Samtök Navalní líklega bönnuð í dag Kjartan Kjartansson skrifar 9. júní 2021 10:35 Alexei Navalní dúsir í fangelsi næstu tvö árin. Bandamenn hans horfa nú fram á að vera sviptir kjörgengi og jafnvel fangelsaðir. AP/Alexander Zemlianitsjenkó Búist er við því að dómstóll í Moskvu fallist á kröfu saksóknara um að lýsa samtök Alexeis Navalní, stjórnarandstöðuleiðtoga, ólögleg öfgasamtök í dag. Félagar í samtökunum gætu átt yfir höfði sér fangelsisdóma auk þess sem þeim yrði bannað að bjóða sig fram í kosningum í haust með nýjum lögum. AP-fréttastofan segir að von sé á úrskuði í málinu síðar í dag. Sjóður Navalní gegn spillingu hefur í gegnum tíðina varpað ljósi á meinta spillingu Vladímírs Pútín forseta og ríkisstjórnar hans. Þá hafa svæðisskrifstofur um allt land hjálpað kjósendum að finna frambjóðendur sem geta velt bandamönnum Pútín úr sessi í kosningum. Navalní var sjálfur fangelsaður í byrjun árs þegar hann sneri heim til Rússlands eftir nokkurra mánaða dvöl í Þýskalandi þar sem hann lá á sjúkrahúsi vegna eitrunar sem hann varð fyrir í fyrra. Rússnesk yfirvöld töldu Navalní hafa rofið skilorð eldri dóms sem hann hlaut með því að gefa sig ekki reglulega fram við þau á meðan hann lá í dái í Þýskalandi. Á sama tíma og niðurstöðu dómstólsins er beðið vinna flokksbræður Pútín á rússneska þinginu að lögum sem myndu banna hverjum þeim sem tengist öfgasamtökum að bjóða sig fram til opinbers embættis. Fallist dómstóllinn á kröfu saksóknara um að lýsa félagasamtök Navalní öfgasamtök verða vonir bandamanna Navalní um að koma fólki inn á þing að engu. Fólk sem hefur unnið með samtökunum, látið fé af hendi rakna til þeira eða jafnvel aðeins deilt efni frá þeim gæti átt fangelsisdóma yfir höfði sér. Þingið hefur til meðferðar frumvarp sem legði Bandamenn Navalní lokuðu svæðisskrifstofunum í apríl eftir að saksóknari fór fram á lögbann á starfsemi þeirra. Vildu þeir með því koma í veg fyrir að fólk ætti á hættu að vera handtekið. Ríkisstjórn Pútín stendur nú í mikilli herferð gegn stjórnarandstöðunni í landinu í aðdraganda þingkosninganna. Fjöldi stjórnarandstæðinga hefur verið handtekinn eða sætt húsleit undanfarnar vikur. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Enn einn stjórnarandstæðingurinn handtekinn í Rússlandi Rússnesk yfirvöld handtóku fyrrverandi forsvarsmann stjórnarandstöðuhóps sem olíufurstinn Mikhail Khodorkovsky stofnaði. Samtökin sögðust ætla að hætta starfsemi til þess að forða félögum frá því að vera handteknir í síðustu viku. 1. júní 2021 10:21 Leggja fram frekari gögn til að banna samtök Navalní Saksóknari í Moskvu lagði fram mikið magn gagna til að styðja kröfu sína um að dómari banni starfsemi samtaka Alexeis Navalní gegn spillingu í dag. Ekki er ljóst á hvaða forsendu saksóknarinn byggir kröfuna um að samtökin verði lýst öfgahreyfing þar sem leynd liggur yfir þeim gögnum sem hann lagði upphafleg fram. 17. maí 2021 10:52 Lögmaður samtaka Navalnís handtekinn í Moskvu Ívan Pavolv, lögmaður and-spillingarsamtaka Alexeis Navalní, hefur verið handtekinn. Hann er sakaður um að hafa lekið upplýsingum um rannsókn og var handtekinn nokkrum klukkustundum áður en hann átti að mæta í dómsal þar sem hann er verjandi fyrrverandi blaðamanns sem hefur verið sakaður um landráð. 30. apríl 2021 10:34 Horaður Navalní lokar skrifstofum til að forða bandamönnum Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, var krúnurakaður og lítið meira en skinn og bein þegar hann kom fram opinberlega í fyrsta skipti frá því að hann var fangelsaður í dag. Á sama tíma tilkynnti náinn samverkamaður hans að skrifstofum samtaka hans víða um Rússland yrði lokað til að vernda félaga og bandamenn. 29. apríl 2021 18:18 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
AP-fréttastofan segir að von sé á úrskuði í málinu síðar í dag. Sjóður Navalní gegn spillingu hefur í gegnum tíðina varpað ljósi á meinta spillingu Vladímírs Pútín forseta og ríkisstjórnar hans. Þá hafa svæðisskrifstofur um allt land hjálpað kjósendum að finna frambjóðendur sem geta velt bandamönnum Pútín úr sessi í kosningum. Navalní var sjálfur fangelsaður í byrjun árs þegar hann sneri heim til Rússlands eftir nokkurra mánaða dvöl í Þýskalandi þar sem hann lá á sjúkrahúsi vegna eitrunar sem hann varð fyrir í fyrra. Rússnesk yfirvöld töldu Navalní hafa rofið skilorð eldri dóms sem hann hlaut með því að gefa sig ekki reglulega fram við þau á meðan hann lá í dái í Þýskalandi. Á sama tíma og niðurstöðu dómstólsins er beðið vinna flokksbræður Pútín á rússneska þinginu að lögum sem myndu banna hverjum þeim sem tengist öfgasamtökum að bjóða sig fram til opinbers embættis. Fallist dómstóllinn á kröfu saksóknara um að lýsa félagasamtök Navalní öfgasamtök verða vonir bandamanna Navalní um að koma fólki inn á þing að engu. Fólk sem hefur unnið með samtökunum, látið fé af hendi rakna til þeira eða jafnvel aðeins deilt efni frá þeim gæti átt fangelsisdóma yfir höfði sér. Þingið hefur til meðferðar frumvarp sem legði Bandamenn Navalní lokuðu svæðisskrifstofunum í apríl eftir að saksóknari fór fram á lögbann á starfsemi þeirra. Vildu þeir með því koma í veg fyrir að fólk ætti á hættu að vera handtekið. Ríkisstjórn Pútín stendur nú í mikilli herferð gegn stjórnarandstöðunni í landinu í aðdraganda þingkosninganna. Fjöldi stjórnarandstæðinga hefur verið handtekinn eða sætt húsleit undanfarnar vikur.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Enn einn stjórnarandstæðingurinn handtekinn í Rússlandi Rússnesk yfirvöld handtóku fyrrverandi forsvarsmann stjórnarandstöðuhóps sem olíufurstinn Mikhail Khodorkovsky stofnaði. Samtökin sögðust ætla að hætta starfsemi til þess að forða félögum frá því að vera handteknir í síðustu viku. 1. júní 2021 10:21 Leggja fram frekari gögn til að banna samtök Navalní Saksóknari í Moskvu lagði fram mikið magn gagna til að styðja kröfu sína um að dómari banni starfsemi samtaka Alexeis Navalní gegn spillingu í dag. Ekki er ljóst á hvaða forsendu saksóknarinn byggir kröfuna um að samtökin verði lýst öfgahreyfing þar sem leynd liggur yfir þeim gögnum sem hann lagði upphafleg fram. 17. maí 2021 10:52 Lögmaður samtaka Navalnís handtekinn í Moskvu Ívan Pavolv, lögmaður and-spillingarsamtaka Alexeis Navalní, hefur verið handtekinn. Hann er sakaður um að hafa lekið upplýsingum um rannsókn og var handtekinn nokkrum klukkustundum áður en hann átti að mæta í dómsal þar sem hann er verjandi fyrrverandi blaðamanns sem hefur verið sakaður um landráð. 30. apríl 2021 10:34 Horaður Navalní lokar skrifstofum til að forða bandamönnum Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, var krúnurakaður og lítið meira en skinn og bein þegar hann kom fram opinberlega í fyrsta skipti frá því að hann var fangelsaður í dag. Á sama tíma tilkynnti náinn samverkamaður hans að skrifstofum samtaka hans víða um Rússland yrði lokað til að vernda félaga og bandamenn. 29. apríl 2021 18:18 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Enn einn stjórnarandstæðingurinn handtekinn í Rússlandi Rússnesk yfirvöld handtóku fyrrverandi forsvarsmann stjórnarandstöðuhóps sem olíufurstinn Mikhail Khodorkovsky stofnaði. Samtökin sögðust ætla að hætta starfsemi til þess að forða félögum frá því að vera handteknir í síðustu viku. 1. júní 2021 10:21
Leggja fram frekari gögn til að banna samtök Navalní Saksóknari í Moskvu lagði fram mikið magn gagna til að styðja kröfu sína um að dómari banni starfsemi samtaka Alexeis Navalní gegn spillingu í dag. Ekki er ljóst á hvaða forsendu saksóknarinn byggir kröfuna um að samtökin verði lýst öfgahreyfing þar sem leynd liggur yfir þeim gögnum sem hann lagði upphafleg fram. 17. maí 2021 10:52
Lögmaður samtaka Navalnís handtekinn í Moskvu Ívan Pavolv, lögmaður and-spillingarsamtaka Alexeis Navalní, hefur verið handtekinn. Hann er sakaður um að hafa lekið upplýsingum um rannsókn og var handtekinn nokkrum klukkustundum áður en hann átti að mæta í dómsal þar sem hann er verjandi fyrrverandi blaðamanns sem hefur verið sakaður um landráð. 30. apríl 2021 10:34
Horaður Navalní lokar skrifstofum til að forða bandamönnum Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn, var krúnurakaður og lítið meira en skinn og bein þegar hann kom fram opinberlega í fyrsta skipti frá því að hann var fangelsaður í dag. Á sama tíma tilkynnti náinn samverkamaður hans að skrifstofum samtaka hans víða um Rússland yrði lokað til að vernda félaga og bandamenn. 29. apríl 2021 18:18