Efast um að sögulegt skattasamkomulag nái til Amazon Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. júní 2021 07:57 Enn á eftir að útfæra samkomulagið. epa/Friedemann Vogel Sérfræðingar hafa áhyggjur af því að netsölurisinn Amazon muni komast hjá því að greiða umtalsvert hærri skatta á helstu viðskipasvæðum sínum ef sögulegt samkomulag leiðtoga G7-ríkjanna stendur óbreytt. Samkomulagið miðar að því að þvinga stórfyrirtæki á borð við Apple, Microsoft, Google og Facebook til að greiða meiri skatt. Það byggir á tveimur stoðum; önnur snýst um að fyrirtækin greiði ákveðna prósentu af hagnaði á mörkuðum þar sem umsvif þeirra eru veruleg þrátt fyrir lágmarks yfirbyggingu en hin snýst um fordæmalausan alþjóðlegan lágmarksskatt. Samkvæmt Guardian benda vinnugögn þó til þess að fyrrnefnda stoðin nái eingöngu til þeirra stórfyrirtækja þar sem hagnaðarhlutfallið er yfir 10 prósent, það er hagnaður sem hlutfall af veltu. Þetta segja sérfræðingar geta gert það að verkum að samkomulagið muni ekki ná til Amazon, þar sem hagnaðarhlutfall fyrirtækisins var 6,3 prósent árið 2020, meðal annars vegna þess að fyrirtækið leggur mikla áherslu á endurfjárfestingar og að auka markaðshlutdeild sína. Guardian hefur eftir Richard Murphy, gestaprófessor við Sheffield University, að hagnaðarhlutfallsviðmiðið væri óheppilegt vegna þess hve viðskiptamódel fyrirtækja væru fjölbreytileg. Þá sagði hann að núverandi nálgun á það hvernig hagnaður væri reiknaður út fyrir hvert ríki fyrir sig biði upp á að leikið væri á kerfið. „Þetta gætu reynst falsvonir þangað til að þeir ná að útfæra þetta á réttan hátt,“ sagði hann um samkomulagið. Paul Monaghan, framkvæmdastjóri Fair Tex Foundation, segir að svo virðist sem Amazon hafi ekki „náðst“ að þessu sinni. „Ef það eru fleiri útfærsluatriði sem fela í sér að þetta nái til Amazon þá er það frábært, en það virðist ekki vera enn sem komið er.“ Janet Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist hins vegar á laugardaginn telja að samkomulagið ætti að ná til Facebook og Amazon. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian. Amazon Skattar og tollar Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Sjá meira
Samkomulagið miðar að því að þvinga stórfyrirtæki á borð við Apple, Microsoft, Google og Facebook til að greiða meiri skatt. Það byggir á tveimur stoðum; önnur snýst um að fyrirtækin greiði ákveðna prósentu af hagnaði á mörkuðum þar sem umsvif þeirra eru veruleg þrátt fyrir lágmarks yfirbyggingu en hin snýst um fordæmalausan alþjóðlegan lágmarksskatt. Samkvæmt Guardian benda vinnugögn þó til þess að fyrrnefnda stoðin nái eingöngu til þeirra stórfyrirtækja þar sem hagnaðarhlutfallið er yfir 10 prósent, það er hagnaður sem hlutfall af veltu. Þetta segja sérfræðingar geta gert það að verkum að samkomulagið muni ekki ná til Amazon, þar sem hagnaðarhlutfall fyrirtækisins var 6,3 prósent árið 2020, meðal annars vegna þess að fyrirtækið leggur mikla áherslu á endurfjárfestingar og að auka markaðshlutdeild sína. Guardian hefur eftir Richard Murphy, gestaprófessor við Sheffield University, að hagnaðarhlutfallsviðmiðið væri óheppilegt vegna þess hve viðskiptamódel fyrirtækja væru fjölbreytileg. Þá sagði hann að núverandi nálgun á það hvernig hagnaður væri reiknaður út fyrir hvert ríki fyrir sig biði upp á að leikið væri á kerfið. „Þetta gætu reynst falsvonir þangað til að þeir ná að útfæra þetta á réttan hátt,“ sagði hann um samkomulagið. Paul Monaghan, framkvæmdastjóri Fair Tex Foundation, segir að svo virðist sem Amazon hafi ekki „náðst“ að þessu sinni. „Ef það eru fleiri útfærsluatriði sem fela í sér að þetta nái til Amazon þá er það frábært, en það virðist ekki vera enn sem komið er.“ Janet Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist hins vegar á laugardaginn telja að samkomulagið ætti að ná til Facebook og Amazon. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.
Amazon Skattar og tollar Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Sjá meira