Stjórnmálamenn ekki lengur undanþegnir banni við hatursorðræðu Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2021 15:43 Fram að þessu hafa stjórnmálamenn í reynd verið undanþegnir ýmsum notendaskilmálum Facebook sem sauðsvartur almúginn þarf að sæta. Vísir/EPA Samfélagsmiðlarisinn Facebook ætlar ekki lengur að líta fram hjá því ef stjórnmálamenn brjóta skilmála miðilsins sem banna hatursorðræðu. Fyrirtækið ætlar þó áfram að gera undantekningu ef ummæli stjórnmálamannanna þykja sérstaklega fréttnæm. Facebook og fleiri samfélagsmiðla hafa lengi legið undir gagnrýni fyrir að sýna hatursorðræðu og upplýsingafalsi of mikið langlundargeð. Þannig hefur Facebook lengi gert undanþágu fyrir stjórnmálamenn þegar kemur að banni við hatursorðræðu vegna þess að ummæli þeirra séu í eðli sínu fréttnæm. Nokkur breyting varð á þegar Facebook ákvað að setja Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, í ótímabundið bann eftir að hann nýtti miðilinn til þess að hvetja til árásar á bandaríska þinghúsið í janúar. Washington Post segir nú að Facebook ætli sér að hætta að vega mögulegt fréttnæmi ummæla stjórnmálamanna upp á móti skaðanum sem þau valda. Það ætli ekki að líta algerlega fram hjá því hvort að ummæli séu fréttnæm heldur birta opinberan fyrirvara ef það ákveður að leyfa ummælum sem stangast á við skilmála miðilsins að standa. Breytingin er sögð á meðal viðbragða stjórnenda Facebook við tillögum sérstaks eftirlitsráðs samfélagsmiðilsins. Sú nefnd fór yfir hvort að ákvörðun Facebook um að sparka Trump af miðlinum hefði verið réttmæt en vísaði því að lokum aftur til stjórnenda fyrirtækisins. Mælti nefndin jafnframt með því að Facebook ynni skýrslu um hlut sinn í árásinni á bandaríska þinghúsið og gerði breytingar á undanþágunni um hatursorðræðu þegar hún teldist fréttnæm. Facebook Samfélagsmiðlar Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Facebook og fleiri samfélagsmiðla hafa lengi legið undir gagnrýni fyrir að sýna hatursorðræðu og upplýsingafalsi of mikið langlundargeð. Þannig hefur Facebook lengi gert undanþágu fyrir stjórnmálamenn þegar kemur að banni við hatursorðræðu vegna þess að ummæli þeirra séu í eðli sínu fréttnæm. Nokkur breyting varð á þegar Facebook ákvað að setja Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseta, í ótímabundið bann eftir að hann nýtti miðilinn til þess að hvetja til árásar á bandaríska þinghúsið í janúar. Washington Post segir nú að Facebook ætli sér að hætta að vega mögulegt fréttnæmi ummæla stjórnmálamanna upp á móti skaðanum sem þau valda. Það ætli ekki að líta algerlega fram hjá því hvort að ummæli séu fréttnæm heldur birta opinberan fyrirvara ef það ákveður að leyfa ummælum sem stangast á við skilmála miðilsins að standa. Breytingin er sögð á meðal viðbragða stjórnenda Facebook við tillögum sérstaks eftirlitsráðs samfélagsmiðilsins. Sú nefnd fór yfir hvort að ákvörðun Facebook um að sparka Trump af miðlinum hefði verið réttmæt en vísaði því að lokum aftur til stjórnenda fyrirtækisins. Mælti nefndin jafnframt með því að Facebook ynni skýrslu um hlut sinn í árásinni á bandaríska þinghúsið og gerði breytingar á undanþágunni um hatursorðræðu þegar hún teldist fréttnæm.
Facebook Samfélagsmiðlar Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira