Lífið

Fræðslustund fjármálaráðherrans varð að frægðarstund

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Grunnskólabörn ræddu við Bjarna Benediktsson eftir að hann hafði svarað spurningum fréttamanns okkar á staðnum.
Grunnskólabörn ræddu við Bjarna Benediktsson eftir að hann hafði svarað spurningum fréttamanns okkar á staðnum. Vísir

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra svaraði spurningum grunnskólabarna um Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu í morgun eftir fund ríkisstjórnarinnar. 

Fræðslustundin breyttist þó fljótt í frægðarstund þegar krakkarnir báðu um eiginhandaráritanir. Ein úr hópnum bað svo í kjölfarið um að fá að taka sjálfu með ráðherranum, sem hitti í mark. 

Bjarni virtist þó á hraðferð og á endanum sagði hann við hópinn „Nú er ég farinn.“

Atvikið sást í streymi Vísis frá Ráðherrabústaðnum fyrr í dag en rætt var við ráðherranna eftir fundinn. Myndbandið  má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×