Sá langneðsti úr nýliðavali til að vinna MVP-verðlaunin Sindri Sverrisson skrifar 9. júní 2021 07:30 Nikola Jokic er í miðju einvígi við Phoenix Suns en var í nótt útnefndur mikilvægasti leikmaðurinn í NBA-deildarkeppninni í vetur. AP/Matt York Nikola Jokic varð í nótt fyrsti Serbinn og fyrsti leikmaður Denver Nuggets til að verða útnefndur mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta. Hann er þriðji Evrópubúinn í sögunni til að afreka það. Jokic er á fullu í úrslitakeppninni þar sem hann mætir Phoenix Suns í öðrum leik í kvöld, í undanúrslitum vesturdeildarinnar. Tveir leikir fóru fram í nótt þegar Utah Jazz tók 1-0 forystu gegn LA Clippers, með 112-109 sigri, og Philadelphia 76ers unnu Atlanta Hawks 118-102 og jöfnuðu einvígið í 1-1. Auk Jokic hafa eru Þjóðverjinn Dirk Nowitzki og Grikkinn Giannis Antetokounmpo einu Evrópubúarnir sem valdir hafa verið mikilvægustu leikmenn NBA-deildarinnar. Jokic lék alla 72 leiki Denver í deildarkeppninni í vetur og skoraði að meðaltali 26,4 stig í leik, tók 10,9 fráköst, gaf 8,4 stoðsendingar og stal boltanum 1,32 sinnum. Nikola Jokic is the first #KiaMVP to play every regular season game for their team since Kobe Bryant in 2007-08. pic.twitter.com/3wYNCjv6Eh— NBA History (@NBAHistory) June 9, 2021 Enginn hefur hlotið útnefninguna eftir að hafa verið eins neðarlega í nýliðavalinu og Jokic. Denver valdi hann í 2. umferð nýliðavalsins árið 2014 og var hann númer 41 í röðinni. Antetokounmpo og Steve Nash voru áður þeir neðstu í nýliðavali til að vinna MVP-verðlaunin en voru þó í 15. sæti í sínu nýliðavali. Þess ber þó að geta að Moses Malone, sem þrívegis var valinn mikilvægasti leikmaðurinn á árunum 1979-83, kom ekki inn í deildina úr nýliðavalinu. Hundrað íþróttafréttamenn um allan heim standa að valinu á verðmætasta leikmanni NBA-deildarinnar. Joel Embiid úr Philadelphia 76ers varð í 2. sæti og Stephen Curry, leikmaður Golden State Warriors, varð í 3. sæti. Antetokounmpo og Chris Paul komu svo þar á eftir. Embiid og Mitchell rufu 40 stiga múrinn Embiid skoraði 40 stig í sigri Philadelphia gegn Atlanta í nótt. Einvígið færist nú yfir til Atlanta þar sem liðin mætast á föstudagskvöld. Donovan Mitchell átti stærstan þátt í sigri Utah á LA Clippers en hann skoraði 45 stig í leiknum, þar af 32 stig í seinni hálfleiknum. Næsti leikur liðanna er í Salt Lake City á morgun. NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Jokic er á fullu í úrslitakeppninni þar sem hann mætir Phoenix Suns í öðrum leik í kvöld, í undanúrslitum vesturdeildarinnar. Tveir leikir fóru fram í nótt þegar Utah Jazz tók 1-0 forystu gegn LA Clippers, með 112-109 sigri, og Philadelphia 76ers unnu Atlanta Hawks 118-102 og jöfnuðu einvígið í 1-1. Auk Jokic hafa eru Þjóðverjinn Dirk Nowitzki og Grikkinn Giannis Antetokounmpo einu Evrópubúarnir sem valdir hafa verið mikilvægustu leikmenn NBA-deildarinnar. Jokic lék alla 72 leiki Denver í deildarkeppninni í vetur og skoraði að meðaltali 26,4 stig í leik, tók 10,9 fráköst, gaf 8,4 stoðsendingar og stal boltanum 1,32 sinnum. Nikola Jokic is the first #KiaMVP to play every regular season game for their team since Kobe Bryant in 2007-08. pic.twitter.com/3wYNCjv6Eh— NBA History (@NBAHistory) June 9, 2021 Enginn hefur hlotið útnefninguna eftir að hafa verið eins neðarlega í nýliðavalinu og Jokic. Denver valdi hann í 2. umferð nýliðavalsins árið 2014 og var hann númer 41 í röðinni. Antetokounmpo og Steve Nash voru áður þeir neðstu í nýliðavali til að vinna MVP-verðlaunin en voru þó í 15. sæti í sínu nýliðavali. Þess ber þó að geta að Moses Malone, sem þrívegis var valinn mikilvægasti leikmaðurinn á árunum 1979-83, kom ekki inn í deildina úr nýliðavalinu. Hundrað íþróttafréttamenn um allan heim standa að valinu á verðmætasta leikmanni NBA-deildarinnar. Joel Embiid úr Philadelphia 76ers varð í 2. sæti og Stephen Curry, leikmaður Golden State Warriors, varð í 3. sæti. Antetokounmpo og Chris Paul komu svo þar á eftir. Embiid og Mitchell rufu 40 stiga múrinn Embiid skoraði 40 stig í sigri Philadelphia gegn Atlanta í nótt. Einvígið færist nú yfir til Atlanta þar sem liðin mætast á föstudagskvöld. Donovan Mitchell átti stærstan þátt í sigri Utah á LA Clippers en hann skoraði 45 stig í leiknum, þar af 32 stig í seinni hálfleiknum. Næsti leikur liðanna er í Salt Lake City á morgun.
NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira