Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, tilkynnti leikmannahóp sinn á fimmtudaginn og þar var enginn Lingard en hann byrjaði hins vegar í kvöld.
Hann og Jack Grealish sáu um undirbúninginn í sigurmarki Englands en markið skoraði Bukayo Saka á 56. mínútu. Lokatölur 1-0.
Það voru þó ekki bara jákvæðar fréttir af enska landsliðinu því Trent Alexander-Arnold haltraði af velli í síðari hálfleik vegna meiðsla.
After all the talk of whether Trent Alexander-Arnold would even make the England squad, injury may have just had its say.
— BBC Sport (@BBCSport) June 2, 2021
He hobbles off and is now being helped round the side of the pitch by one of the England medical staff.
England 1-0 Austria #ENGAUT #bbcfootball
Þýskaland og Danmörk gerði 1-1 jafntefli í Austurríki og Frakkland vann 3-0 sigur á Wales í endurkomu Karim Benzema.
Benzema klúðraði vítaspyrnu í fyrri hálfleik en Kylian Mbappe, Antoine Griezmann og Ousmane Dembele skoruðu mörk Frakka.
Holland og Skotland gerðu 2-2 jafntefli og Noregur vann 1-0 sigur á Lúxemborg.

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.