Facebook-aðgangur Trumps verður lokaður í tvö ár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. júní 2021 19:16 Donald Trump virðist ekki par sáttur við ákvörðun Facebook. EPA/MICHAEL REYNOLDS Facebook hefur ákveðið að loka Facebook- og Instagram-aðgöngum Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, í tvö ár. Aðgöngum hans á samfélagsmiðlunum var lokað í janúar vegna færslna sem hann birti um árásina á bandaríska þinghúsið. Eftirlitsnefnd Facebook (e. Facebook Oversight Board) gagnrýndi í síðasta mánuði að lokun aðganga forsetans fyrrverandi væri ekki bundin tíma. Hingað til hefur Facebook aðeins sagt að aðgangarnir verði lokaðir í óákveðinn tíma. Facebook segir að færslur Trumps hafi verið alvarlegt brot á reglum samfélagsmiðilsins. Trump hefur hins vegar lýst því yfir að lokunin sé „móðgun“ við þær milljónir sem kusu hann í forsetakosningunum í haust. Tveggja ára Facebook-bann Trumps mun gilda til 7. janúar 2023, en aðgöngum hans var lokað 7. janúar síðastliðinn. Þegar Trump fær að snúa aftur á miðilinn mun hann sæta ströngum reglum. Brjóti hann reglur Facebook mun hann sæta ströngum viðurlögum. Þetta er í takt við ákvörðun sem samfélagsmiðlarisinn tilkynnti í dag. Það er að hann hyggst ekki lengur að líta fram hjá því ef stjórnmálamenn brjóta skilmála miðilsins sem banna hatursorðræðu. Fyrirtækið ætlar þó áfram að gera undantekningu ef ummæli stjórnmálamannanna þykja sérstaklega fréttnæm. Trump virðist ekki par sáttur með úrskurð Facebook og sagði hann í yfirlýsingu í dag að úrskurðurinn sé „móðgun við þá 75 milljón kjósendur sem kusu okkur…“ „Þeir eiga ekki að komast upp með það að ritskoða og þagga niður í fólki, og í lokin, munum við vinna. Landið okkar getur ekki sætt þessu ofbeldi lengur!“ „Næst þegar ég er í Hvíta húsinu verða engin fleiri kvöldverðarboð, að beiðni hans, með Mark Zuckerberg og konunni hans,“ sagði forsetinn fyrrverandi. Donald Trump Bandaríkin Samfélagsmiðlar Facebook Tengdar fréttir Trump reiður yfir litlum vinsældum og lokar bloggsíðunni Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur lokað bloggsíðu sinni sem hann opnaði í síðasta mánuði. Hann er sagður hafa verið fúll yfir litlum vinsældum bloggsíðunnar sem bar nafnið „From the desk of Donald J. Trump“, eða „frá skrifborði Donald J. Trump“. 2. júní 2021 20:54 Trump áfram í banni á Facebook Eftirlitsnefnd Facebook staðfesti í dag bannið sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, var settur í á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram. 5. maí 2021 15:00 Fresta ákvörðun um endurkomu Trump á Facebook Eftirlitsnefnd Facebook hefur frestað ákvarðanatöku í máli er varðar samfélagsmiðla Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Aðgöngum forsetans fyrrverandi var lokað eftir árás stuðninsgmanna hans á bandaríska þingið í janúar. 17. apríl 2021 20:55 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Eftirlitsnefnd Facebook (e. Facebook Oversight Board) gagnrýndi í síðasta mánuði að lokun aðganga forsetans fyrrverandi væri ekki bundin tíma. Hingað til hefur Facebook aðeins sagt að aðgangarnir verði lokaðir í óákveðinn tíma. Facebook segir að færslur Trumps hafi verið alvarlegt brot á reglum samfélagsmiðilsins. Trump hefur hins vegar lýst því yfir að lokunin sé „móðgun“ við þær milljónir sem kusu hann í forsetakosningunum í haust. Tveggja ára Facebook-bann Trumps mun gilda til 7. janúar 2023, en aðgöngum hans var lokað 7. janúar síðastliðinn. Þegar Trump fær að snúa aftur á miðilinn mun hann sæta ströngum reglum. Brjóti hann reglur Facebook mun hann sæta ströngum viðurlögum. Þetta er í takt við ákvörðun sem samfélagsmiðlarisinn tilkynnti í dag. Það er að hann hyggst ekki lengur að líta fram hjá því ef stjórnmálamenn brjóta skilmála miðilsins sem banna hatursorðræðu. Fyrirtækið ætlar þó áfram að gera undantekningu ef ummæli stjórnmálamannanna þykja sérstaklega fréttnæm. Trump virðist ekki par sáttur með úrskurð Facebook og sagði hann í yfirlýsingu í dag að úrskurðurinn sé „móðgun við þá 75 milljón kjósendur sem kusu okkur…“ „Þeir eiga ekki að komast upp með það að ritskoða og þagga niður í fólki, og í lokin, munum við vinna. Landið okkar getur ekki sætt þessu ofbeldi lengur!“ „Næst þegar ég er í Hvíta húsinu verða engin fleiri kvöldverðarboð, að beiðni hans, með Mark Zuckerberg og konunni hans,“ sagði forsetinn fyrrverandi.
Donald Trump Bandaríkin Samfélagsmiðlar Facebook Tengdar fréttir Trump reiður yfir litlum vinsældum og lokar bloggsíðunni Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur lokað bloggsíðu sinni sem hann opnaði í síðasta mánuði. Hann er sagður hafa verið fúll yfir litlum vinsældum bloggsíðunnar sem bar nafnið „From the desk of Donald J. Trump“, eða „frá skrifborði Donald J. Trump“. 2. júní 2021 20:54 Trump áfram í banni á Facebook Eftirlitsnefnd Facebook staðfesti í dag bannið sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, var settur í á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram. 5. maí 2021 15:00 Fresta ákvörðun um endurkomu Trump á Facebook Eftirlitsnefnd Facebook hefur frestað ákvarðanatöku í máli er varðar samfélagsmiðla Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Aðgöngum forsetans fyrrverandi var lokað eftir árás stuðninsgmanna hans á bandaríska þingið í janúar. 17. apríl 2021 20:55 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Trump reiður yfir litlum vinsældum og lokar bloggsíðunni Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur lokað bloggsíðu sinni sem hann opnaði í síðasta mánuði. Hann er sagður hafa verið fúll yfir litlum vinsældum bloggsíðunnar sem bar nafnið „From the desk of Donald J. Trump“, eða „frá skrifborði Donald J. Trump“. 2. júní 2021 20:54
Trump áfram í banni á Facebook Eftirlitsnefnd Facebook staðfesti í dag bannið sem Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, var settur í á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram. 5. maí 2021 15:00
Fresta ákvörðun um endurkomu Trump á Facebook Eftirlitsnefnd Facebook hefur frestað ákvarðanatöku í máli er varðar samfélagsmiðla Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Aðgöngum forsetans fyrrverandi var lokað eftir árás stuðninsgmanna hans á bandaríska þingið í janúar. 17. apríl 2021 20:55