Innlent

Fá greiddan launa­auka en enga yfir­­vinnu

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Í stað yfirvinnu hafa Alma og Þórólfur fengið greiddan launaauk.
Í stað yfirvinnu hafa Alma og Þórólfur fengið greiddan launaauk. vísir/vilhelm

Alma Möller land­læknir og Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir hafa fengið greidda launa­auka vegna á­lags í heims­far­aldrinum upp á sam­tals tæpa fimm og hálfa milljón. Víðir Reynis­son og Rögn­valdur Ólafs­son hjá al­manna­vörnum hafa unnið rúma 2.500 yfir­vinnu­tíma samanlagt síðustu fimmtán mánuðum.

Hvorki Alma né Þór­ólfur fá greidda yfir­vinnu því þau eru bæði með fast­launa­samning. Í staðin hafa þau fengið greidda launa­auka vegna mikils á­lags í starfi síðustu mánuði en í kvöld­fréttum RÚV kom fram að þrí­eykið svo­kallaða hefði verið í að minnsta kosti 150 prósent vinnu frá því að far­aldurinn hófst.

Alma fékk greiddan launa­auka sem nam 10 prósentum af mánaðar­launum hennar að meðal­tali síðustu fimm­tán mánuði. Það eru um 170 þúsund krónur á mánuði eða sam­tals 2.551.500 krónur.

Þór­ólfur fékk þá greiddan launa­auka sem nam 12 prósentum af mánaðar­launum hans að meðal­tali síðustu fimm­tán mánuði. Sam­tals fékk hann 2.839.902 krónur eða tæp 190 þúsund á mánuði.

1.400 klukkutímar yfir fasta yfirvinnu

Víðir Reynis­son, yfir­lög­reglu­þjónn hjá al­manna­vörnum, og Rögn­valdur Ólafs­son að­stoðar­yfir­lög­reglu­þjónn fá hins vegar greidda yfir­vinnu. Mánaðar­laun Víðis eru tæp­lega 830 þúsund krónur en Rögn­valdur er með tæp­lega 790 þúsund krónur á mánuði. Inni í þeirri tölu er föst yfir­vinna.

1.400 klukkutímar, sem Víðir og Rögnvaldur hafa unnið yfir fasta yfirvinnu, jafngilda 175 átta stunda vinnudögum.vísir/vilhelm

Þeir hafa þó báðir unnið lang yfir fasta yfirvinnu sina á síðustu mánuðum eða sam­tals um fjór­tán hundruð stundir. Það eru 175 átta stunda vinnudagar.

Á síðustu fimm­tán mánuðum vann Víðir 1.340 yfir­vinnu­tíma en Rögn­valdur 1.189.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×