Erlent

Að minnsta kosti 30 látnir eftir lestarslys í Pakistan

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hermenn, viðbragðsaðilar og íbúar hjálpuðust að við að bjarga farþegum.
Hermenn, viðbragðsaðilar og íbúar hjálpuðust að við að bjarga farþegum. AP

Tvær farþegalestir skullu saman í morgun í suðurhluta Pakistans og fórust þrjátíu hið minnsta í slysinu. Tugir til viðbótar eru slasaðir og er óttast að tala látinna eigi eftir að hækka.

Yfirvöld segja að önnur lestin hafi farið út af spori sínu og yfir spor hinnar sem kom úr gagnstæðri átt. Seinni lestin skall svo á þeirri sem fyrir var á teinunum af miklu afli þannig að hún fór á hliðina. 

Átta lestarvagnar eyðilögðust í árekstrinum og er enn unnið að björgunarstörfum á vettvangi. 

Imran Khan forsætisráðherra Pakistana segist sleginn yfir atvikinu og hann lofar ítarlegri rannsókn á lestarkerfinu í Pakistan og öryggismálum því tengdu. 

Lestarslys eru algeng í landinu og dauðsföll oft mörg sökum þess hve yfirfullar lestarnar eru oft og tíðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×