Hinn eftirlýsti verður sendur til Póllands vegna stórfelldrar líkamsárásar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júní 2021 15:59 Maðurinn var dæmdur í nóvember 2018 fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða brotaþolans. vísir Sebastian Kozlowski, sem lýst var eftir af lögreglu í gær, verður sendur til Póllands til að sæta fangelsisvist vegna stórfelldrar líkamsárásar sem leiddi til dauða brotaþola. Hann var dæmdur fyrir málið í nóvember 2018 en hann kom hingað til lands árið 2019 til þess að hefja nýtt líf. Kozlowski á eftir að afplána rúm sex ár af dómnum. Gefin var út evrópsk handtökuskipun á hendur honum í mars 2020. Hann var handtekinn þann 15. apríl síðastliðinn vegna innbrots og frelsissviptingar og daginn eftir var honum kynnt handtökuskipunin. Taldi sig ekki eiga eftir að afplána í fangelsi Kozlowski mótmælti því harðlega að verða sendur aftur til Póllands vegna slæmra skilyrða í pólskum fangelsum. Hann hafi upplifað mikla vanlíðan þegar hann var í gæsluvarðhaldi árið 2018 og hafi aðstæður verið skelfilegar. Hann segist hafa verið beittur ofbeldi af öðrum föngum og segist enga aðstoð frá fagaðilum fengið. Þetta segir í úrskurði Landsréttar frá því í dag. Hann hafi, þegar hann flutti hingað til lands, ekki gert það í því skyni að fela sig fyrir pólskum yfirvöldum. Hann hafi ekki gert sér grein fyrir því að hann væri eftirlýstur fyrr en eftir að hann hafi mætt í skýrslutöku hjá lögreglu í apríl. Þá hafi hann þegar afplánað um sjö mánuði af dómi sínum með gæsluvarðhaldsvist í Póllandi og engar upplýsingar fengið um það hvort eða hvenær hann ætti að klára afplánunina. Hann hafi því verið vongóður um að hann hefði þegar lokið afplánun og væri á skilorði eða reynslulausn varðandi eftirstöðvar dómsins. Gaf sig ekki fram við lögreglu Þá byggði hann mál sitt einnig á því að hann ætti ólokið sakamál hér á landi. Hann teldi því að þær ásakanir væru úr lausu lofti gripnar og honum því nauðsynlegt að vera hér á landi til þess að geta tryggt að málið fái réttlát málalok að honum viðstöddum. Hvorki Héraðsdómur Reykjavíkur né Landsréttur féllust á þetta. Verður Kozlowski því sendur aftur til Póllands. Lýst var eftir Kozlowski í gær þar sem hann hafði verið settur í farbann og honum verið gert að gefa sig fram við lögreglu á hverjum degi sem hann gerði ekki í gær og var því lýst eftir honum. Dómsmál Pólland Tengdar fréttir Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Maðurinn sem lögregla á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í gær er kominn í leitirnar. 8. júní 2021 11:07 Lögregla lýsir eftir Sebastian Kozlowski Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Sebastian Kozlowski, 38 ára. 7. júní 2021 13:26 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Kozlowski á eftir að afplána rúm sex ár af dómnum. Gefin var út evrópsk handtökuskipun á hendur honum í mars 2020. Hann var handtekinn þann 15. apríl síðastliðinn vegna innbrots og frelsissviptingar og daginn eftir var honum kynnt handtökuskipunin. Taldi sig ekki eiga eftir að afplána í fangelsi Kozlowski mótmælti því harðlega að verða sendur aftur til Póllands vegna slæmra skilyrða í pólskum fangelsum. Hann hafi upplifað mikla vanlíðan þegar hann var í gæsluvarðhaldi árið 2018 og hafi aðstæður verið skelfilegar. Hann segist hafa verið beittur ofbeldi af öðrum föngum og segist enga aðstoð frá fagaðilum fengið. Þetta segir í úrskurði Landsréttar frá því í dag. Hann hafi, þegar hann flutti hingað til lands, ekki gert það í því skyni að fela sig fyrir pólskum yfirvöldum. Hann hafi ekki gert sér grein fyrir því að hann væri eftirlýstur fyrr en eftir að hann hafi mætt í skýrslutöku hjá lögreglu í apríl. Þá hafi hann þegar afplánað um sjö mánuði af dómi sínum með gæsluvarðhaldsvist í Póllandi og engar upplýsingar fengið um það hvort eða hvenær hann ætti að klára afplánunina. Hann hafi því verið vongóður um að hann hefði þegar lokið afplánun og væri á skilorði eða reynslulausn varðandi eftirstöðvar dómsins. Gaf sig ekki fram við lögreglu Þá byggði hann mál sitt einnig á því að hann ætti ólokið sakamál hér á landi. Hann teldi því að þær ásakanir væru úr lausu lofti gripnar og honum því nauðsynlegt að vera hér á landi til þess að geta tryggt að málið fái réttlát málalok að honum viðstöddum. Hvorki Héraðsdómur Reykjavíkur né Landsréttur féllust á þetta. Verður Kozlowski því sendur aftur til Póllands. Lýst var eftir Kozlowski í gær þar sem hann hafði verið settur í farbann og honum verið gert að gefa sig fram við lögreglu á hverjum degi sem hann gerði ekki í gær og var því lýst eftir honum.
Dómsmál Pólland Tengdar fréttir Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Maðurinn sem lögregla á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í gær er kominn í leitirnar. 8. júní 2021 11:07 Lögregla lýsir eftir Sebastian Kozlowski Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Sebastian Kozlowski, 38 ára. 7. júní 2021 13:26 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Maðurinn sem lögregla á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir í gær er kominn í leitirnar. 8. júní 2021 11:07
Lögregla lýsir eftir Sebastian Kozlowski Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Sebastian Kozlowski, 38 ára. 7. júní 2021 13:26