„Höfum verið límdar saman síðan í Breiðabliki“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júní 2021 11:30 Hafnfirðingarnir Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir spila báðar í þýsku úrvalsdeildinni. vísir/getty Karólína Lea Vilhjálmsdóttir mætti stórvinkonu sinni, sveitunga og samherja í íslenska landsliðinu, Alexöndru Jóhannsdóttur, þegar Bayern München vann 4-0 sigur á Frankfurt í lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn. Með sigrinum tryggði Bayern sér Þýskalandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn síðan 2016. Karólína lék síðustu mínúturnar í leiknum en Alexandra kom inn á sem varamaður í hálfleik. „Ég hef alltaf þekkt hana enda báðar úr Hafnarfirði. Við vorum saman í yngri landsliðunum en náðum virkilega vel saman þegar við fórum í Breiðablik og höfum verið límdar saman síðan þá,“ sagði Karólína við Vísi. „Það var mjög gaman að geta knúsað hana eftir leik og hún fékk að fagna aðeins með okkur. Kannski einn daginn munum við sameinast aftur í félagsliði. Það yrði draumur.“ Karólína segir gaman að sjá hversu langt Alexandra er komin á sínum ferli. „Jú, hún er alveg mögnuð og ég veit að hún mun ná rosalega langt,“ sagði Hafnfirðingurinn. Framundan eru tveir vináttulandsleikir gegn Írlandi á Laugardalsvelli. Það eru síðustu leikir íslenska liðsins áður en undankeppni HM 2023 hefst í haust. Það verða fyrstu keppnisleikirnir undir stjórn Þorsteins Halldórssonar. „Við þurfum að ná í okkar fyrsta sigur með Steina og sýna honum að við getum unnið einhverja leiki. Þetta verða öðruvísi leikir en gegn Ítalíu og við verðum sennilega meira með boltann. Þetta verður mjög spennandi og ekkert smá gaman að spila á Íslandi fyrir framan áhorfendur,“ sagði Karólína sem á enn eftir að spila A-landsleik hér á landi með áhorfendum. Þýski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Breiðablik Mest lesið Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Dagskráin: Úrslitaleikur fyrir íslensku strákana í Wales Sport Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Sjá meira
Með sigrinum tryggði Bayern sér Þýskalandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn síðan 2016. Karólína lék síðustu mínúturnar í leiknum en Alexandra kom inn á sem varamaður í hálfleik. „Ég hef alltaf þekkt hana enda báðar úr Hafnarfirði. Við vorum saman í yngri landsliðunum en náðum virkilega vel saman þegar við fórum í Breiðablik og höfum verið límdar saman síðan þá,“ sagði Karólína við Vísi. „Það var mjög gaman að geta knúsað hana eftir leik og hún fékk að fagna aðeins með okkur. Kannski einn daginn munum við sameinast aftur í félagsliði. Það yrði draumur.“ Karólína segir gaman að sjá hversu langt Alexandra er komin á sínum ferli. „Jú, hún er alveg mögnuð og ég veit að hún mun ná rosalega langt,“ sagði Hafnfirðingurinn. Framundan eru tveir vináttulandsleikir gegn Írlandi á Laugardalsvelli. Það eru síðustu leikir íslenska liðsins áður en undankeppni HM 2023 hefst í haust. Það verða fyrstu keppnisleikirnir undir stjórn Þorsteins Halldórssonar. „Við þurfum að ná í okkar fyrsta sigur með Steina og sýna honum að við getum unnið einhverja leiki. Þetta verða öðruvísi leikir en gegn Ítalíu og við verðum sennilega meira með boltann. Þetta verður mjög spennandi og ekkert smá gaman að spila á Íslandi fyrir framan áhorfendur,“ sagði Karólína sem á enn eftir að spila A-landsleik hér á landi með áhorfendum.
Þýski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Breiðablik Mest lesið Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Dagskráin: Úrslitaleikur fyrir íslensku strákana í Wales Sport Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Sjá meira