Patrekur: Hrikalega ánægður með félagið Stjörnuna í dag Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. júní 2021 22:45 Patrekur Jóhannesson var súr með seinni hluta fyrri hálfleiks þar sem Stjarnan missti Hauka fram úr sér. vísir/elín björg Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, var svekktur að tapa með fimm marka mun, 23-28, fyrir Haukum í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í kvöld. Hann sagði hins vegar að dagurinn hefði verið góður fyrir félagið Stjörnuna. „Fyrstu fimmtán mínúturnar voru flottar en síðan skiptu Haukar reglulega inn á og það komu alltaf nýir menn inn á. Ég var fúll með okkur seinni hluta fyrri hálfleiks. Þá lentum við í mótlæti og gáfum svolítið eftir,“ sagði Patrekur við Vísi eftir leik. „Í seinni hálfleik sýndu menn að þeir voru ekki alveg hættir og komu sér ágætlega inn í leikinn. En það er svekkjandi að fleygja boltanum klaufalega frá sér og þetta hefði getað endað í þremur til fjórum mörkum sem hefði getað skipt öllu. Haukarnir voru mjög sterkir og unnu þetta sanngjarnt. En það er einn leikur eftir og við sjáum hvað gerist.“ Stjörnumenn voru í afar erfiðri stöðu í hálfleik enda sjö mörkum undir, 8-15. En hver voru skilaboðin til leikmanna í hálfleiknum? „Þau voru svo mörg. Ég talaði bara á rólegu nótunum við þá. Þetta eru frábærir drengir. Stjarnan er ekki vön að vera í þessari stöðu og mér fannst þeir skulda sjálfum sér og þetta var persónuleikadæmi; spurning um karakter og njóta þess að spila þennan leik. Þetta stress og hik í fyrri hálfleik var óþægilegt og leiðinlegt en mér fannst þeir gera þetta vel í seinni hálfleik,“ svaraði Patrekur sem er hóflega bjartsýnn fyrir seinni leikinn á föstudaginn „Í íþróttum getur allt gerst og ég gefst aldrei upp en veit að þetta verður krefjandi á Ásvöllum.“ Leikurinn í kvöld var sá fyrsti í sögu Stjörnunnar í undanúrslitum karla. Dagurinn var því stór fyrir félagið og fjölmargir lögðu leið sína í TM-höllina þar sem hefur oftar en ekki verið frekar tómlegt um að litast undanfarin ár. „Ég er alltaf svekktur að tapa en að sjá fullt hús hérna og það er ótrúlega mikið af öflugu fólki að vinna í kringum þetta. Við erum komnir í undanúrslit í fyrsta sinn. Við og fleiri í gamla daga náðum þessu ekki einu sinni,“ sagði Patrekur. „Ég er mjög ánægður með margt í dag en við vissum að Haukarnir væru þéttir og náðum ekki að leysa það. En ég er hrikalega ánægður með félagið Stjörnuna í dag.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
„Fyrstu fimmtán mínúturnar voru flottar en síðan skiptu Haukar reglulega inn á og það komu alltaf nýir menn inn á. Ég var fúll með okkur seinni hluta fyrri hálfleiks. Þá lentum við í mótlæti og gáfum svolítið eftir,“ sagði Patrekur við Vísi eftir leik. „Í seinni hálfleik sýndu menn að þeir voru ekki alveg hættir og komu sér ágætlega inn í leikinn. En það er svekkjandi að fleygja boltanum klaufalega frá sér og þetta hefði getað endað í þremur til fjórum mörkum sem hefði getað skipt öllu. Haukarnir voru mjög sterkir og unnu þetta sanngjarnt. En það er einn leikur eftir og við sjáum hvað gerist.“ Stjörnumenn voru í afar erfiðri stöðu í hálfleik enda sjö mörkum undir, 8-15. En hver voru skilaboðin til leikmanna í hálfleiknum? „Þau voru svo mörg. Ég talaði bara á rólegu nótunum við þá. Þetta eru frábærir drengir. Stjarnan er ekki vön að vera í þessari stöðu og mér fannst þeir skulda sjálfum sér og þetta var persónuleikadæmi; spurning um karakter og njóta þess að spila þennan leik. Þetta stress og hik í fyrri hálfleik var óþægilegt og leiðinlegt en mér fannst þeir gera þetta vel í seinni hálfleik,“ svaraði Patrekur sem er hóflega bjartsýnn fyrir seinni leikinn á föstudaginn „Í íþróttum getur allt gerst og ég gefst aldrei upp en veit að þetta verður krefjandi á Ásvöllum.“ Leikurinn í kvöld var sá fyrsti í sögu Stjörnunnar í undanúrslitum karla. Dagurinn var því stór fyrir félagið og fjölmargir lögðu leið sína í TM-höllina þar sem hefur oftar en ekki verið frekar tómlegt um að litast undanfarin ár. „Ég er alltaf svekktur að tapa en að sjá fullt hús hérna og það er ótrúlega mikið af öflugu fólki að vinna í kringum þetta. Við erum komnir í undanúrslit í fyrsta sinn. Við og fleiri í gamla daga náðum þessu ekki einu sinni,“ sagði Patrekur. „Ég er mjög ánægður með margt í dag en við vissum að Haukarnir væru þéttir og náðum ekki að leysa það. En ég er hrikalega ánægður með félagið Stjörnuna í dag.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Dagskráin: Mastersmótið, Man. Utd í Evrópu og úrslitakeppnin í Bónus Sport Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Fleiri fréttir Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti