Marek dæmdur til að sæta öryggisvistun vegna brunans á Bræðraborgarstíg Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júní 2021 15:04 Marek Moszczynski við aðalmeðferð málsins í byrjun maí. Vísir/Vilhelm Marek Moszczynski, pólskur karlmaður á sjötugsaldri, var sýknaður af kröfu um refsingu fyrir að hafa orðið þremur að bana í bruna á Bræðraborgarstíg í júní í fyrra. Marek var metinn ósakhæfur og verður gert að sæta öryggisvistun. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt í þessu. Marek var dæmdur til að greiða aðstandendum þeirra sem létust og þeim sem slösuðust skaðabætur samanlagt upp á á þriðja tug milljóna króna. Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Mareks, segir niðurstöðuna þá að Marek sé sýknaður af verknaðinum sem slíkum. Hann er þó talinn ábyrgur fyrir að hafa valdið brunanum. Í kjölfarið sé niðurstaðan að dæma hann til vistunar á réttargeðdeild. „Hún er ótímabundin. Eftir atvikum má bera hana undir dómstóla, með tilefni til rýmkunar eða niðurfellingar,“ segir Stefán Karl. Aðalkrafa um ævilangt fangelsi Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari krafðist þess við aðalmeðferð málsins í maí að Marek yrði dæmdur í ævilangt fangelsi. Marek hefur verið metinn ósakhæfur og krafðist Kolbrún vistunar á öryggisgeðdeild féllist dómurinn á niðurstöðu geðlækna um ósakhæfi. Málið er sögulegt en Marek er sá fyrsti í Íslandssögunni sem dæmdur er fyrir að bana þremur. Það var síðdegis þann 25. júní í fyrra sem slökkviliðið var kallað út að Bræðraborgarstíg 1 þar sem logaði eldur. Þrettán íbúar hússins voru heima. Þrír létust en öðrum tókst að bjarga lífi sínu, sumum með því að kasta sér úr glugga á þriðju hæð hússins. Þrjú á þrítugsaldri létust 21 árs kona og 24 ára karlmaður, bæði frá Póllandi, létust í brunanum. Önnur 26 ára kona lést af völdum höfuðáverka en hún féll niður af þriðju hæð hússins þegar hún reyndi að flýja eldinn. Fjögur af þeim tíu sem lifðu af slösuðust. 33 ára kona hlaut væga reykeitrun. 32 ára karlmaður kastaði sér út um glugga á þriðju hæð og hlaut reykeitrun, skurði á bæði hné, staðbundna heilaáverka, mörg brot á höfuðkúpu og andlitsbeinum auk blóðtappa í slagæðum lungna. 38 ára karlmaður hlaut reykeitrun, sár á vinstri hendi og fótlegg. 58 ára karlmaður hlaut reykeitrun auk annars og þriðja stigs brunasár á samtals 17 prósent líkamans. Brunasárin teygðu sig yfir báða handleggi, handarbök, ofanvert á fingur, yfir hnéskeljar og nánast allt bak hans. Auk þessa gjöreyðilagðist húsið við Bræðraborgarstíg 1. Það stendur þó enn á sínum stað nágrönnum til mikils ama, eins og fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Manndráp og tilraun til manndráps Marek var ákærður fyrir brennu, manndráp og tilraun til manndráps með því að hafa kveikt eld á gólfi í herbergi sínu á annarri hæð hússins, á gólfi í sameiginlegu rými á sömu hæð og undir stiga sem lá upp á þriðju hæð hússins. Þannig hefði hann valdið eldsvoða sem hafði í för með sér almannahættu. Eldurinn breiddist hratt út um aðra og þriðju hæð hússins og var það nánast alelda þegar slökkvistarf hófst. Í framhaldi af brunanum hélt Marek að rússneska sendiráðinu við Garðastræti og sló tvo lögreglumenn með gúmmímottu. Fyrir þann verknað var hann ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni. Aðstandendur þeirra þriggja sem létust í brunanum og þeir sem urðu fyrir líkams- eða eignatjóni fóru fram á um 70 milljónir króna í bætur. Dómurinn var fjölskipaður en í honum sátu tveir embættisdómarar auk geðlæknis. Dómsmál Bruni á Bræðraborgarstíg Reykjavík Tengdar fréttir Segir átakanlegt að horfa daglega á persónulegar eigur hinna látnu Íbúi sem býr á móti húsinu að Bræðraborgarstíg sem brann fyrir tæpu ári síðan segist afar ósáttur við að húsið standi enn með öllu innbúi. Hún segir átakanlegt að horfa á persónulegar eigur hinna látnu og gagnrýnir að svæðið sé ekki þrifið. 2. júní 2021 21:01 „Gæti ekki verið sennilegra að hann hafi bara verið reykingamaður?“ Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Mareks Moszczynski, pólsks karlmanns á sjötugsaldri, segir saksóknara í málinu ekki hafa sannað að Marek hafi kveikt í húsi við Bræðraborgarstíg 1 í fyrrasumar. Það eitt hafi verið sannað fyrir dómi og það er að Marek hafi glímt við andleg veikindi í aðdraganda og kjölfar brunans. 5. maí 2021 14:01 Krafa um ævilangt fangelsi eða vistun á öryggisgeðdeild Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari fer fram á að Marek Moszczynski verði dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að verða valdur að dauða þriggja í eldsvoða við Bræðraborgarstíg í júní í fyrra. 5. maí 2021 12:10 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Marek var dæmdur til að greiða aðstandendum þeirra sem létust og þeim sem slösuðust skaðabætur samanlagt upp á á þriðja tug milljóna króna. Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Mareks, segir niðurstöðuna þá að Marek sé sýknaður af verknaðinum sem slíkum. Hann er þó talinn ábyrgur fyrir að hafa valdið brunanum. Í kjölfarið sé niðurstaðan að dæma hann til vistunar á réttargeðdeild. „Hún er ótímabundin. Eftir atvikum má bera hana undir dómstóla, með tilefni til rýmkunar eða niðurfellingar,“ segir Stefán Karl. Aðalkrafa um ævilangt fangelsi Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari krafðist þess við aðalmeðferð málsins í maí að Marek yrði dæmdur í ævilangt fangelsi. Marek hefur verið metinn ósakhæfur og krafðist Kolbrún vistunar á öryggisgeðdeild féllist dómurinn á niðurstöðu geðlækna um ósakhæfi. Málið er sögulegt en Marek er sá fyrsti í Íslandssögunni sem dæmdur er fyrir að bana þremur. Það var síðdegis þann 25. júní í fyrra sem slökkviliðið var kallað út að Bræðraborgarstíg 1 þar sem logaði eldur. Þrettán íbúar hússins voru heima. Þrír létust en öðrum tókst að bjarga lífi sínu, sumum með því að kasta sér úr glugga á þriðju hæð hússins. Þrjú á þrítugsaldri létust 21 árs kona og 24 ára karlmaður, bæði frá Póllandi, létust í brunanum. Önnur 26 ára kona lést af völdum höfuðáverka en hún féll niður af þriðju hæð hússins þegar hún reyndi að flýja eldinn. Fjögur af þeim tíu sem lifðu af slösuðust. 33 ára kona hlaut væga reykeitrun. 32 ára karlmaður kastaði sér út um glugga á þriðju hæð og hlaut reykeitrun, skurði á bæði hné, staðbundna heilaáverka, mörg brot á höfuðkúpu og andlitsbeinum auk blóðtappa í slagæðum lungna. 38 ára karlmaður hlaut reykeitrun, sár á vinstri hendi og fótlegg. 58 ára karlmaður hlaut reykeitrun auk annars og þriðja stigs brunasár á samtals 17 prósent líkamans. Brunasárin teygðu sig yfir báða handleggi, handarbök, ofanvert á fingur, yfir hnéskeljar og nánast allt bak hans. Auk þessa gjöreyðilagðist húsið við Bræðraborgarstíg 1. Það stendur þó enn á sínum stað nágrönnum til mikils ama, eins og fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Manndráp og tilraun til manndráps Marek var ákærður fyrir brennu, manndráp og tilraun til manndráps með því að hafa kveikt eld á gólfi í herbergi sínu á annarri hæð hússins, á gólfi í sameiginlegu rými á sömu hæð og undir stiga sem lá upp á þriðju hæð hússins. Þannig hefði hann valdið eldsvoða sem hafði í för með sér almannahættu. Eldurinn breiddist hratt út um aðra og þriðju hæð hússins og var það nánast alelda þegar slökkvistarf hófst. Í framhaldi af brunanum hélt Marek að rússneska sendiráðinu við Garðastræti og sló tvo lögreglumenn með gúmmímottu. Fyrir þann verknað var hann ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni. Aðstandendur þeirra þriggja sem létust í brunanum og þeir sem urðu fyrir líkams- eða eignatjóni fóru fram á um 70 milljónir króna í bætur. Dómurinn var fjölskipaður en í honum sátu tveir embættisdómarar auk geðlæknis.
Dómsmál Bruni á Bræðraborgarstíg Reykjavík Tengdar fréttir Segir átakanlegt að horfa daglega á persónulegar eigur hinna látnu Íbúi sem býr á móti húsinu að Bræðraborgarstíg sem brann fyrir tæpu ári síðan segist afar ósáttur við að húsið standi enn með öllu innbúi. Hún segir átakanlegt að horfa á persónulegar eigur hinna látnu og gagnrýnir að svæðið sé ekki þrifið. 2. júní 2021 21:01 „Gæti ekki verið sennilegra að hann hafi bara verið reykingamaður?“ Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Mareks Moszczynski, pólsks karlmanns á sjötugsaldri, segir saksóknara í málinu ekki hafa sannað að Marek hafi kveikt í húsi við Bræðraborgarstíg 1 í fyrrasumar. Það eitt hafi verið sannað fyrir dómi og það er að Marek hafi glímt við andleg veikindi í aðdraganda og kjölfar brunans. 5. maí 2021 14:01 Krafa um ævilangt fangelsi eða vistun á öryggisgeðdeild Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari fer fram á að Marek Moszczynski verði dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að verða valdur að dauða þriggja í eldsvoða við Bræðraborgarstíg í júní í fyrra. 5. maí 2021 12:10 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Segir átakanlegt að horfa daglega á persónulegar eigur hinna látnu Íbúi sem býr á móti húsinu að Bræðraborgarstíg sem brann fyrir tæpu ári síðan segist afar ósáttur við að húsið standi enn með öllu innbúi. Hún segir átakanlegt að horfa á persónulegar eigur hinna látnu og gagnrýnir að svæðið sé ekki þrifið. 2. júní 2021 21:01
„Gæti ekki verið sennilegra að hann hafi bara verið reykingamaður?“ Stefán Karl Kristjánsson, verjandi Mareks Moszczynski, pólsks karlmanns á sjötugsaldri, segir saksóknara í málinu ekki hafa sannað að Marek hafi kveikt í húsi við Bræðraborgarstíg 1 í fyrrasumar. Það eitt hafi verið sannað fyrir dómi og það er að Marek hafi glímt við andleg veikindi í aðdraganda og kjölfar brunans. 5. maí 2021 14:01
Krafa um ævilangt fangelsi eða vistun á öryggisgeðdeild Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari fer fram á að Marek Moszczynski verði dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að verða valdur að dauða þriggja í eldsvoða við Bræðraborgarstíg í júní í fyrra. 5. maí 2021 12:10
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent