Segir stefnu Spotify vera fyrirtækinu og sænsku þjóðinni til skammar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 9. júní 2021 12:18 Jakob Frímann hrósaði Bríet í Bítinu í dag. ÍSLAND GOT TALENT Íslensk tónlist er aðeins 21 prósent af heildarhlutfalli tónlistarsölu hér á landi eftir tilkomu Spotify. „Við náðum hæst 80 prósent hlutfalli íslenskrar tónlistar árið 2008. Það var auðvitað fyrir Spotify væðingu og svona, þegar innflutningur og framleiðsla á íslenskri tónlist var mjög öflug,“ sagði Jakob Frímann Magnússon í Bítinu á Bylgjunni í dag. Jakob hvetur fólk til að hlusta meira á íslenska tónlist. Spotify hefur náð sterkri stöðu í heiminum og Ísland er þar engin undantekning. „Hér erum við með 130 þúsund áskriftir á Spotify og margar af þeim eru fjölskylduáskriftir. Fólk sér ekki lengur ástæðu til þess að vera að fjárfesta í geisladiskum eða vínyl nema svona í undantekningartilfellum og þá breytist allt. Þú færð alla tónlist heimsins á silfurfati fyrir þennan 1200 til 1400 á mánuði sem er auðvitað mjög absúrd.“ Mögulegt að snúa vörn í sókn Hann segir að auðvitað felist líka í þessu ákveðin lífsgæði, kostir og tækifæri sem menn eigi eftir að læra að nýta sér betur. Aðeins sé eitt hljómplötufyrirtæki eftir hér á landi, Alda, sem eigi 80 prósent af titlum í dag. „Það er eina fyrirtækið sem hefur burði til að gefa eitthvað út og þeir gefa út nokkra titla á ári en það er auðvitað áhættufjárfesting við þessar aðstæður að framleiða nýja tónlist.“ Jakob segir að aðrar þjóðir hafi byrjað að breyta vörn í sókn. Ef horft sé á jákvæðu punktana, þá sé íslenska tónlistin í kringum 0,1 prósent af framboðinu en nái samt tuttugu prósent söluhlutfalli. Hann bendir á að Kvikmyndasjóður hafi verið stofnaður til að styðja við innlenda kvikmyndagerð til að vega á móti erlendu efni. „Við þurfum að búa til varnarleik út frá þessu því að máltilfinningu fer hrakandi hérna.“ Bríet var sigursæl á Hlustendaverðlaununum á dögunum. Elíta listamanna fær meirihlutann Jakob telur að Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hljóti að sjá að það þurfi að verða til einhverjir hvatar til þess að hér verði meira framleitt íslenskt tónlistarefni sem standist samanburð. „Við höfum verið að hugsa sem svo að fimmtíu prósent hlutfall á milli íslenskrar tónlistar og erlendar væri eitthvað sem væri ásættanlegt og ég held að við munum ná því aftur með því að bretta upp ermar, blása í lófa og hefja sókn.“ Jakob segir að fyrirkomulagið hjá Spotify sé fyrirtækinu og sænsku þjóðinni til háborinnar skammar. „Þetta er versta birtingarmynd nýlendustefnu sem hefur nokkru sinni sést, að 95 prósent teknanna fara til fimm prósent elítu listamannanna. Þá þurfa hin 95 prósent listamannanna að bítast um fimm prósentin sem eftir eru.“ Hann hefur trú á Íslenskri tónlist og því sem hún getur gert og nefnir söngkonuna Bríet sem dæmi. „Fyrsta skiptið í Íslandssögunni sem að listamaður gefur út níu laga plötu og er í topp níu fyrstu sætunum á vinsældarlistunum vikum saman.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Tónlist Bítið Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Sjá meira
„Við náðum hæst 80 prósent hlutfalli íslenskrar tónlistar árið 2008. Það var auðvitað fyrir Spotify væðingu og svona, þegar innflutningur og framleiðsla á íslenskri tónlist var mjög öflug,“ sagði Jakob Frímann Magnússon í Bítinu á Bylgjunni í dag. Jakob hvetur fólk til að hlusta meira á íslenska tónlist. Spotify hefur náð sterkri stöðu í heiminum og Ísland er þar engin undantekning. „Hér erum við með 130 þúsund áskriftir á Spotify og margar af þeim eru fjölskylduáskriftir. Fólk sér ekki lengur ástæðu til þess að vera að fjárfesta í geisladiskum eða vínyl nema svona í undantekningartilfellum og þá breytist allt. Þú færð alla tónlist heimsins á silfurfati fyrir þennan 1200 til 1400 á mánuði sem er auðvitað mjög absúrd.“ Mögulegt að snúa vörn í sókn Hann segir að auðvitað felist líka í þessu ákveðin lífsgæði, kostir og tækifæri sem menn eigi eftir að læra að nýta sér betur. Aðeins sé eitt hljómplötufyrirtæki eftir hér á landi, Alda, sem eigi 80 prósent af titlum í dag. „Það er eina fyrirtækið sem hefur burði til að gefa eitthvað út og þeir gefa út nokkra titla á ári en það er auðvitað áhættufjárfesting við þessar aðstæður að framleiða nýja tónlist.“ Jakob segir að aðrar þjóðir hafi byrjað að breyta vörn í sókn. Ef horft sé á jákvæðu punktana, þá sé íslenska tónlistin í kringum 0,1 prósent af framboðinu en nái samt tuttugu prósent söluhlutfalli. Hann bendir á að Kvikmyndasjóður hafi verið stofnaður til að styðja við innlenda kvikmyndagerð til að vega á móti erlendu efni. „Við þurfum að búa til varnarleik út frá þessu því að máltilfinningu fer hrakandi hérna.“ Bríet var sigursæl á Hlustendaverðlaununum á dögunum. Elíta listamanna fær meirihlutann Jakob telur að Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hljóti að sjá að það þurfi að verða til einhverjir hvatar til þess að hér verði meira framleitt íslenskt tónlistarefni sem standist samanburð. „Við höfum verið að hugsa sem svo að fimmtíu prósent hlutfall á milli íslenskrar tónlistar og erlendar væri eitthvað sem væri ásættanlegt og ég held að við munum ná því aftur með því að bretta upp ermar, blása í lófa og hefja sókn.“ Jakob segir að fyrirkomulagið hjá Spotify sé fyrirtækinu og sænsku þjóðinni til háborinnar skammar. „Þetta er versta birtingarmynd nýlendustefnu sem hefur nokkru sinni sést, að 95 prósent teknanna fara til fimm prósent elítu listamannanna. Þá þurfa hin 95 prósent listamannanna að bítast um fimm prósentin sem eftir eru.“ Hann hefur trú á Íslenskri tónlist og því sem hún getur gert og nefnir söngkonuna Bríet sem dæmi. „Fyrsta skiptið í Íslandssögunni sem að listamaður gefur út níu laga plötu og er í topp níu fyrstu sætunum á vinsældarlistunum vikum saman.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Tónlist Bítið Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Sjá meira