Hvað eru TikTok og bálkakeðjur og hvernig tengjast þau ferðaþjónustu? Inga Rós Antoníusdóttir og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifa 2. júní 2021 12:31 Nú er heimurinn smám saman að opnast á ný og fólk með uppsafnaða ferðaþrá skipuleggur fyrstu ferðalögin eftir heimsfaraldur. Ferðaþjónustan er loksins að vakna til lífsins og fyrirtækin að skipuleggja markaðsaðgerðir og þjónustuframboð eftir að hafa þurft að endurskipuleggja reksturinn ærlega undanfarið ár. Markhóparnir eru ekki endilega þeir sömu og voru og óskir og þarfir gesta hafa breyst. Þar af leiðandi eru þeir miðlar sem hentuðu best til markaðssetningar fyrir Covid ekki endilega þeir sömu. TikTok er t.d ekki bara danskennsla fyrir börn heldur áhrifamikið markaðstól sem getur nýst ferðaþjónustufyrirtækjum mjög vel í samkeppninni um gestina. Hugtök eins og bálkakeðjur, sem fólk tengir oftar við t.d. rafmyntir en ferðaþjónustu, snúast líka um gagnsæi í gagnaöflun og notkun og geta aukið traust ferðamanna til áfangastaða. Ferðamálastofa og Íslenski Ferðaklasinn standa fyrir ráðstefnu á morgun, fimmtudaginn 3.júní undir yfirskriftinni Iceland Travel Tech-Nordic Edition og er markmiðið að gefa ferðaþjónustufyrirtækjum færi á að fræðast um nýjungar í tæknimálum og hvernig nýta megi tæknina til aukinnar sjálfbærni í greininni. Fjallað verður um fyrrnefnd atriði en einnig verður fjallað um sjálfvirknivæðingu og snertilausar lausnir sem og forrit sem auðvelda fyrirtækjum að spá fyrir um framtíðina. Þá verður einnig fjallað um upplifunarhönnun og hvað ferðaþjónustan getur lært af tölvuleikjahönnuðum, hvernig við stýrum mögulegri hegðun og hvernig við nýtum notendaupplýsingar og gögn til að þróa enn betur upplifun og þjónustu. Þetta er í þriðja sinn sem Iceland Travel Tech verður haldið og nú jafnframt í þriðju útfærslunni. Ráðstefna sem átti upptök sín sem hefðbundin ráðstefna og sýning í Hörpu fyrir tveimur árum, breyttist í stafræna ráðstefnu þegar Covid 19 neyddi aðstandendur til að hugsa hlutina upp á nýtt í fyrra og á sér núna enn nýja birtingarmynd sem svokölluð „hybrid“ ráðstefna, bæði í raun og rafheimum. Fjöldi innlendra og erlendra fyrirlesara munu kynna nýjustu strauma og stefnur í tæknimálum ferðaþjónustunnar og býðst öllum áhugasömum að fylgjast með, hvort sem er í Grósku -Hugmyndahúsi (á meðan húsrúm leyfir) eða á netinu, þeim að kostnaðarlausu. Skráning er nauðsynleg en nánari upplýsingar má finna á heimasíðum Ferðamálastofu og Íslenska Ferðaklasans. Inga Rós Antoníusdóttir er verkefnastjóri stafrænnar þróunar hjá Ferðamálastofu og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir er framkvæmdastjóri Ferðaklasans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Inga Rós Antoníusdóttir Mest lesið Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Nú er heimurinn smám saman að opnast á ný og fólk með uppsafnaða ferðaþrá skipuleggur fyrstu ferðalögin eftir heimsfaraldur. Ferðaþjónustan er loksins að vakna til lífsins og fyrirtækin að skipuleggja markaðsaðgerðir og þjónustuframboð eftir að hafa þurft að endurskipuleggja reksturinn ærlega undanfarið ár. Markhóparnir eru ekki endilega þeir sömu og voru og óskir og þarfir gesta hafa breyst. Þar af leiðandi eru þeir miðlar sem hentuðu best til markaðssetningar fyrir Covid ekki endilega þeir sömu. TikTok er t.d ekki bara danskennsla fyrir börn heldur áhrifamikið markaðstól sem getur nýst ferðaþjónustufyrirtækjum mjög vel í samkeppninni um gestina. Hugtök eins og bálkakeðjur, sem fólk tengir oftar við t.d. rafmyntir en ferðaþjónustu, snúast líka um gagnsæi í gagnaöflun og notkun og geta aukið traust ferðamanna til áfangastaða. Ferðamálastofa og Íslenski Ferðaklasinn standa fyrir ráðstefnu á morgun, fimmtudaginn 3.júní undir yfirskriftinni Iceland Travel Tech-Nordic Edition og er markmiðið að gefa ferðaþjónustufyrirtækjum færi á að fræðast um nýjungar í tæknimálum og hvernig nýta megi tæknina til aukinnar sjálfbærni í greininni. Fjallað verður um fyrrnefnd atriði en einnig verður fjallað um sjálfvirknivæðingu og snertilausar lausnir sem og forrit sem auðvelda fyrirtækjum að spá fyrir um framtíðina. Þá verður einnig fjallað um upplifunarhönnun og hvað ferðaþjónustan getur lært af tölvuleikjahönnuðum, hvernig við stýrum mögulegri hegðun og hvernig við nýtum notendaupplýsingar og gögn til að þróa enn betur upplifun og þjónustu. Þetta er í þriðja sinn sem Iceland Travel Tech verður haldið og nú jafnframt í þriðju útfærslunni. Ráðstefna sem átti upptök sín sem hefðbundin ráðstefna og sýning í Hörpu fyrir tveimur árum, breyttist í stafræna ráðstefnu þegar Covid 19 neyddi aðstandendur til að hugsa hlutina upp á nýtt í fyrra og á sér núna enn nýja birtingarmynd sem svokölluð „hybrid“ ráðstefna, bæði í raun og rafheimum. Fjöldi innlendra og erlendra fyrirlesara munu kynna nýjustu strauma og stefnur í tæknimálum ferðaþjónustunnar og býðst öllum áhugasömum að fylgjast með, hvort sem er í Grósku -Hugmyndahúsi (á meðan húsrúm leyfir) eða á netinu, þeim að kostnaðarlausu. Skráning er nauðsynleg en nánari upplýsingar má finna á heimasíðum Ferðamálastofu og Íslenska Ferðaklasans. Inga Rós Antoníusdóttir er verkefnastjóri stafrænnar þróunar hjá Ferðamálastofu og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir er framkvæmdastjóri Ferðaklasans.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar