Rússar reiðir vegna nýs landsliðsbúnings Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. júní 2021 10:36 Úkraína á landsliðstreyju úkraínska landsliðsins. Rússnesk yfirvöld hafa brugðist harkalega við nýrri landsliðstreyju úkraínskra karlaliðsins í knattspyrnu. Treyjan sýnir útlínur landsins, þar á meðal Krímskaga sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014. Nýr landsliðsbúningur var kynntur til sögunnar á Facebook-aðgangi forseta úkraínska knattspyrnusambandsins í gær. „Við teljum að útlínur Úkraínu muni veita leikmönnunum styrk, því þeir munu berjast fyrir alla Úkraínu,“ sagði Andrii Pavelko á Facebook. „Og öll Úkraína, frá Sevastopol og Simferopol til Kíev, frá Donetzk og Lugansk til Uzhgorod, mun styðja þá í hverjum leik.“ Sevastopol og Simferopol eru á Krímskaga, þar sem Rússar ráða nú völdum, og Donetsk og Lugansk eru undir stjórn bardagamanna sem njóta stuðnings rússneskra stjórnvalda. Framan á treyjunni eru landamæri Úkraínu dregin í hvítu en aftan á henni er að finna slagorðið „Dýrð sé Úkraínu!“ og innan á „Dýrð sé hetjunum!“ Rússneska fréttastofan RIA hefur eftir talsmanni rússneska þingsins að hönnun treyjunnar sé „pólitísk ögrun“ og ólögmæt, þar sem kortið sýni rússneskt landsvæði. Þá sagði talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins að slagorðin væru endurómur nasískra barátturhrópa. Bandaríska sendiráðið í Kíev hefur hins vegar lýst velþóknun sinni á samfélagsmiðlum: 🇺🇦 Нам подобається нова форма. Слава Україні! #КримЦеУкраїна🇺🇸 Love the new look. Glory to Ukraine! #CrimeaisUkraine pic.twitter.com/a6SOgsTvlz— U.S. Embassy Kyiv (@USEmbassyKyiv) June 7, 2021 Evrópumótið í knattspyrnu stendur nú fyrir dyrum og munu nokkrir leikir fara fram á Krestovsky-leikvellinum í St. Pétursborg. Eins og sakir standa er ekki útlit fyrir að úkraínska liðið leiki í Rússlandi né á móti Rússum. Úkraína Rússland EM 2020 í fótbolta Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Nýr landsliðsbúningur var kynntur til sögunnar á Facebook-aðgangi forseta úkraínska knattspyrnusambandsins í gær. „Við teljum að útlínur Úkraínu muni veita leikmönnunum styrk, því þeir munu berjast fyrir alla Úkraínu,“ sagði Andrii Pavelko á Facebook. „Og öll Úkraína, frá Sevastopol og Simferopol til Kíev, frá Donetzk og Lugansk til Uzhgorod, mun styðja þá í hverjum leik.“ Sevastopol og Simferopol eru á Krímskaga, þar sem Rússar ráða nú völdum, og Donetsk og Lugansk eru undir stjórn bardagamanna sem njóta stuðnings rússneskra stjórnvalda. Framan á treyjunni eru landamæri Úkraínu dregin í hvítu en aftan á henni er að finna slagorðið „Dýrð sé Úkraínu!“ og innan á „Dýrð sé hetjunum!“ Rússneska fréttastofan RIA hefur eftir talsmanni rússneska þingsins að hönnun treyjunnar sé „pólitísk ögrun“ og ólögmæt, þar sem kortið sýni rússneskt landsvæði. Þá sagði talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins að slagorðin væru endurómur nasískra barátturhrópa. Bandaríska sendiráðið í Kíev hefur hins vegar lýst velþóknun sinni á samfélagsmiðlum: 🇺🇦 Нам подобається нова форма. Слава Україні! #КримЦеУкраїна🇺🇸 Love the new look. Glory to Ukraine! #CrimeaisUkraine pic.twitter.com/a6SOgsTvlz— U.S. Embassy Kyiv (@USEmbassyKyiv) June 7, 2021 Evrópumótið í knattspyrnu stendur nú fyrir dyrum og munu nokkrir leikir fara fram á Krestovsky-leikvellinum í St. Pétursborg. Eins og sakir standa er ekki útlit fyrir að úkraínska liðið leiki í Rússlandi né á móti Rússum.
Úkraína Rússland EM 2020 í fótbolta Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira