„Höfum verið límdar saman síðan í Breiðabliki“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júní 2021 11:30 Hafnfirðingarnir Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Alexandra Jóhannsdóttir spila báðar í þýsku úrvalsdeildinni. vísir/getty Karólína Lea Vilhjálmsdóttir mætti stórvinkonu sinni, sveitunga og samherja í íslenska landsliðinu, Alexöndru Jóhannsdóttur, þegar Bayern München vann 4-0 sigur á Frankfurt í lokaumferð þýsku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn. Með sigrinum tryggði Bayern sér Þýskalandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn síðan 2016. Karólína lék síðustu mínúturnar í leiknum en Alexandra kom inn á sem varamaður í hálfleik. „Ég hef alltaf þekkt hana enda báðar úr Hafnarfirði. Við vorum saman í yngri landsliðunum en náðum virkilega vel saman þegar við fórum í Breiðablik og höfum verið límdar saman síðan þá,“ sagði Karólína við Vísi. „Það var mjög gaman að geta knúsað hana eftir leik og hún fékk að fagna aðeins með okkur. Kannski einn daginn munum við sameinast aftur í félagsliði. Það yrði draumur.“ Karólína segir gaman að sjá hversu langt Alexandra er komin á sínum ferli. „Jú, hún er alveg mögnuð og ég veit að hún mun ná rosalega langt,“ sagði Hafnfirðingurinn. Framundan eru tveir vináttulandsleikir gegn Írlandi á Laugardalsvelli. Það eru síðustu leikir íslenska liðsins áður en undankeppni HM 2023 hefst í haust. Það verða fyrstu keppnisleikirnir undir stjórn Þorsteins Halldórssonar. „Við þurfum að ná í okkar fyrsta sigur með Steina og sýna honum að við getum unnið einhverja leiki. Þetta verða öðruvísi leikir en gegn Ítalíu og við verðum sennilega meira með boltann. Þetta verður mjög spennandi og ekkert smá gaman að spila á Íslandi fyrir framan áhorfendur,“ sagði Karólína sem á enn eftir að spila A-landsleik hér á landi með áhorfendum. Þýski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Breiðablik Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Sjá meira
Með sigrinum tryggði Bayern sér Þýskalandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn síðan 2016. Karólína lék síðustu mínúturnar í leiknum en Alexandra kom inn á sem varamaður í hálfleik. „Ég hef alltaf þekkt hana enda báðar úr Hafnarfirði. Við vorum saman í yngri landsliðunum en náðum virkilega vel saman þegar við fórum í Breiðablik og höfum verið límdar saman síðan þá,“ sagði Karólína við Vísi. „Það var mjög gaman að geta knúsað hana eftir leik og hún fékk að fagna aðeins með okkur. Kannski einn daginn munum við sameinast aftur í félagsliði. Það yrði draumur.“ Karólína segir gaman að sjá hversu langt Alexandra er komin á sínum ferli. „Jú, hún er alveg mögnuð og ég veit að hún mun ná rosalega langt,“ sagði Hafnfirðingurinn. Framundan eru tveir vináttulandsleikir gegn Írlandi á Laugardalsvelli. Það eru síðustu leikir íslenska liðsins áður en undankeppni HM 2023 hefst í haust. Það verða fyrstu keppnisleikirnir undir stjórn Þorsteins Halldórssonar. „Við þurfum að ná í okkar fyrsta sigur með Steina og sýna honum að við getum unnið einhverja leiki. Þetta verða öðruvísi leikir en gegn Ítalíu og við verðum sennilega meira með boltann. Þetta verður mjög spennandi og ekkert smá gaman að spila á Íslandi fyrir framan áhorfendur,“ sagði Karólína sem á enn eftir að spila A-landsleik hér á landi með áhorfendum.
Þýski boltinn HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Breiðablik Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Sjá meira