Gerir ráð fyrir að vera orðinn forseti aftur í ágúst Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júní 2021 09:25 Trump er sagður viss um að hann verði aftur orðinn forseti áður en langt um líður. James Devaney/Images Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur sagt nokkrum fjölda fólks að hann geri ráð fyrir að verða settur aftur í embætti forseta fyrir ágúst á þessu ári. Trump tapaði forsetakosningunum í nóvember á síðasta ári fyrir Joe Biden, sem var kjörinn til fjögurra ára. Maggie Haberman, blaðamaður hjá New York Times, greinir frá þessum hugmyndum forsetans fyrrverandi á Twitter. „Trump hefur sagt fjölda fólks sem hann er í samskiptum við að hann geri ráð fyrir því að vera settur aftur í embætti fyrir ágúst (nei, það er ekki þannig sem hlutirnir gagna fyrir sig, ég er bara að deila upplýsingum),“ skrifar Haberman á Twitter. Trump has been telling a number of people he’s in contact with that he expects he will get reinstated by August (no that isn’t how it works but simply sharing the information). https://t.co/kaXSXKnpF0— Maggie Haberman (@maggieNYT) June 1, 2021 Samkvæmt fjölmiðlum í Bandaríkjunum hefur sú hugmynd, að Trump geti einfaldlega verið settur aftur í embætti á næstu mánuðum, átt auknu fylgi að fagna meðal stuðningsmanna forsetans fyrrverandi. Á viðburði sem haldinn var í Dallas um helgina undir merkjum guðsótta og þjóðernishyggju sagði Sidney Powell, fyrrverandi lögmaður fyrir framboð Trumps, að það væri einfalt mál að setja Trump aftur í embætti og uppskar mikla gleði viðstaddra. „Valdarán í anda Mjanmar“ Greint hefur verið frá því að Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, virtist á sama viðburði sýna hugmynd um „valdarán í anda Mjanmar,“ hugsað til þess að koma Trump aftur til valda, stuðning. Here is video of former general and National Security Advisor Mike Flynn calling for a Myanmar-like coup to replace the sitting U.S. president with Donald Trump. The talk of war is very real. pic.twitter.com/1GoP5OG1He— justin glawe (@JustinGlawe) May 30, 2021 Í febrúar á þessu ári framdi mjanmarski herinn valdarán í landinu og fangelsaði Aung San Suu Kyi, kjörinn leiðtoga landsins. Í kjölfarið spratt upp mikil mótmælaalda sem herinn hefur svarað með hörku, þannig að fjöldi mótmælenda hefur verið drepinn. Flynn hefur síðan hafnað því að hafa opinberlega veitt hugmyndinni um valdarán stuðning og sakað bandaríska fjölmiðla um falsfréttaflutning, líkt og Trump sjálfur hefur oft gert í gegnum tíðina. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Skaut á tvo áhrifamikla Demókrata í öldungadeildinni Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, virtist gagnrýna tvö öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins í kvöld, þegar hann sagði af hverju hann hefði ekki komið metnaðarfullum kosningaloforðum sínum og málefnum í verk. 1. júní 2021 23:51 Segja falsfréttir Trumps hafa leitt til þátttöku í árásinni á þinghúsið Lögmenn þriggja manna, sem ákærðir eru fyrir þátttöku sína í árásinni á Bandaríska þinghúsið í janúar, segja að falsfréttum sé um að kenna að mennirnir hafi tekið þátt í árásinni. Þeir vonast til þess að kviðdómendur sjái aumur yfir mönnunum vegna trúgirni þeirra. 30. maí 2021 10:40 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Maggie Haberman, blaðamaður hjá New York Times, greinir frá þessum hugmyndum forsetans fyrrverandi á Twitter. „Trump hefur sagt fjölda fólks sem hann er í samskiptum við að hann geri ráð fyrir því að vera settur aftur í embætti fyrir ágúst (nei, það er ekki þannig sem hlutirnir gagna fyrir sig, ég er bara að deila upplýsingum),“ skrifar Haberman á Twitter. Trump has been telling a number of people he’s in contact with that he expects he will get reinstated by August (no that isn’t how it works but simply sharing the information). https://t.co/kaXSXKnpF0— Maggie Haberman (@maggieNYT) June 1, 2021 Samkvæmt fjölmiðlum í Bandaríkjunum hefur sú hugmynd, að Trump geti einfaldlega verið settur aftur í embætti á næstu mánuðum, átt auknu fylgi að fagna meðal stuðningsmanna forsetans fyrrverandi. Á viðburði sem haldinn var í Dallas um helgina undir merkjum guðsótta og þjóðernishyggju sagði Sidney Powell, fyrrverandi lögmaður fyrir framboð Trumps, að það væri einfalt mál að setja Trump aftur í embætti og uppskar mikla gleði viðstaddra. „Valdarán í anda Mjanmar“ Greint hefur verið frá því að Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, virtist á sama viðburði sýna hugmynd um „valdarán í anda Mjanmar,“ hugsað til þess að koma Trump aftur til valda, stuðning. Here is video of former general and National Security Advisor Mike Flynn calling for a Myanmar-like coup to replace the sitting U.S. president with Donald Trump. The talk of war is very real. pic.twitter.com/1GoP5OG1He— justin glawe (@JustinGlawe) May 30, 2021 Í febrúar á þessu ári framdi mjanmarski herinn valdarán í landinu og fangelsaði Aung San Suu Kyi, kjörinn leiðtoga landsins. Í kjölfarið spratt upp mikil mótmælaalda sem herinn hefur svarað með hörku, þannig að fjöldi mótmælenda hefur verið drepinn. Flynn hefur síðan hafnað því að hafa opinberlega veitt hugmyndinni um valdarán stuðning og sakað bandaríska fjölmiðla um falsfréttaflutning, líkt og Trump sjálfur hefur oft gert í gegnum tíðina.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Skaut á tvo áhrifamikla Demókrata í öldungadeildinni Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, virtist gagnrýna tvö öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins í kvöld, þegar hann sagði af hverju hann hefði ekki komið metnaðarfullum kosningaloforðum sínum og málefnum í verk. 1. júní 2021 23:51 Segja falsfréttir Trumps hafa leitt til þátttöku í árásinni á þinghúsið Lögmenn þriggja manna, sem ákærðir eru fyrir þátttöku sína í árásinni á Bandaríska þinghúsið í janúar, segja að falsfréttum sé um að kenna að mennirnir hafi tekið þátt í árásinni. Þeir vonast til þess að kviðdómendur sjái aumur yfir mönnunum vegna trúgirni þeirra. 30. maí 2021 10:40 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Skaut á tvo áhrifamikla Demókrata í öldungadeildinni Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, virtist gagnrýna tvö öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins í kvöld, þegar hann sagði af hverju hann hefði ekki komið metnaðarfullum kosningaloforðum sínum og málefnum í verk. 1. júní 2021 23:51
Segja falsfréttir Trumps hafa leitt til þátttöku í árásinni á þinghúsið Lögmenn þriggja manna, sem ákærðir eru fyrir þátttöku sína í árásinni á Bandaríska þinghúsið í janúar, segja að falsfréttum sé um að kenna að mennirnir hafi tekið þátt í árásinni. Þeir vonast til þess að kviðdómendur sjái aumur yfir mönnunum vegna trúgirni þeirra. 30. maí 2021 10:40