Minningarathafnir um mótmælin á Torgi hins himneska friðar bannaðar annað árið í röð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. júní 2021 20:47 Lögreglan í Hong Kong stöðvaði fólk sem reyndi að fara inn í Viktoríugarð til þess að minnast mótmælanna á Torgi hins himneska friðar. Getty/Anthony Kwan Yfirvöld í Hong Kong hafa bannað minningarathafnir um mótmælin á Torgi hins himneska friðar annað árið í röð. Íbúar í Hong Kong hafa ár hvert minnst blóðbaðsins á torginu en fjöldasamkomur voru bannaðar í fyrra sökum kórónuveirufaraldursins. Það sama er uppi á teningunum í ár. Eins og staðan er í dag eru Hong Kong og Makaó einu svæðin á kínversku yfirráðasvæði þar sem heimilt er að halda minningarathöfn um mótmælin árið 1989. Mótmælin voru kæfð niður eftir að Li Peng, forseti alþýðulýðveldisins lýsti yfir herlögum. Talið er að allt að mörg þúsund stúdentar hafi látist í mótmælunum en sú tala hefur aldrei verið staðfest. Á meginlandi Kína hafa yfirvöld bannað jafnvel hinar minnstu tilvitnanir í atburðinn þann 4. júní 1989 en mótmælin höfðu staðið yfir í margar vikur áður en þau voru stöðvuð með miklum blóðsúthellingum. Viktoríugarði var lokað af lögreglunni í dag en minningarathöfn um atburðina er haldin þar árlega. Lögreglan vísaði þá hópum fólks, sem ætlaði inn í garðinn og var búið að kveikja á kertum, frá. Auk þess að vera annað árið sem minningarathafnir um atburðinn eru stöðvaðar er þetta fyrsta árið sem afmæli atburðarins ber að garði og umdeild öryggislög eru í gildi í Hong Kong. Lögunum, sem miða að því að stöðva lýðræðishreyfingu Hong Kong, var komið á fyrir tilstilli yfirvalda í Peking. Vegna þessara nýju laga var aðgerðasinninn Chow Hang Tung, sem hefur skipulagt minningarathöfnina um atburðina á Torginu í nokkur ár, handtekinn í dag. Vegna laganna er jafnframt talið að færri hafi þorað að minnast atburðanna, en lögin gera lögreglu kleift að handtaka hvern þann sem gerir eitthvað sem hægt er að túlka sem andstöðu við yfirvöld í Peking. Aðgerðasinnar hvöttu fólk í dag til þess að kveikja á kertum, ljósum heima hjá sér og jafnvel sígarettum klukkan 20 að staðartíma til þess að minnast atburðanna en lögregla varaði fólk við því og minnti íbúa á að þeir þyrftu að fylgja lögum, annars ættu þeir yfir höfði sér handtöku. Hong Kong Kína Tengdar fréttir 4. júní 1989 – Torg hins himneska friðar þrjátíu árum seinna Í dag eru 30 ár liðin frá því að harðlínuöfl í kínverska kommúnistaflokknum siguðu hernum á námsmenn og borgarbúa á og í nágrenni við Torg hins himneska friðar í Beijing. 4. júní 2019 21:00 Leiðtogi aðgerðasinna handtekinn í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong handtók í nótt Chow Hang Tung, einn af leiðtogum andófsmanna þar í borg. 4. júní 2021 07:04 Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Sjá meira
Eins og staðan er í dag eru Hong Kong og Makaó einu svæðin á kínversku yfirráðasvæði þar sem heimilt er að halda minningarathöfn um mótmælin árið 1989. Mótmælin voru kæfð niður eftir að Li Peng, forseti alþýðulýðveldisins lýsti yfir herlögum. Talið er að allt að mörg þúsund stúdentar hafi látist í mótmælunum en sú tala hefur aldrei verið staðfest. Á meginlandi Kína hafa yfirvöld bannað jafnvel hinar minnstu tilvitnanir í atburðinn þann 4. júní 1989 en mótmælin höfðu staðið yfir í margar vikur áður en þau voru stöðvuð með miklum blóðsúthellingum. Viktoríugarði var lokað af lögreglunni í dag en minningarathöfn um atburðina er haldin þar árlega. Lögreglan vísaði þá hópum fólks, sem ætlaði inn í garðinn og var búið að kveikja á kertum, frá. Auk þess að vera annað árið sem minningarathafnir um atburðinn eru stöðvaðar er þetta fyrsta árið sem afmæli atburðarins ber að garði og umdeild öryggislög eru í gildi í Hong Kong. Lögunum, sem miða að því að stöðva lýðræðishreyfingu Hong Kong, var komið á fyrir tilstilli yfirvalda í Peking. Vegna þessara nýju laga var aðgerðasinninn Chow Hang Tung, sem hefur skipulagt minningarathöfnina um atburðina á Torginu í nokkur ár, handtekinn í dag. Vegna laganna er jafnframt talið að færri hafi þorað að minnast atburðanna, en lögin gera lögreglu kleift að handtaka hvern þann sem gerir eitthvað sem hægt er að túlka sem andstöðu við yfirvöld í Peking. Aðgerðasinnar hvöttu fólk í dag til þess að kveikja á kertum, ljósum heima hjá sér og jafnvel sígarettum klukkan 20 að staðartíma til þess að minnast atburðanna en lögregla varaði fólk við því og minnti íbúa á að þeir þyrftu að fylgja lögum, annars ættu þeir yfir höfði sér handtöku.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir 4. júní 1989 – Torg hins himneska friðar þrjátíu árum seinna Í dag eru 30 ár liðin frá því að harðlínuöfl í kínverska kommúnistaflokknum siguðu hernum á námsmenn og borgarbúa á og í nágrenni við Torg hins himneska friðar í Beijing. 4. júní 2019 21:00 Leiðtogi aðgerðasinna handtekinn í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong handtók í nótt Chow Hang Tung, einn af leiðtogum andófsmanna þar í borg. 4. júní 2021 07:04 Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Sjá meira
4. júní 1989 – Torg hins himneska friðar þrjátíu árum seinna Í dag eru 30 ár liðin frá því að harðlínuöfl í kínverska kommúnistaflokknum siguðu hernum á námsmenn og borgarbúa á og í nágrenni við Torg hins himneska friðar í Beijing. 4. júní 2019 21:00
Leiðtogi aðgerðasinna handtekinn í Hong Kong Lögreglan í Hong Kong handtók í nótt Chow Hang Tung, einn af leiðtogum andófsmanna þar í borg. 4. júní 2021 07:04