Svona raðast árgangarnir í bólusetningu næstu þrjár vikur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. júní 2021 09:31 Drátturinn fór fram í húsakynnum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í Mjódd í morgun. vísir/vilhelm Dregið var í handahófskennda bólusetningarröð árganga 1976 til 2005 klukkan tíu í morgun. Vísir var í beinu streymi frá drættinum. Konur fæddar árið 1985 voru síðastar upp úr pottinum þegar dregið var í röðina í bólusetningum á höfuðborgarsvæðinu næstu þrjár vikurnar. Gangi plön heilsugæslunnar eftir verða þær búnar að fá bóluefnasprautu í síðasta lagi föstudaginn 25. júní. Spennan var mikil meðal lesenda Vísis ef marka má áhorf á beina útsendingu frá drættinum. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, stýrði drættinum sem fyrr. Allir forgangshópar hafa nú fengið boð í bólusetningu og því komið að restinni, ef svo má segja. Fólk í árgöngum 1976 til 2005 sem til stendur að sprauta með bóluefni Pfizer, Moderna eða Janssen á næstu þremur vikum. Ragnheiður sagði markmiðið að gefa fólki fyrirsjáanleika á því hvenær það ætti von á boði. Fólk fær strikamerki í SMS-skilaboðum. Komist það ekki á boðaðan dag á fólkið að mæta næst þegar sama bóluefni verður notað. Fólk geti hins vegar ekki valið sér bóluefni. Bóluefni AstraZeneca er nú aðeins notað í seinni sprautu svo hóparnir að neðan eiga von á bóluefni Pfizer, Moderna eða Janssen. Að neðan má sjá hvernig árgangarnir og kynin skiptast næstu þrjár vikurnar. Fyrstu árgangarnir mega eiga von á því að fá boð fyrri hluta viku en þeir síðustu síðar í viðkomandi viku. Vikan 7.-11. júní 1979 karlar 1984 konur 1993 karlar 1978 konur 1992 karlar 1998 konur 1983 karlar 1986 konur 1984 karlar 2000 konur 2003 karlar 1981 konur 1977 karlar 1980 konur 1997 karlar 2004 konur 1985 karlar 1988 konur Vikan 14.- 18. júní 1976 karlar 1977 konur 2000 karlar 2001 konur 1988 karlar 2002 konur 1986 karlar 1993 konur 1994 karlar 1976 konur 2002 karlar 1979 konur 1981 karlar 1997 konur 2001 karlar 2003 konur 1996 karlar 1992 konur Vikan 21.-25. júní 1982 karlar 1989 konur 1991 karlar 1987 konur 1989 karlar 1994 konur 1980 karlar 1990 konur 1998 karlar 1995 konur 2004 karlar 1999 konur 1995 karlar 1991 konur 1990 karlar 1985 konur 2005 karlar og konur
Konur fæddar árið 1985 voru síðastar upp úr pottinum þegar dregið var í röðina í bólusetningum á höfuðborgarsvæðinu næstu þrjár vikurnar. Gangi plön heilsugæslunnar eftir verða þær búnar að fá bóluefnasprautu í síðasta lagi föstudaginn 25. júní. Spennan var mikil meðal lesenda Vísis ef marka má áhorf á beina útsendingu frá drættinum. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, stýrði drættinum sem fyrr. Allir forgangshópar hafa nú fengið boð í bólusetningu og því komið að restinni, ef svo má segja. Fólk í árgöngum 1976 til 2005 sem til stendur að sprauta með bóluefni Pfizer, Moderna eða Janssen á næstu þremur vikum. Ragnheiður sagði markmiðið að gefa fólki fyrirsjáanleika á því hvenær það ætti von á boði. Fólk fær strikamerki í SMS-skilaboðum. Komist það ekki á boðaðan dag á fólkið að mæta næst þegar sama bóluefni verður notað. Fólk geti hins vegar ekki valið sér bóluefni. Bóluefni AstraZeneca er nú aðeins notað í seinni sprautu svo hóparnir að neðan eiga von á bóluefni Pfizer, Moderna eða Janssen. Að neðan má sjá hvernig árgangarnir og kynin skiptast næstu þrjár vikurnar. Fyrstu árgangarnir mega eiga von á því að fá boð fyrri hluta viku en þeir síðustu síðar í viðkomandi viku. Vikan 7.-11. júní 1979 karlar 1984 konur 1993 karlar 1978 konur 1992 karlar 1998 konur 1983 karlar 1986 konur 1984 karlar 2000 konur 2003 karlar 1981 konur 1977 karlar 1980 konur 1997 karlar 2004 konur 1985 karlar 1988 konur Vikan 14.- 18. júní 1976 karlar 1977 konur 2000 karlar 2001 konur 1988 karlar 2002 konur 1986 karlar 1993 konur 1994 karlar 1976 konur 2002 karlar 1979 konur 1981 karlar 1997 konur 2001 karlar 2003 konur 1996 karlar 1992 konur Vikan 21.-25. júní 1982 karlar 1989 konur 1991 karlar 1987 konur 1989 karlar 1994 konur 1980 karlar 1990 konur 1998 karlar 1995 konur 2004 karlar 1999 konur 1995 karlar 1991 konur 1990 karlar 1985 konur 2005 karlar og konur
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Egill Þór er látinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira