Lífið

Búi Steinn vann stærsta utanvegahlaup Íslands

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Búi Steinn hljóp í tæpan sólarhring.
Búi Steinn hljóp í tæpan sólarhring.

Búi Steinn Kárason kom fyrstur í mark í 160 kílómetra utanvegahlaupinu Hengill Ultra Trail. Hlaupið var ræst klukkan tvö í gær og kláraði Búi á tímanum 23:50:40.

Hengill Ultra Trail er stærsta utanvegahlaup Íslands og er hluti af víkingamótaröð. Hlaupið var nú haldið í tíunda sinn og voru alls 1300 keppendur skráðir til leiks. Sex vegalengdir voru í boði og var 160 kílómetra hlaupið það allra lengsta, en tuttugu hlauparar lögðu af stað í þá vegalengd í gær.

Hlaupið var haldið í Hveragerði og var lagt af stað frá Skyrgerðinni. Keppendur lengstu vegalengdanna hlupu síðan að Hengli og yfir fjallgarðinn, þaðan sem keppnin dregur nafn sitt. Mikil stemming hefur myndast í Hveragerði í kringum hlaupið, þar sem áhorfendur láta vel í sér heyrast.

Búi Steinn lagði af stað klukkan tvö í gær og hljóp því í tæpan sólarhring. Hann er enginn nýgræðingur í hlaupum, en hann vann 100 kílómetra hlaup í Hengli Ultra árið 2019. Þá hefur hann einnig tekið þátt í maraþoni New York borgar, þar sem hann kláraði maraþon á undir þremur tímum.


Tengdar fréttir

1300 manns keppa í utanvegahlaupi um Hengilsvæðið

Keppendur í 161 kílómetra flokki á Salomon Hengil Ultra voru ræstir út klukkan 14 í dag. Sextán keppa í 161 kílómetraflokknum en alls verða keppendur um helgina í kringum 1300 sem er met í utanvegahlaupi hér á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.