Tæpur fjórðungur á þunglyndis-og eða róandi lyfjum, kostnaður tvöfaldast Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. júní 2021 19:01 Tæplega fjórðungur fullorðinna Íslendinga fékk þunglyndis- og eða kvíðalyf á síðasta ári. Það er mun hærra hlutfall en í nágrannalöndum okkar. Konur eru tvöfalt líklegri en karlar til að fá slík lyf og eldri borgarar eru hlutfallslega fjölmennasti aldurshópurinn. Alls fengu 67.500 manns ávísað þunglyndis-og eða róandi og kvíðalyf hér á landi á síðasta ári samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu. Um þrjúþúsund og fimm hundruð börn fengu slík lyf. Inn í þessum tölum eru ekki lyf sem einstaklingar fá á spítölum. Alls fengur því um 22,4 prósent 18 ára og eldri slík lyf. Þriðjungur kvenna 67 ára og eldri fékk þunglyndislyf. Notkun þunglyndislyfja hefur aukist ár frá ári en tæplega tíu þúsund fleiri notuðu slík lyf 2020 en árið 2016. Aldurshópurinn 18-39 ára eru sá hópur sem fær mest af slíkum lyfjum en eldri borgarar og fólk á aldrinum 40-54 eru í öðru og þriðja sæti. Konur eru tvöfalt líklegri en karlar til að nota þunglyndislyf en á síðasta ári fengu ríflega 20 þúsund karlar slík lyf og yfir 35 þúsund konur. Kostnaður ríkisins vegna þunglyndislyfja hefur tæplega tvöfaldast frá árinu 2016 og var í fyrra næstum 600 milljónir króna samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands. . Heildarkostnaður, en þá er greiðsluþátttaka almennings inn í, var í fyrra var tæplega einn komma einn milljarður króna. Í þessum tölum eru ekki lyf sem gefið eru á spítölum eða öldrunarstofnunum. Á síðasta ári fengu 25.500 manns róandi og kvíðastillandi lyf og af þeim voru 450 börn en 67 og eldri er fjölmennasti hópur þeirra sem fékk slík lyf. Í tölfræðigögnum frá norrænu heilbrigðisnefndinni frá 2016 kemur fram að Íslendingar eru tvöfalt til fimmfalt líklegri til að nota þunglyndislyf en sjö aðrar samanburðaþjóðir. Geðheilbrigði Heilsa Landspítalinn Lyf Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vona að lyf úr ofskynjunarsveppum komist á markað: „Ein meðferð eins og tíu ára sálfræðimeðferð“ Sérfræðingar segja byltingu framundan í meðferð við þunglyndi, kvíða og fíknisjúkdómum með lyfi sem unnið er úr ofskynjunarsveppum. Þau muni jafnvel leysa af hólmi stóran hluta kvíða- og þunglyndislyfja sem 13% landsmanna nota. Formaður Geðlæknafélags Íslands vonar að lyfin komist á markað en það þurfi fleiri rannsóknir. 1. júní 2021 21:56 Segir tímamót framundan í meðferð við þunglyndi, kvíða og ýmsum fíknisjúkdómum Geðlæknir segir að búast megi við byltingu í geðlækningum á næstu árum með lyfjum sem unnin eru úr svokölluðum ofskynjunarsveppum. Rannsóknir hafi sýnt að þau geti gagnast afar vel við þunglyndi, kvíða, áfallastreitu og fíknisjúkdómum. Hópur sérfræðinga skoði að leita til Lyfjastofnunar og ráðherra til að fá að gera rannsóknir á lyfinu hér á landi. 19. maí 2021 14:45 „Vonandi ekki langt í að hægt verði að nota þessi lyf hér á landi“ Sálfræðingur vonar að ekki þurfi að bíða lengi eftir að meðferð með lyfjum sem eru unnin úr ofskynjunarsveppum verði leyfð hér á landi. Þau hafi reynst afar vel við mörgum geðröskunum. Lyfin opni milli heilastöðva þannig að fólk virðist eiga auðveldara með að vinna úr ýmsum sálrænum vanda. 24. maí 2021 15:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Sjá meira
Alls fengu 67.500 manns ávísað þunglyndis-og eða róandi og kvíðalyf hér á landi á síðasta ári samkvæmt upplýsingum frá Landlæknisembættinu. Um þrjúþúsund og fimm hundruð börn fengu slík lyf. Inn í þessum tölum eru ekki lyf sem einstaklingar fá á spítölum. Alls fengur því um 22,4 prósent 18 ára og eldri slík lyf. Þriðjungur kvenna 67 ára og eldri fékk þunglyndislyf. Notkun þunglyndislyfja hefur aukist ár frá ári en tæplega tíu þúsund fleiri notuðu slík lyf 2020 en árið 2016. Aldurshópurinn 18-39 ára eru sá hópur sem fær mest af slíkum lyfjum en eldri borgarar og fólk á aldrinum 40-54 eru í öðru og þriðja sæti. Konur eru tvöfalt líklegri en karlar til að nota þunglyndislyf en á síðasta ári fengu ríflega 20 þúsund karlar slík lyf og yfir 35 þúsund konur. Kostnaður ríkisins vegna þunglyndislyfja hefur tæplega tvöfaldast frá árinu 2016 og var í fyrra næstum 600 milljónir króna samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands. . Heildarkostnaður, en þá er greiðsluþátttaka almennings inn í, var í fyrra var tæplega einn komma einn milljarður króna. Í þessum tölum eru ekki lyf sem gefið eru á spítölum eða öldrunarstofnunum. Á síðasta ári fengu 25.500 manns róandi og kvíðastillandi lyf og af þeim voru 450 börn en 67 og eldri er fjölmennasti hópur þeirra sem fékk slík lyf. Í tölfræðigögnum frá norrænu heilbrigðisnefndinni frá 2016 kemur fram að Íslendingar eru tvöfalt til fimmfalt líklegri til að nota þunglyndislyf en sjö aðrar samanburðaþjóðir.
Geðheilbrigði Heilsa Landspítalinn Lyf Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vona að lyf úr ofskynjunarsveppum komist á markað: „Ein meðferð eins og tíu ára sálfræðimeðferð“ Sérfræðingar segja byltingu framundan í meðferð við þunglyndi, kvíða og fíknisjúkdómum með lyfi sem unnið er úr ofskynjunarsveppum. Þau muni jafnvel leysa af hólmi stóran hluta kvíða- og þunglyndislyfja sem 13% landsmanna nota. Formaður Geðlæknafélags Íslands vonar að lyfin komist á markað en það þurfi fleiri rannsóknir. 1. júní 2021 21:56 Segir tímamót framundan í meðferð við þunglyndi, kvíða og ýmsum fíknisjúkdómum Geðlæknir segir að búast megi við byltingu í geðlækningum á næstu árum með lyfjum sem unnin eru úr svokölluðum ofskynjunarsveppum. Rannsóknir hafi sýnt að þau geti gagnast afar vel við þunglyndi, kvíða, áfallastreitu og fíknisjúkdómum. Hópur sérfræðinga skoði að leita til Lyfjastofnunar og ráðherra til að fá að gera rannsóknir á lyfinu hér á landi. 19. maí 2021 14:45 „Vonandi ekki langt í að hægt verði að nota þessi lyf hér á landi“ Sálfræðingur vonar að ekki þurfi að bíða lengi eftir að meðferð með lyfjum sem eru unnin úr ofskynjunarsveppum verði leyfð hér á landi. Þau hafi reynst afar vel við mörgum geðröskunum. Lyfin opni milli heilastöðva þannig að fólk virðist eiga auðveldara með að vinna úr ýmsum sálrænum vanda. 24. maí 2021 15:00 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Sjá meira
Vona að lyf úr ofskynjunarsveppum komist á markað: „Ein meðferð eins og tíu ára sálfræðimeðferð“ Sérfræðingar segja byltingu framundan í meðferð við þunglyndi, kvíða og fíknisjúkdómum með lyfi sem unnið er úr ofskynjunarsveppum. Þau muni jafnvel leysa af hólmi stóran hluta kvíða- og þunglyndislyfja sem 13% landsmanna nota. Formaður Geðlæknafélags Íslands vonar að lyfin komist á markað en það þurfi fleiri rannsóknir. 1. júní 2021 21:56
Segir tímamót framundan í meðferð við þunglyndi, kvíða og ýmsum fíknisjúkdómum Geðlæknir segir að búast megi við byltingu í geðlækningum á næstu árum með lyfjum sem unnin eru úr svokölluðum ofskynjunarsveppum. Rannsóknir hafi sýnt að þau geti gagnast afar vel við þunglyndi, kvíða, áfallastreitu og fíknisjúkdómum. Hópur sérfræðinga skoði að leita til Lyfjastofnunar og ráðherra til að fá að gera rannsóknir á lyfinu hér á landi. 19. maí 2021 14:45
„Vonandi ekki langt í að hægt verði að nota þessi lyf hér á landi“ Sálfræðingur vonar að ekki þurfi að bíða lengi eftir að meðferð með lyfjum sem eru unnin úr ofskynjunarsveppum verði leyfð hér á landi. Þau hafi reynst afar vel við mörgum geðröskunum. Lyfin opni milli heilastöðva þannig að fólk virðist eiga auðveldara með að vinna úr ýmsum sálrænum vanda. 24. maí 2021 15:00