Kalla eftir viðamikilli endurskoðun á fjölda Covid-tilfella á Indlandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. júní 2021 09:14 Talið er að mun fleiri hafi smitast og dáið vegna Covid-19 á Indlandi en tölur benda til um. Getty/Bhushan Koyande Hérað á Indlandi hefur hækkað tölu látinna vegna Covid-19 um nokkur þúsund manns eftir að í ljós kom að mörg þúsund tilfelli höfðu ekki verið skráð í gagnagrunni héraðsins. Breytingin er talin varpa skýru ljósi á það að fjöldi dáinna vegna plágunnar sé mun meiri en opinberar tölur sýna. Ástandið á Indlandi vegna veirunnar undanfarna mánuði hefur verið mjög slæmt. Heilbrigðiskerfið bugaðist undan farsóttinni, sjúkrapláss fylltust fljótt og súrefnisskortur hefur valdið alvarlegum afleiðingum í seinni bylgju faraldursins þar í landi. Apríl og maí voru sérstaklega slæmir mánuðir og var ástandið þannig að lík hrönnuðust upp á götum úti. Margir telja að þeir sem dóu ekki á sjúkrahúsum hafi ekki verið taldir með af yfirvöldum, sem hafi valdið því að opinberar tölur hafi ekki lýst ástandinu eins og það var. Bara í Bandaríkjunum hafa fleiri greinst smitaðir af veirunni en á Indlandi. Á Indlandi hafa um 29,2 milljónir manna greinst smitaðir af Covid og 359.676 dauðsföll verið skráð. Nýjustu vendingar virðast þó benda til þess að töluvert fleiri hafi smitast og dáið vegna veirunnar. Yfirvöld í Bihar uppfærðu Covid-tölur sínar í gær. Í því fólst meðal annars að skráðum dauðsföllum fjölgaði úr 5.424 upp í 9.429 samkvæmt frétt Reuters. Öll nýskráð dauðsföll gerðust í síðasta mánuði og rannsaka heilbrigðisyfirvöld í Bihar þessi mistök og hafa kennt einkareknum sjúkrahúsum um mistökin. Kallað hefur verið eftir því að ráðist verði í viðamikla rannsókn á raunverulegum fjölda smitaðra og dáinna vegna veirunnar. Talið er að ógreind Covid-tilfelli séu mun algengari en áður var talið, þá sérstaklega í dreifbýli, en tveir þriðjungar Indverja búa utan borga. Þar er lítið um skimunarmiðstöðvar, sjúkrahús eru fá og langt á milli þeirra. Margir hafa veikst á heimilum sínum og dáið þar án þess að hafa nokkurn tíma verið skimaðir fyrir veirunni. Mörg líkbrennsluhús hafa barist í bökkum við að anna eftirspurn og hafa margar fjölskyldur gripið til þess ráðs að brenna lík dáinna ættingja sinna við bakka Ganges árinnar eða grafa þau í grunnum gröfum á árbökkunum. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Panta 300 milljónir skammta af ósamþykktu bóluefni Indversk stjórnvöld hafa pantað 300 milljónir skammta af bóluefni við kórónuveirunni sem ekki hefur verið samþykkt af lyfjaeftirliti landsins. Önnur bylgja faraldursins ríður nú yfir landið og á annað hundrað þúsund greinast með veiruna á hverjum degi. 4. júní 2021 08:48 Alvarlegur súrefnisskortur yfirvofandi víða Skortur á súrefni fyrir kórónuveirusjúklinga er yfirvofandi í tugum ríkja. Þúsundir hafa dáið vegna súrefnisskorts á Indlandi. 26. maí 2021 20:00 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Ástandið á Indlandi vegna veirunnar undanfarna mánuði hefur verið mjög slæmt. Heilbrigðiskerfið bugaðist undan farsóttinni, sjúkrapláss fylltust fljótt og súrefnisskortur hefur valdið alvarlegum afleiðingum í seinni bylgju faraldursins þar í landi. Apríl og maí voru sérstaklega slæmir mánuðir og var ástandið þannig að lík hrönnuðust upp á götum úti. Margir telja að þeir sem dóu ekki á sjúkrahúsum hafi ekki verið taldir með af yfirvöldum, sem hafi valdið því að opinberar tölur hafi ekki lýst ástandinu eins og það var. Bara í Bandaríkjunum hafa fleiri greinst smitaðir af veirunni en á Indlandi. Á Indlandi hafa um 29,2 milljónir manna greinst smitaðir af Covid og 359.676 dauðsföll verið skráð. Nýjustu vendingar virðast þó benda til þess að töluvert fleiri hafi smitast og dáið vegna veirunnar. Yfirvöld í Bihar uppfærðu Covid-tölur sínar í gær. Í því fólst meðal annars að skráðum dauðsföllum fjölgaði úr 5.424 upp í 9.429 samkvæmt frétt Reuters. Öll nýskráð dauðsföll gerðust í síðasta mánuði og rannsaka heilbrigðisyfirvöld í Bihar þessi mistök og hafa kennt einkareknum sjúkrahúsum um mistökin. Kallað hefur verið eftir því að ráðist verði í viðamikla rannsókn á raunverulegum fjölda smitaðra og dáinna vegna veirunnar. Talið er að ógreind Covid-tilfelli séu mun algengari en áður var talið, þá sérstaklega í dreifbýli, en tveir þriðjungar Indverja búa utan borga. Þar er lítið um skimunarmiðstöðvar, sjúkrahús eru fá og langt á milli þeirra. Margir hafa veikst á heimilum sínum og dáið þar án þess að hafa nokkurn tíma verið skimaðir fyrir veirunni. Mörg líkbrennsluhús hafa barist í bökkum við að anna eftirspurn og hafa margar fjölskyldur gripið til þess ráðs að brenna lík dáinna ættingja sinna við bakka Ganges árinnar eða grafa þau í grunnum gröfum á árbökkunum.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Panta 300 milljónir skammta af ósamþykktu bóluefni Indversk stjórnvöld hafa pantað 300 milljónir skammta af bóluefni við kórónuveirunni sem ekki hefur verið samþykkt af lyfjaeftirliti landsins. Önnur bylgja faraldursins ríður nú yfir landið og á annað hundrað þúsund greinast með veiruna á hverjum degi. 4. júní 2021 08:48 Alvarlegur súrefnisskortur yfirvofandi víða Skortur á súrefni fyrir kórónuveirusjúklinga er yfirvofandi í tugum ríkja. Þúsundir hafa dáið vegna súrefnisskorts á Indlandi. 26. maí 2021 20:00 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Panta 300 milljónir skammta af ósamþykktu bóluefni Indversk stjórnvöld hafa pantað 300 milljónir skammta af bóluefni við kórónuveirunni sem ekki hefur verið samþykkt af lyfjaeftirliti landsins. Önnur bylgja faraldursins ríður nú yfir landið og á annað hundrað þúsund greinast með veiruna á hverjum degi. 4. júní 2021 08:48
Alvarlegur súrefnisskortur yfirvofandi víða Skortur á súrefni fyrir kórónuveirusjúklinga er yfirvofandi í tugum ríkja. Þúsundir hafa dáið vegna súrefnisskorts á Indlandi. 26. maí 2021 20:00