Sport

Dag­skráin í dag: Stór­leikur í Vestur­bæ, Ís­lendinga­slagur í Sví­þjóð, Martin og æsi­spennandi leikir í hand­boltanum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Matthías Orri og félagar í KR þurfa sigur í kvöldí einvígi sínu gegn Keflavík.
Matthías Orri og félagar í KR þurfa sigur í kvöldí einvígi sínu gegn Keflavík. Vísir/Bára

Það er frábær föstudagur í vændum á rásum Stöð 2 Sport. Við sýnum fótbolta, handbolta, körfubolta og golf.

Stöð 2 Sport

Klukkan 17.30 hefst upphitun fyrir leiki kvöldsins í Olís-deild karla í handbolta. Klukkan 17.55 mætast Selfoss og Stjarnan þar sem heimamenn eru í kjörstöðu eftir tveggja marka sigur í fyrri leik liðanna.

Klukkan 19.30 er komið að leik Vals og KA en þar eru heimamenn aftur í kjörstöðu. Farið verður yfir báða leiki kvöldsins í Seinni bylgjunni sem hefst klukkan 21.30.

Stöð 2 Sport 2

Spánn og Portúgal mætast í vináttulandsleik klukkan 17.20. Bæði lið eru að undirbúa sig fyrir Evrópumótið og reikna má með hörkuleik.

Klukkan 19.50 er komið að viðureign Valencia og Baskonia í úrslitakeppni spænska körfuboltans. Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson leikur með Valencia.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 16.30 mætast Íslendingalið Kristianstad og Rosengård í sænsku úrvalsdeildinni. Sif Atladóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir leika með fyrrnefnda liðinu en Glódís Perla Viggósdóttir leikur með toppliði Rosengård. Þá er Elísabet Gunnarsdóttir þjálfair Kristianstad.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 19.45 hefst upphitun fyrir leik KR og Keflavíkur í undanúrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta. Leikurinn sjálfur hefst svo klukkan 20.10 og Körfuboltakvöld er svo á dagskrá klukkan 22.00 þar sem farið verður yfir allt það helsta úr leiknum.

Stöð 2 Golf

Memorial-mótið hefst klukkan 19.00 en það er hluti af PGA-mótaröðinni. Klukkan 23.00 er svo Opna bandaríska í kvennaflokki á dagskrá.

Sænska úrvalsdeildin 2021




Fleiri fréttir

Sjá meira


×