Gæti glitt í sólmyrkvann á milli rigningarskýjanna Kjartan Kjartansson skrifar 9. júní 2021 12:49 Rigningu er spáð í öllu landshlutum þegar sólmyrkvinn gengur yfir á morgun. Ekki er þó loku fyrir það skotið að sólin brjótist fram úr skýjunum einhvers staðar nógu lengi til að hægt verði að sjá hluta myrkvans. Vísir/Vilhelm Útlit er fyrir að það rigni víðast hvar um landið þegar deildarmyrkvi á sólu gengur yfir í fyrramálið. Sérfræðingur Veðurstofu Íslands segir þó mögulegt að það rofi til inn á milli þannig að myrkvinn verði sjáanlegur, jafnvel á höfuðborgarsvæðinu. Sólmyrkvinn á morgun er svonefndur deildarmyrkvi en þá skyggir tunglið á hluta skífu sólar frá jörðu séð. Frá Reykjavík skyggir tunglið á 69% skífur sólarinnar en stærstur verður myrkvinn á Ísafirði, 73%. Myrkvinn er mun minni en sá sem gekk yfir landið 20. mars árið 2015 en þá skyggði tunglið á 97% af skífu sólarinnar. Tunglið byrjar að ganga fyrir sólina klukkan 9:06 í Reykjavík á morgun og nær myrkvinn hámarki sínu klukkan 10:17. Myrkvanum lýkur klukkan 11:33. Þórður Arason, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir útlitið ekki gott fyrir þá sem vilja berja myrkvann augum. Einhver rigning verði í öllum landshlutum fyrir hádegið á morgun. Þar sem myrkvinn stendur yfir í rúma tvo tíma sé þó mögulegt að það rofi til hér og þar en erfitt sé að segja nákvæmlega til um hvar. Það gæti mögulega gerst á höfuðborgarsvæðinu. „Ég reikna með að einhvers staðar á landinu sjáist eitthvað,“ segir Þórður við Vísi. Glitti í sólina á morgun þurfa þeir sem vilja berja myrkvann augum að hafa öryggið á oddinum. Nota þarf sérstök sólmyrkvagleraugu eða logsuðugler af mesta styrkleika til þess að horfa á hann, að því er kemur fram á Stjörnufræðivefnum. Deildarmyrkvinn líkt og hann mun líta út í Reykjavík 10. júní kl. 10:17. Þá skyggir tungl á 69% af þvermáli sólar og veldur 61% myrkvun.Veðurstofan/Þórður Arason Á mörkunum að fólk nemi birtubreytinguna Þegar myrkvinn er í hámarki dregur úr birtu sólar um rétt rúm 60%. Þórður segir það á mörkunum að fólk merki breytinguna. „Í skúraveðri þar sem skiptast á skin og skúrir er meiri breyting á birtu en í þessum myrkva á morgun,“ segir hann. Þá segir hann að mannsaugað skynji lítt birtubreytingar af þessu tagi þar sem það aðlagar sig og opnar sjáöldin betur. „Mannsaugað og heilinn plata mann svolítið og stækka bara ljósopið,“ segir Þórður. Breytingin ætti hins vegar að vera greinileg á myndum sem eru teknar með föstum stillingum, ljósopi og tíma. Þórður segist sjálfur ætla að reyna að taka slíkar myndir í myrkvanum ef það verður alskýjað á morgun. Almyrkvi eftir fimm ár Fari allt á versta veg á morgun og skýin feli sjónarspilið alveg getur fólk huggað sig við að ekki eru nema fimm ár þar til almyrkvi á sólu gengur yfir Ísland, 12. ágúst 2026. Það verður fyrsti almyrkvi sem sést á Íslandi frá 1954 og sá fyrsti sem sést í Reykjavík í tæp sex hundruð ár. Þórður segist eiga von á að hvert einasta hótel á vestanverðu landinu verði uppbókað þegar almyrkvinn gengur yfir eftir fimm ár. Í Evrópu og á Norðurlöndunum sjáist ekki almyrkvi á sólu næst fyrr en eftir sextíu ár. Sólmyrkvinn á morgun verður sjáanlegur sem hringmyrkvi víðar á norðurhveli, þar á meðal í Kanada, Grænlandi, norðurpólnum og Rússlandi. Hringmyrkvar verða þegar tunglið er aðeins of fjarr jörðinni til þess að hylja alla sólina. Þá sést ljóshringur í kringum tunglið þegar það gengur fyrir sólina. Hægt verður að fylgjast með myrkvanum í beinu streymi víða, þar á meðal á Youtube-rás vefsíðunnar Time and Date hér fyrir neðan. Tunglið Sólin Reykjavík Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Sjá meira
Sólmyrkvinn á morgun er svonefndur deildarmyrkvi en þá skyggir tunglið á hluta skífu sólar frá jörðu séð. Frá Reykjavík skyggir tunglið á 69% skífur sólarinnar en stærstur verður myrkvinn á Ísafirði, 73%. Myrkvinn er mun minni en sá sem gekk yfir landið 20. mars árið 2015 en þá skyggði tunglið á 97% af skífu sólarinnar. Tunglið byrjar að ganga fyrir sólina klukkan 9:06 í Reykjavík á morgun og nær myrkvinn hámarki sínu klukkan 10:17. Myrkvanum lýkur klukkan 11:33. Þórður Arason, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir útlitið ekki gott fyrir þá sem vilja berja myrkvann augum. Einhver rigning verði í öllum landshlutum fyrir hádegið á morgun. Þar sem myrkvinn stendur yfir í rúma tvo tíma sé þó mögulegt að það rofi til hér og þar en erfitt sé að segja nákvæmlega til um hvar. Það gæti mögulega gerst á höfuðborgarsvæðinu. „Ég reikna með að einhvers staðar á landinu sjáist eitthvað,“ segir Þórður við Vísi. Glitti í sólina á morgun þurfa þeir sem vilja berja myrkvann augum að hafa öryggið á oddinum. Nota þarf sérstök sólmyrkvagleraugu eða logsuðugler af mesta styrkleika til þess að horfa á hann, að því er kemur fram á Stjörnufræðivefnum. Deildarmyrkvinn líkt og hann mun líta út í Reykjavík 10. júní kl. 10:17. Þá skyggir tungl á 69% af þvermáli sólar og veldur 61% myrkvun.Veðurstofan/Þórður Arason Á mörkunum að fólk nemi birtubreytinguna Þegar myrkvinn er í hámarki dregur úr birtu sólar um rétt rúm 60%. Þórður segir það á mörkunum að fólk merki breytinguna. „Í skúraveðri þar sem skiptast á skin og skúrir er meiri breyting á birtu en í þessum myrkva á morgun,“ segir hann. Þá segir hann að mannsaugað skynji lítt birtubreytingar af þessu tagi þar sem það aðlagar sig og opnar sjáöldin betur. „Mannsaugað og heilinn plata mann svolítið og stækka bara ljósopið,“ segir Þórður. Breytingin ætti hins vegar að vera greinileg á myndum sem eru teknar með föstum stillingum, ljósopi og tíma. Þórður segist sjálfur ætla að reyna að taka slíkar myndir í myrkvanum ef það verður alskýjað á morgun. Almyrkvi eftir fimm ár Fari allt á versta veg á morgun og skýin feli sjónarspilið alveg getur fólk huggað sig við að ekki eru nema fimm ár þar til almyrkvi á sólu gengur yfir Ísland, 12. ágúst 2026. Það verður fyrsti almyrkvi sem sést á Íslandi frá 1954 og sá fyrsti sem sést í Reykjavík í tæp sex hundruð ár. Þórður segist eiga von á að hvert einasta hótel á vestanverðu landinu verði uppbókað þegar almyrkvinn gengur yfir eftir fimm ár. Í Evrópu og á Norðurlöndunum sjáist ekki almyrkvi á sólu næst fyrr en eftir sextíu ár. Sólmyrkvinn á morgun verður sjáanlegur sem hringmyrkvi víðar á norðurhveli, þar á meðal í Kanada, Grænlandi, norðurpólnum og Rússlandi. Hringmyrkvar verða þegar tunglið er aðeins of fjarr jörðinni til þess að hylja alla sólina. Þá sést ljóshringur í kringum tunglið þegar það gengur fyrir sólina. Hægt verður að fylgjast með myrkvanum í beinu streymi víða, þar á meðal á Youtube-rás vefsíðunnar Time and Date hér fyrir neðan.
Tunglið Sólin Reykjavík Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Sjá meira