Fimm þjóðir í hópi þeirra 24 sem mæta til leiks á Evrópumótið í sumar hafa ekki enn kynnst því að tapa leik síðan að ferðalagið að EM alls staðar hófst í marsmánuði 2019.
Ítalir og Belgar eru í sérflokki enda með fullt hús í undankeppninni en Spánn, Úkraína og Danmörk mæta líka öll taplaus í fyrsta leik í úrslitakeppni EM.
Official UEFA rankings heading into #EURO2020
— Sporting Index (@sportingindex) June 8, 2021
1. Belgium
2. France
3. England
4. Portugal
5. Spain
6. Italy
7. Denmark
8. Germany
9. Switzerland
10. Croatia
Let's get ready to rumble. pic.twitter.com/UuZOaW0V6m
Belgar unnu alla tíu leiki sína í I-riðli og markatalan var 40-3 eða 37 mörk í plús. Belgar unnu því leiki sína með 3,7 mörkum að meðaltali í leik. Rússar fóru líka áfram upp úr riðlinum og Skotar fóru í umspil þar sem þeim tókst að tryggja sig inn á EM.
Ítalir unnu alla tíu leiki sína í J-riðli og markatalan var 37-4 eða 33 mörk í plús. Ítalir unnu því leiki sína með 3,3 mörkum að meðaltali í leik. Finnar fóru líka áfram úr riðlinum en Grikkir sátu eftir. Bosníumenn fóru í umspil en tókst ekki að tryggja sig inn þar.
Spánverjar unnu ekki alla tíu leiki sína í F-riðlinum en þeir töpuðu ekki. Átta sigrar og tvö jafntefli voru uppskeran hjá Spánverjum og þeir voru 26 mörk í plús, 31-5. Einu leikirnir sem Spánverjar unnu ekki voru 1-1 jafntefli við Norðmenn í Osló og 1-1 jafntefli við Svía á Vinavöllum í Solna. Svíar komust líka áfram upp úr riðlinum.
Italy's last eight matches
— Goal (@goal) June 5, 2021
Italy 4-0 Estonia
Italy 2-0 Poland
Bosnia & Herzegovina 0-2 Italy
Italy 2-0 Northern Ireland
Bulgaria 0-2 Italy
Lithuania 0-2 Italy
Italy 7-0 San Marino
Italy 4-0 Czech Republic
Don't sleep on them at Euro 2020 pic.twitter.com/iM0mOnwCJH
Úkraínumenn voru líka taplausir í B-riðli með sex sigra og tvö jafntefli. Markatala Úkraínumanna var 13 mörk í plús eða 17 mörk á móti 4 fengnum á sig. Portúgalar komust líka áfram upp úr riðlinum. Úkraínumenn gerðu jafntefli á útivelli á móti Portúgal og Serbíu en unnu alla aðra leiki.
Fimmta taplausa liðið í undankeppni EM eru síðan Danir. Danska landsliðið vann reyndar bara fjóra af átta leikjum sínum en þeir gerðu jafntefli í hinum fjórum. Danir urðu í öðru sæti í D-riðli á eftir Sviss en báðar þjóðir komust áfram. Danir gerðu jafntefli í tveimur fyrstu leikjum sínum, á móti Sviss á útivelli og Írum á heimavelli. Þeir gerðu síðan jafntefli á útivelli á móti Georgíu og Írlandi.

EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.