Innlent

Þrír smitaðir en allir í sóttkví

Kjartan Kjartansson og Kristín Ólafsdóttir skrifa
Nokkrir einstaklingar hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni daglega undanfarið.
Nokkrir einstaklingar hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni daglega undanfarið. Vísir/Vilhelm

Allir þeir þrír sem greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær voru í sóttkví. Sjö manns bíða mótefnamælingar eftir komuna til landsins samkvæmt upplýsingum almannavarna.

Mikið var að gera hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins síðasta sólarhringinn en þá voru fjörutíu sjúkraflutningar sem tengjast hópsýkingu kórónuveirunnar á höfuðborgarsvæðinu sem greint var frá í gær.

Sjö greindust með kórónuveiruna innanlands í fyrradag og voru allir utan sóttkvíar. Um er að ræða hópsmit hjá hælisleitendum á höfuðborgarsvæðinu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í gær að einhver smitanna kynnu að vera gömul en öruggt væri að fjögur eða fimm væru nú. Smit í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði gæti tengst málinu.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×