn Hrannar Hólm þjálfari KR-liðsins. Það eru því liðin 24 ár og rúmir níu mánuðir síðan að Keflavík tókst síðast að senda KR-inga í sumarfrí. Þá var Deane Williams, leikmaður Keflavíkurliðsins, aðeins sex mánaða gamall sem dæmi. Flestir leikmenn Keflavíkurliðsins voru líka á leikskólaaldri 23. mars 1997 þegar Keflavík innsiglaði þennan umrædda 3-1 sigur á KR í undanúrslitunum. Fyrirliðinn Hörður Axel var samt kominn í skóla og Reggie Dupree var búinn að halda upp á níu ára afmælið sitt. KR hefur slegið Keflavík út samanlagt 6-1 í tveimur einvígum liðanna undanfarinn áratug en einvígi liðanna vorið 2011 fór alla leið í oddaleik eftir að Keflavík vann upp 2-0 forskot KR-inga. KR vann einvígi liðanna árið 2009 í þremur leikjum en lokaleikurinn var fjórframlengdur. Leikur Keflavíkur og KR í kvöld hefst klukkan 20.15 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 19.45 á sömu rás. Einvígi Keflavíkur og KR í úrslitakeppni karla í körfubolta: Lokaúrslit 1989: Keflavík vann 2-1 Lokaúrslit 1990: KR vann 3-0 Undanúrslit 1991: Keflavík vann 2-1 Undanúrslit 1992: Keflavík vann 2-1 Átta liða úrslit 1996: Keflavík vann 2-1 Undanúrslit 1997: Keflavík vann 3-1 Undanúrslit 2009: KR vann 3-0 Undanúrslit 2011: KR vann 3-2 Undanúrslit 2017: KR vann 3-1 Átta liða úrslit 2019: KR vann 3-0 KR hefur unnið 5 einvígi og 20 leiki Keflavík hefur unnið 5 einvígi og 14 leiki 1989-1997: Keflavík vann 5 af 6 einvígum og 11 af 19 leikjum 1998-2019: KR vann öll 4 einvígin og 12 af 15 leikjum - Aldur nokkurra leikmanna Keflavíkurliðsins þegar Keflavík sló síðast KR út úr úrslitakeppninni: Arnór Sveinsson - ófæddur Deane Williams - 6 mánaða Calvin Burks Jr. - 1 árs og 3 mánaða Valur Orri Valsson - 2 ára og 9 mánaða Ágúst Orrason - 3 ára og 6 mánaða Dominykas Milka - 4 ára og 7 mánaða Þröstur Leó Jóhannsson - 8 ára og 2 mánaða Hörður Axel Vilhjálmsson - 8 ára og 3 mánaða Reggie Dupree - 9 ára og 3 mánaða Dominos-deild karla Keflavík ÍF KR Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Fótbolti „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira
KR-liðið fékk bara fjögurra daga frí eftir einvígi sitt á móti Val og hefur spilað þrjá leiki síðan að Keflvíkingar tryggðu sig inn í undanúrslitin 22. maí. KR-ingar hafa hins vegar verið með ágæt tök á Keflvíkingum í úrslitakeppninni undanfarin ár enda slegið lið Keflavíkur út í síðustu fjórum viðureignum félaganna. Keflvíkingar hafa ekki slegið KR-inga úr úr úrslitakeppninni síðan á síðustu öld eða síðan í undanúrslitaeinvíginu 1997. Það var fyrsta úrslitakeppni Sigurðar Ingimundarsonar með Keflavíkurliðið og þá Keflvíkingurinn Hrannar Hólm þjálfari KR-liðsins. Það eru því liðin 24 ár og rúmir níu mánuðir síðan að Keflavík tókst síðast að senda KR-inga í sumarfrí. Þá var Deane Williams, leikmaður Keflavíkurliðsins, aðeins sex mánaða gamall sem dæmi. Flestir leikmenn Keflavíkurliðsins voru líka á leikskólaaldri 23. mars 1997 þegar Keflavík innsiglaði þennan umrædda 3-1 sigur á KR í undanúrslitunum. Fyrirliðinn Hörður Axel var samt kominn í skóla og Reggie Dupree var búinn að halda upp á níu ára afmælið sitt. KR hefur slegið Keflavík út samanlagt 6-1 í tveimur einvígum liðanna undanfarinn áratug en einvígi liðanna vorið 2011 fór alla leið í oddaleik eftir að Keflavík vann upp 2-0 forskot KR-inga. KR vann einvígi liðanna árið 2009 í þremur leikjum en lokaleikurinn var fjórframlengdur. Leikur Keflavíkur og KR í kvöld hefst klukkan 20.15 og verður hann sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 19.45 á sömu rás. Einvígi Keflavíkur og KR í úrslitakeppni karla í körfubolta: Lokaúrslit 1989: Keflavík vann 2-1 Lokaúrslit 1990: KR vann 3-0 Undanúrslit 1991: Keflavík vann 2-1 Undanúrslit 1992: Keflavík vann 2-1 Átta liða úrslit 1996: Keflavík vann 2-1 Undanúrslit 1997: Keflavík vann 3-1 Undanúrslit 2009: KR vann 3-0 Undanúrslit 2011: KR vann 3-2 Undanúrslit 2017: KR vann 3-1 Átta liða úrslit 2019: KR vann 3-0 KR hefur unnið 5 einvígi og 20 leiki Keflavík hefur unnið 5 einvígi og 14 leiki 1989-1997: Keflavík vann 5 af 6 einvígum og 11 af 19 leikjum 1998-2019: KR vann öll 4 einvígin og 12 af 15 leikjum - Aldur nokkurra leikmanna Keflavíkurliðsins þegar Keflavík sló síðast KR út úr úrslitakeppninni: Arnór Sveinsson - ófæddur Deane Williams - 6 mánaða Calvin Burks Jr. - 1 árs og 3 mánaða Valur Orri Valsson - 2 ára og 9 mánaða Ágúst Orrason - 3 ára og 6 mánaða Dominykas Milka - 4 ára og 7 mánaða Þröstur Leó Jóhannsson - 8 ára og 2 mánaða Hörður Axel Vilhjálmsson - 8 ára og 3 mánaða Reggie Dupree - 9 ára og 3 mánaða
Einvígi Keflavíkur og KR í úrslitakeppni karla í körfubolta: Lokaúrslit 1989: Keflavík vann 2-1 Lokaúrslit 1990: KR vann 3-0 Undanúrslit 1991: Keflavík vann 2-1 Undanúrslit 1992: Keflavík vann 2-1 Átta liða úrslit 1996: Keflavík vann 2-1 Undanúrslit 1997: Keflavík vann 3-1 Undanúrslit 2009: KR vann 3-0 Undanúrslit 2011: KR vann 3-2 Undanúrslit 2017: KR vann 3-1 Átta liða úrslit 2019: KR vann 3-0 KR hefur unnið 5 einvígi og 20 leiki Keflavík hefur unnið 5 einvígi og 14 leiki 1989-1997: Keflavík vann 5 af 6 einvígum og 11 af 19 leikjum 1998-2019: KR vann öll 4 einvígin og 12 af 15 leikjum - Aldur nokkurra leikmanna Keflavíkurliðsins þegar Keflavík sló síðast KR út úr úrslitakeppninni: Arnór Sveinsson - ófæddur Deane Williams - 6 mánaða Calvin Burks Jr. - 1 árs og 3 mánaða Valur Orri Valsson - 2 ára og 9 mánaða Ágúst Orrason - 3 ára og 6 mánaða Dominykas Milka - 4 ára og 7 mánaða Þröstur Leó Jóhannsson - 8 ára og 2 mánaða Hörður Axel Vilhjálmsson - 8 ára og 3 mánaða Reggie Dupree - 9 ára og 3 mánaða
Dominos-deild karla Keflavík ÍF KR Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Fótbolti „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Sjá meira