Innlent

Bíl­slys við Grundar­tanga

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Slökkviliðið hefur lokið störfum á vettvangi. Þó má búast við umferðartöfum áfram, þar sem tildrög slyssins eru til rannsóknar.
Slökkviliðið hefur lokið störfum á vettvangi. Þó má búast við umferðartöfum áfram, þar sem tildrög slyssins eru til rannsóknar. Vísir/Vilhelm

Tveir bílar lentu saman á gatnamótum við iðnaðarsvæðið á Grundartanga í morgun. Slökkvilið þurfti að klippa eina konu út úr öðrum bílnum.

Þetta staðfestir varðstjóri hjá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðasveitar í samtali við fréttastofu. Konan var flutt á sjúkrahús til skoðunar, en ekki liggur fyrir hvort hún er alvarlega slösuð. Varðstjóri segir þó útlit fyrir að svo sé ekki.

Rannsóknarnefnd samgönguslysa er nú á vettvangi og rannsakar tildrög slyssins. Samkvæmt slökkviliðinu má gera ráð fyrir umferðartöfum á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×