Þrátt fyrir orðróm þess efnis að Trent Alexander-Arnold, bakvörður Liverpool, yrði ekki með þá er hann einn af tíu varnarmönnum sem Southgate ætlar að stóla á. Jude Bellingham úr Dortmund er einnig í hópnum.
Jesse Lingard, leikmaður Manchester United, er einn af sjö mönnum sem voru í fyrsta hópnum sem Southgate valdi en eru dottnir út núna. Auk hans duttu út þeir Aaron Ramsdale, Ben Godfrey, Ben White, James Ward-Prowse, Ollie Watkins og Mason Greenwood, sem er meiddur.

England leikur í D-riðli og byrjar á leik við Króatíu á Wembley 13. júní. Liðið mætir svo grönnum sínum frá Skotlandi 18. júní og Tékkum 22. júní.

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.