Inflúensufaraldrar og hjarta- og æðasjúkdómar draga úr aukningu lífslíka Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. júní 2021 11:38 Í evrópsku skýrslunni er sérstaklega fjallað um heilbrigði ungbarna. Meðallífslíkur íbúa í ESB-ríkjunum er nú 81 ár, að því er fram kemur í Talnabrunni Embættis landlæknis. Lífslíkur hafa aukist minna í Vestur-Evrópu síðustu ár en áratugina þar á undan, meðal annars vegna skæðra inflúensufaraldra og dauðsfalla af völdum hjarta- og æðasjúkdóma. Í Talnabrunninum er byggt á skýrslunni Health at a Glance: Europe 2020 en þar segir einnig að kórónuveirufaraldurinn muni líklega hafa áhrif á lífslíkur í ríkjum Evrópu og jafnvel draga úr þeim. Þrjátíu ára karlmenn með litla menntun lifa um sjö árum skemur en karlmenn með háskólagráðu. Munurinn er þrjú ár meðal kvenna. Staðan er svipuð hérlendis, þar sem þrítugir karlmenn með grunnmenntun geta átt von á því að lifa fimm árum skemur en karlmenn með háskólagráðu. Hjartasjúkdómar og krabbamein eru enn helstu dánarmein Evrópubúa og valda samanlagt um 60 prósent allra dauðsfalla. „Um 40% fólks eldra en 65 ára segist vera með tvo eða fleiri langvinna sjúkdóma og um 30% telja sig glíma við erfiðleika sem hafa áhrif á daglegt líf og sem gætu krafist þjónustu til langs tíma,“ segir í Talnabrunni. Útgjöld til heilbrigðismála hærra á Íslandi en í Evrópu Í skýrslunni er sérstaklega fjallað um heilbrigði ungbarna og birt tölfræði um tíðni lágrar fæðingarþyngdar. Hún er lægst á Íslandi eða um 3,6 prósent. Meðaltalið í Evrópu er 6,6 prósent og staðan verst í Kýpur, Grikklandi og Búlgaríu. Þá segir að árlega megi rekja um 700 þúsund dauðsföll til reykinga en um fimmtungur fullorðinna Evrópubúa reykir enn daglega. Á Íslandi er hlutfallið 7 prósent. Áfengisneysla er talin valda hátt í 290 þúsund dauðsföllum en þriðjungur fullorðinna í Evrópusambandsríkjunum sagðist reglulega neyta áfengis í óhóflegu magni. Talið er að einn af hverjum sex fullorðnum glími við offitu í Evrópu en hlutfallið er hærra á Íslandi, einn af fjórum. Árið 2019 námu útgjöld til heilbrigðismála að meðaltali 8,3 prósentum í ESB-ríkjunum. Hlutfallið var hæst í Þýskalandi, 11 prósent, en lægst í Lúxemborg og Rúmeníu, 6 prósent. Á Íslandi var hlutfallið 8,8 prósent. Heilbrigðismál Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Í Talnabrunninum er byggt á skýrslunni Health at a Glance: Europe 2020 en þar segir einnig að kórónuveirufaraldurinn muni líklega hafa áhrif á lífslíkur í ríkjum Evrópu og jafnvel draga úr þeim. Þrjátíu ára karlmenn með litla menntun lifa um sjö árum skemur en karlmenn með háskólagráðu. Munurinn er þrjú ár meðal kvenna. Staðan er svipuð hérlendis, þar sem þrítugir karlmenn með grunnmenntun geta átt von á því að lifa fimm árum skemur en karlmenn með háskólagráðu. Hjartasjúkdómar og krabbamein eru enn helstu dánarmein Evrópubúa og valda samanlagt um 60 prósent allra dauðsfalla. „Um 40% fólks eldra en 65 ára segist vera með tvo eða fleiri langvinna sjúkdóma og um 30% telja sig glíma við erfiðleika sem hafa áhrif á daglegt líf og sem gætu krafist þjónustu til langs tíma,“ segir í Talnabrunni. Útgjöld til heilbrigðismála hærra á Íslandi en í Evrópu Í skýrslunni er sérstaklega fjallað um heilbrigði ungbarna og birt tölfræði um tíðni lágrar fæðingarþyngdar. Hún er lægst á Íslandi eða um 3,6 prósent. Meðaltalið í Evrópu er 6,6 prósent og staðan verst í Kýpur, Grikklandi og Búlgaríu. Þá segir að árlega megi rekja um 700 þúsund dauðsföll til reykinga en um fimmtungur fullorðinna Evrópubúa reykir enn daglega. Á Íslandi er hlutfallið 7 prósent. Áfengisneysla er talin valda hátt í 290 þúsund dauðsföllum en þriðjungur fullorðinna í Evrópusambandsríkjunum sagðist reglulega neyta áfengis í óhóflegu magni. Talið er að einn af hverjum sex fullorðnum glími við offitu í Evrópu en hlutfallið er hærra á Íslandi, einn af fjórum. Árið 2019 námu útgjöld til heilbrigðismála að meðaltali 8,3 prósentum í ESB-ríkjunum. Hlutfallið var hæst í Þýskalandi, 11 prósent, en lægst í Lúxemborg og Rúmeníu, 6 prósent. Á Íslandi var hlutfallið 8,8 prósent.
Heilbrigðismál Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira