Hafþór Logi fékk leyfi hjá Hæstarétti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. júní 2021 16:24 Hafþór Logi (til vinstri) ásamt Sindra Þór Stefánssyni (til hægri) og Viktori Inga Sigurðssyni í Amsterdam vorið 2018. Hafþór birti þessa mynd á Instagram á meðan lögregla leitaði Sindra sem hafði strokið frá fangelsinu að Sogni. Hafþór Logi hlaut tuttugu mánaða dóm í Bitcoin-málinu svokallaða og Sindri tæplega fimm ára dóm. Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Hafþórs Loga Hlynssonar sem sakfelldur var fyrir peningaþvætti í Landsrétti í janúar. Ríkissaksóknari var samþykkur áfrýjunarbeiðninni og taldi Hæstiréttur að úrlausn um beitingu tiltölulega nýrra lag gæti haft verulega almenna þýðingu. Hafþór var í janúar dæmdur í tuttugu mánaða fangelsi fyrir peningaþvætti í janúar. Hann hafði áður hlotið eins árs fangelsi í héraðsdómi. Honum var gefið að sök að hafa aflað sér rúmlega átta milljóna króna með refsiverðum brotum. Brotin voru ekki tilgreind í ákæru en vísað til skattskýrslu Hafþórs og sambýliskonu hans til að renna stoðum undir að peningarnir væru illa fengnir. Við húsleit á dvalarstað Hafþórs Loga, 300 fermetra einbýlishúsi í Kórahverfinu í Kópavogi, fundust rúmlega 2,5 milljónir króna af fyrrnefndum átta milljónum sem ákært var fyrir. Þar af var tæp hálf milljón í rassvasa Hafþórs, tæp 1,4 milljón króna undir rúmdýnu í herbergi hans og 700 þúsund krónur í leynihólfi bak við eldhúsinnréttingu. Þá keypti Hafþór Teslu á 5,6 milljónir króna. Skýringar Hafþórs á fjármunum þóttu ekki trúverðugar. Misræmi var í útstreymi fjár af reikningum hans og skráðum tekjum. Taldi Landsréttur hafið yfir skynsamlegan vafa að hann hefði aflað sér ávinnings með refsiverðum brotum. Hafþór hafði áður meðal annars verið sakfelldur í tveimur sakamálum á árunum 2017 og 2018 sem lutu meðal annars að fíkniefnalagabrotum og innflutningi fíkniefna til söludreifingar. Við ákvörðun refsingar leit Landsréttur til þess að brot hans voru hegningarauki við þrjá eldri dóma og var einn þeirra skilorðsdómur sem var tekinn upp og dæmdur með málinu. Í áfrýjunarbeiðni verjanda Hafþórs til Hæstaréttar kom fram að málið hefði fordæmisgildi og að úrlausn hefði almenna þýðingu um sönnun bæði hvað varði hina ætluðu refsiverðu háttsemi Hafþórs og einnig um upptökuátt málsins. Í fyrsta skipti hafi fyrir áfrýjunardómstóli, þ.e. Landsrétti, reynt á sakargiftir um ætlað sjálfþætti án þess að nokkuð væri vitað um brotin sem Hafþór átti að hafa framið. Ríkissaksóknari lagðist ekki gegn beiðninni en hafnaði röksemdum verjandans þess efnis að dómur Landsréttar væri haldinn verulegum annmörkum vegna túlkunar laga eða mats á sönnunargögnum. Hæstiréttur féllst á áfrýjunarbeiðnina. Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Hafþór var í janúar dæmdur í tuttugu mánaða fangelsi fyrir peningaþvætti í janúar. Hann hafði áður hlotið eins árs fangelsi í héraðsdómi. Honum var gefið að sök að hafa aflað sér rúmlega átta milljóna króna með refsiverðum brotum. Brotin voru ekki tilgreind í ákæru en vísað til skattskýrslu Hafþórs og sambýliskonu hans til að renna stoðum undir að peningarnir væru illa fengnir. Við húsleit á dvalarstað Hafþórs Loga, 300 fermetra einbýlishúsi í Kórahverfinu í Kópavogi, fundust rúmlega 2,5 milljónir króna af fyrrnefndum átta milljónum sem ákært var fyrir. Þar af var tæp hálf milljón í rassvasa Hafþórs, tæp 1,4 milljón króna undir rúmdýnu í herbergi hans og 700 þúsund krónur í leynihólfi bak við eldhúsinnréttingu. Þá keypti Hafþór Teslu á 5,6 milljónir króna. Skýringar Hafþórs á fjármunum þóttu ekki trúverðugar. Misræmi var í útstreymi fjár af reikningum hans og skráðum tekjum. Taldi Landsréttur hafið yfir skynsamlegan vafa að hann hefði aflað sér ávinnings með refsiverðum brotum. Hafþór hafði áður meðal annars verið sakfelldur í tveimur sakamálum á árunum 2017 og 2018 sem lutu meðal annars að fíkniefnalagabrotum og innflutningi fíkniefna til söludreifingar. Við ákvörðun refsingar leit Landsréttur til þess að brot hans voru hegningarauki við þrjá eldri dóma og var einn þeirra skilorðsdómur sem var tekinn upp og dæmdur með málinu. Í áfrýjunarbeiðni verjanda Hafþórs til Hæstaréttar kom fram að málið hefði fordæmisgildi og að úrlausn hefði almenna þýðingu um sönnun bæði hvað varði hina ætluðu refsiverðu háttsemi Hafþórs og einnig um upptökuátt málsins. Í fyrsta skipti hafi fyrir áfrýjunardómstóli, þ.e. Landsrétti, reynt á sakargiftir um ætlað sjálfþætti án þess að nokkuð væri vitað um brotin sem Hafþór átti að hafa framið. Ríkissaksóknari lagðist ekki gegn beiðninni en hafnaði röksemdum verjandans þess efnis að dómur Landsréttar væri haldinn verulegum annmörkum vegna túlkunar laga eða mats á sönnunargögnum. Hæstiréttur féllst á áfrýjunarbeiðnina.
Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira