Erlent

Hand­tekinn fyrir að löðrunga Frakk­lands­for­seta

Atli Ísleifsson skrifar
Emmanuel Macron Frakklandsforseti átti líklega síst von á löðrungi þegar hann heilsaði íbúum Tain-l’Hermitage í morgun.
Emmanuel Macron Frakklandsforseti átti líklega síst von á löðrungi þegar hann heilsaði íbúum Tain-l’Hermitage í morgun.

Lögregla í Frakklandi handtók í morgun mann sem hafði löðrungað Emmanuel Macron Frakklandsforseta í bænum Tain-l’Hermitage.

Atvikið náðist á myndband, en það átti sér stað þegar forsetinn var að heilsa fólki sem hafði safnast saman til að verða vitni að komu hans til bæjarins.

Á myndbandinu má sjá þegar maður teygir sig yfir grindverk og í stað þess að taka í hönd forsetans slær hann til forsetans.

Tain-l’Hermitage er að finna suður af Lyon í suðausturhluta landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×