Sport

Dag­skráin í dag: Toppslagur í fót­boltanum og Kefla­vík getur tryggt sér sæti í úr­slitum í körfunni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
KR-ingar verða að vinna í kvöld ætli þeir sér ekki í sumarfrí.
KR-ingar verða að vinna í kvöld ætli þeir sér ekki í sumarfrí. Vísir/Bára

Talandi um að byrja vikuna með látum. Það eru hörkuleikir framundan á Stöð 2 Sport í dag og kvöld.

Stöð 2 Sport

Klukkan 19.45 hefst upphitun fyrir leik Keflavíkur og KR í undanúrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta. Keflavík er 2-0 yfir og tryggir sér sæti í úrslitum með sigri.

Körfuboltakvöld er á dagskrá klukkan 22.00 þar sem farið verður yfir leik kvöldsins.

Stöð 2 Sport 2

Þýskaland tekur á móti Lettlandi í vináttulandsleik. Er þetta síðasti leikur Þjóðverja fyrir EM sem hefst 11. júni.

Stöð 2 Sport 3

Barcelona tekur á móti Tenerife í undanúrslitum spænsku úrslitakeppninnar í körfubolta. Martin Hermannsson og félagar í Valencia eru 1-0 undir gegn deildarmeisturum Real Madrid í hinni undanúrslitaviðureigninni.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 19.30 hefst upphitun fyrir stórleik kvöldsins í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu. Toppslagur Vals og Víkings hefst svo klukkan 20.00. Að leik loknum, klukkan 22.00, er Stúkan á dagskrá.

Stöð 2 Golf

Porche European Open-mótið heldur áfram klukkan 07.30. Það er hluti af Evrópumótaröðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×