Innlent

Lang­tíma­at­vinnu­lausir fá ein­greiðslu á næstu vikum

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Ríkisstjórnarfundur í Ráðherrabústaðnum
Ríkisstjórnarfundur í Ráðherrabústaðnum Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Ein­greiðsla upp á hundrað þúsund krónur til þeirra sem hafa verið at­vinnu­lausir í 14 mánuði eða lengur verður greidd út fyrir miðjan júlí.

Frum­varp fé­lags- og barna­mála­ráð­herra um þetta var sam­þykkt á þingi í gær en að­gerðin er á meðal þeirra sem ríkis­stjórnin kynnti í nýjasta að­gerða­pakka sínum í lok apríl.

Margir bjuggust við greiðslunni fyrr en hún hefur nú verið sam­þykkt á þingi. Lögin verða síðan birt opin­ber­lega á næstu dögum og taka þá gildi.

Frá þeim tíma sem þau taka gildi hefur Vinnu­mála­stofnun fjórar vikur til að greiða þeim sem eiga rétt á ein­greiðslunni.

Lögin taka væntan­lega gildi á næstu dögum og greiðslan ætti því að vera kominn til allra fyrir miðjan næsta mánuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×