Bæta við mannskap til að mæta neyðarástandi á bráðamóttöku Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 9. júní 2021 20:02 Runólfur Pálsson er forstöðumaður lyflækninga og bráðaþjónustu Landspítalans. Vísir Landspítalinn mun bæta við mannskap á bráðamóttöku til að mæta því neyðarástandi sem þar hefur ríkt að undanförnu. Forstöðumaður á spítalanum telur að með því sé öryggi sjúklinga tryggt. Þetta sé þó tímabundin lausn og í höndum stjórnvalda að ráða úr vandanum. Félag bráðalækna sendi frá sér yfirlýsingu á laugardag þar sem fram kom að yfirgnæfandi líkur væru á alvarlegum atvikum og jafnvel mannslátum í sjúklingaþjónustu á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi vegna undirmönnunar. Til að mæta vandanum mun Landspítalinn auka viðveru lækna úr öðrum sérgreinum á bráðamóttökunni. Forstöðumaður á spítalanum segir vandann snúa að flæði sjúklinga frá bráðamóttökunni og inn á legudeildir spítalans. Vandinn sé ekki nýr þó hann hafi aldrei verið verri. „Við getum hugsanlega gert stöðuna örlítið betri. Rót vandans er áfram fyrir hendi og það þarf einhvern veginn að finna lausn á því. Á spítalinn að leigja aðstöðu fyrir þessa einstaklinga einhvers staðar annars staðar? Ég held að við þurfum bara að takast á við þetta vandamál sem þjónustuúrræði fyrir aldraða er. Það á ekki að vera málefni Landspítala, það er málefni samfélagsins í heild,“ segir Runólfur Pálsson, forstöðumaður lyflækninga og bráðaþjónustu Landspítalans. Vandamálið eigi sér langa sögu og því sé erfitt að skella skuldinni á núverandi stjórnvöld. „Hins vegar þá verður einhvers staðar byrja að takast á við vandann og þetta er bara samfélagsvandi, að bjóða öldruðu fólki upp á að dvelja í langan tíma á bráðasjúkrahúsi því það fær hvergi inni í samræmi við þeirra þörf. Þetta er samfélagsvandi og stjórnvöld verða náttúrulega að leiða þá vinnu til úrbóta.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Félag bráðalækna sendi frá sér yfirlýsingu á laugardag þar sem fram kom að yfirgnæfandi líkur væru á alvarlegum atvikum og jafnvel mannslátum í sjúklingaþjónustu á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi vegna undirmönnunar. Til að mæta vandanum mun Landspítalinn auka viðveru lækna úr öðrum sérgreinum á bráðamóttökunni. Forstöðumaður á spítalanum segir vandann snúa að flæði sjúklinga frá bráðamóttökunni og inn á legudeildir spítalans. Vandinn sé ekki nýr þó hann hafi aldrei verið verri. „Við getum hugsanlega gert stöðuna örlítið betri. Rót vandans er áfram fyrir hendi og það þarf einhvern veginn að finna lausn á því. Á spítalinn að leigja aðstöðu fyrir þessa einstaklinga einhvers staðar annars staðar? Ég held að við þurfum bara að takast á við þetta vandamál sem þjónustuúrræði fyrir aldraða er. Það á ekki að vera málefni Landspítala, það er málefni samfélagsins í heild,“ segir Runólfur Pálsson, forstöðumaður lyflækninga og bráðaþjónustu Landspítalans. Vandamálið eigi sér langa sögu og því sé erfitt að skella skuldinni á núverandi stjórnvöld. „Hins vegar þá verður einhvers staðar byrja að takast á við vandann og þetta er bara samfélagsvandi, að bjóða öldruðu fólki upp á að dvelja í langan tíma á bráðasjúkrahúsi því það fær hvergi inni í samræmi við þeirra þörf. Þetta er samfélagsvandi og stjórnvöld verða náttúrulega að leiða þá vinnu til úrbóta.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira