Sænsk þingnefnd segir ríkisstjórnina hafa brugðist Atli Ísleifsson skrifar 3. júní 2021 12:34 Stefan Löfven er forsætisráðherra Svíþjóðar. EPA Ríkisstjórn Svíþjóðar hefur brugðist þegar kemur að viðbrögðum við heimsfaraldri kórónuveirunnar. Þetta er niðurstaða rannsóknar stjórnarskránefndar sænska þingsins sem kynnt var í dag. Viðbrögð Svía við kórónuveirunni hafa vakið mikla athygli frá upphafi heimsfaraldursins, þar sem framan af var gripið til mun vægari aðgerða en víða annars staðar. Mun fleiri hafa líka smitast og fleiri dauðsföll verið rakin til kórónuveirunnar þar í landinu en víða annars staðar. SVT segir frá því að nefndin hafi sérstaklega litið til sex atriða í viðbrögðum sænsku stjórnarinnar. Sýnataka og rakning. Nefndin telur að ríkisstjórnin hafi ekki brugðist við nægilega hratt við og nauðsynlegt hafi verið að ná samkomulagi við aðra flokka á þingi mun fyrr en gert var. Heimsóknarbann á hjúkrunarheimilum. Ríkisstjórnin greip til ákveðinna aðgerða til að takmarka smit á hjúkrunarheimilum áður en landlægu heimsóknarbanni var komið á. Ríkisstjórnin gekk þó ekki nægilega langt til að vernda þennan viðkvæma hóp. Meðferð heimsfaraldurslaganna. Ríkisstjórnin hófst fyrst handa við vinnu að smíði „heimsfaraldurslaganna“ svokölluðu eftir sumarið 2020 - laga sem veittu stjórnvöldum heimild til að grípa til róttækra aðgerða til að takmarka útbreiðslu veirunnar. Nefndin telur að sú vinna hefði átt að hefjast mun fyrr. Stefnuleysi. Ekki lá nægilega ljóst fyrir hvaða stofnanir skyldu sinna hverju – hver ætti að ráða hverju. Samkomutakmarkanir. Nefndin gagnrýnir vinnu ríkisstjórnarinnar varðandi reglur um fjöldatakmarkanir á samkomum. Tól til sóttvarna. Nefndin gagnrýnir sömuleiðis vinnu ríkisstjórnarinnar þegar kemur að því að tryggja nægar bjargir til sóttvarna í landinu. Rúmlega milljón manns hafa smitast af kórónuveirunni í Svíþjóð það sem af er faraldrinum. Alls hafa um 14.500 dauðsföll í landinu verið rakin til Covid-19. Lærdómar Stjórnarskrárnefndin dregur sérstaklega upp þrjá lærdóma til framtíðar. Þörf á öflugri löggjöf þegar kemur að viðbúnaði, þannig að stjórnvöld séu betur í stakk búin til að takast á við krísur. Betri umræður um hvernig skuli takast á við krísur á friðartímum. Sænska regluverkið hefur einblínt sérstaklega á stríð og stríðshættu, en mun munna á þessa tegund af krísu. Öflugra velferðarkerfi til að taka megi betur á krísum sem þessum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira
Viðbrögð Svía við kórónuveirunni hafa vakið mikla athygli frá upphafi heimsfaraldursins, þar sem framan af var gripið til mun vægari aðgerða en víða annars staðar. Mun fleiri hafa líka smitast og fleiri dauðsföll verið rakin til kórónuveirunnar þar í landinu en víða annars staðar. SVT segir frá því að nefndin hafi sérstaklega litið til sex atriða í viðbrögðum sænsku stjórnarinnar. Sýnataka og rakning. Nefndin telur að ríkisstjórnin hafi ekki brugðist við nægilega hratt við og nauðsynlegt hafi verið að ná samkomulagi við aðra flokka á þingi mun fyrr en gert var. Heimsóknarbann á hjúkrunarheimilum. Ríkisstjórnin greip til ákveðinna aðgerða til að takmarka smit á hjúkrunarheimilum áður en landlægu heimsóknarbanni var komið á. Ríkisstjórnin gekk þó ekki nægilega langt til að vernda þennan viðkvæma hóp. Meðferð heimsfaraldurslaganna. Ríkisstjórnin hófst fyrst handa við vinnu að smíði „heimsfaraldurslaganna“ svokölluðu eftir sumarið 2020 - laga sem veittu stjórnvöldum heimild til að grípa til róttækra aðgerða til að takmarka útbreiðslu veirunnar. Nefndin telur að sú vinna hefði átt að hefjast mun fyrr. Stefnuleysi. Ekki lá nægilega ljóst fyrir hvaða stofnanir skyldu sinna hverju – hver ætti að ráða hverju. Samkomutakmarkanir. Nefndin gagnrýnir vinnu ríkisstjórnarinnar varðandi reglur um fjöldatakmarkanir á samkomum. Tól til sóttvarna. Nefndin gagnrýnir sömuleiðis vinnu ríkisstjórnarinnar þegar kemur að því að tryggja nægar bjargir til sóttvarna í landinu. Rúmlega milljón manns hafa smitast af kórónuveirunni í Svíþjóð það sem af er faraldrinum. Alls hafa um 14.500 dauðsföll í landinu verið rakin til Covid-19. Lærdómar Stjórnarskrárnefndin dregur sérstaklega upp þrjá lærdóma til framtíðar. Þörf á öflugri löggjöf þegar kemur að viðbúnaði, þannig að stjórnvöld séu betur í stakk búin til að takast á við krísur. Betri umræður um hvernig skuli takast á við krísur á friðartímum. Sænska regluverkið hefur einblínt sérstaklega á stríð og stríðshættu, en mun munna á þessa tegund af krísu. Öflugra velferðarkerfi til að taka megi betur á krísum sem þessum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Sjá meira