Sjáðu stórkostlegt stökk Helga Laxdal á Stjörnudegi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. júní 2021 23:30 Stjarnan kom sá og sigraði. Fimleikasamband Íslands Íslandsmótið í hópfimleikum fór fram í Fimleikahúsi Akraness í dag. Lið Stjörnunnar sigraði mótið með yfirburðum bæði í kvenna- og karlaflokki, urðu bæði lið Íslandsmeistarar á öllum áhöldum. Helgi Laxdal stal samt fyrirsögnunum með ótrúlegu stökki sínu. Frábær tilþrif útfærsla Helga Laxdal á dýnu vakti mikla athygli. Gerði hann framumferð með tvöföldu heljarstökki og tveimur og hálfri skrúfu og þar með varð hann fyrstur í heiminum til þess að framkvæma og lenda þetta stökk í keppni. Sjá má þessi mögnuðu tilþrif í myndbandinu hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Fimleikasamband I slands (@icelandic_gymnastics) Valgerður Sigfinnsdóttir er í fantaformi og sýndi sitt þrefalda heljarstökk með hálfri skrúfu í annað sinn á tveimur vikum en hún var fyrst kvenna til að framkvæma þetta stökk á Íslandi á Bikarmótinu. Í kvennaflokki var það lið Stjörnunnar sem sigraði með 59.150 stig. Stjarnan var yfirburða lið í ár og vann einnig Íslandsmeistaratitla á öllum áhöldum. Í öðru sæti var lið Gerplu með 56.800 stig, í því þriðja var lið Stjörnunnar 2 með 48.450 stig. Sigurlið Stjörnunnar.Fimleikasamband Íslands Í karlaflokki var það lið Stjörnunnar 1 sem varð hlutskarpast með 54.700 stig en liðið sýndi frábærar æfingar og má líkja trampólínæfingum liðsins við flugeldasýningu. Lið Stjörnunnar 1 sigraði einnig Íslandsmeistaratitil á öllum áhöldum líkt og kvennalið Stjörnunnar. Lið Stjörnunnar 2 var í öðru sæti með 44.300 stig. Stjörnustrákarnir fetuðu í sömu spor og stúlkurnar.Fimleikasamband Íslands Einnig var keppt í 1. flokki kvenna. Þar var það lið Gerplu sem stóð uppi sem sigurvegari með 50.350 stig. Liðið vann einnig sigur í gólfæfingum með 20.600 stig og á trampólíni með 14.700 stig. Í öðru sæti var lið Stjörnunnar með 48.700 stig, en lið Stjörnunnar sigraði í æfingum á dýnu með 15.200 stig. Í þriðja sæti voru núverandi bikarmeistarar Selfoss, en þær fengu alls 45.550 stig. Lið Gerplu.Fimleikasamband Íslands Hér má lesa nánar um mótið. Fimleikar Stjarnan Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Í beinni: Real Madrid - Sevilla | Snúin hindrun fyrir meistarana Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Sjá meira
Frábær tilþrif útfærsla Helga Laxdal á dýnu vakti mikla athygli. Gerði hann framumferð með tvöföldu heljarstökki og tveimur og hálfri skrúfu og þar með varð hann fyrstur í heiminum til þess að framkvæma og lenda þetta stökk í keppni. Sjá má þessi mögnuðu tilþrif í myndbandinu hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Fimleikasamband I slands (@icelandic_gymnastics) Valgerður Sigfinnsdóttir er í fantaformi og sýndi sitt þrefalda heljarstökk með hálfri skrúfu í annað sinn á tveimur vikum en hún var fyrst kvenna til að framkvæma þetta stökk á Íslandi á Bikarmótinu. Í kvennaflokki var það lið Stjörnunnar sem sigraði með 59.150 stig. Stjarnan var yfirburða lið í ár og vann einnig Íslandsmeistaratitla á öllum áhöldum. Í öðru sæti var lið Gerplu með 56.800 stig, í því þriðja var lið Stjörnunnar 2 með 48.450 stig. Sigurlið Stjörnunnar.Fimleikasamband Íslands Í karlaflokki var það lið Stjörnunnar 1 sem varð hlutskarpast með 54.700 stig en liðið sýndi frábærar æfingar og má líkja trampólínæfingum liðsins við flugeldasýningu. Lið Stjörnunnar 1 sigraði einnig Íslandsmeistaratitil á öllum áhöldum líkt og kvennalið Stjörnunnar. Lið Stjörnunnar 2 var í öðru sæti með 44.300 stig. Stjörnustrákarnir fetuðu í sömu spor og stúlkurnar.Fimleikasamband Íslands Einnig var keppt í 1. flokki kvenna. Þar var það lið Gerplu sem stóð uppi sem sigurvegari með 50.350 stig. Liðið vann einnig sigur í gólfæfingum með 20.600 stig og á trampólíni með 14.700 stig. Í öðru sæti var lið Stjörnunnar með 48.700 stig, en lið Stjörnunnar sigraði í æfingum á dýnu með 15.200 stig. Í þriðja sæti voru núverandi bikarmeistarar Selfoss, en þær fengu alls 45.550 stig. Lið Gerplu.Fimleikasamband Íslands Hér má lesa nánar um mótið.
Fimleikar Stjarnan Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Í beinni: Real Madrid - Sevilla | Snúin hindrun fyrir meistarana Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Sjá meira