Mál Söruh Everand vakti mikla athygli í vor, en hún hvarf sporlaust eftir að hafa verið að ganga heim í Clapham í suðurhluta Lundúna þann 3. mars síðastliðinn.
Hvarfið leiddi til mikillar lögregluaðgerðar og fannst lík hennar í skóglendi við Ashford í Kent viku eftir hvarfið.
Í frétt Sky News segir að Lundúnalögreglan hafi upplýst fjölskyldu Everard um niðurstöður réttarkrufningarinnar og boðið fjölskyldunni aðstoð sérfræðinga.
Lögreglumaðurinn Wayne Couzens, 48 ára, hefur verið ákærður fyrir mannrán og morð. Búist er við að réttarhöld hefjist í málinu í október næstkomandi.