Innlent

Boða niður­stöður rann­sóknar á al­var­legum auka­verkunum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir. Vísir/Vilhelm

Óháðir rannsóknaraðilar sem Landlæknir, sóttvarnalæknir og Lyfjastofnun fengu til þess að rannsaka fimm andlátstilfelli og fimm tilfelli mögulega alvarlega aukaverkana í kjölfar bólusetninga við kórónuveirunni hafa lokið vinnu sinni og skilað af sér niðurstöðum.

Niðurstöðurnar verða kynntar innan skamms, að því er fram kemur í frétt mbl.is.

Þar er vísað til svars Landlæknis við fyrirspurn miðilsins um málið. Þar kemur einnig fram að tveir óháðir sérfræðingar hafi verið fengnir til að meta hvort líklegt væri að andlátin og önnur alvarleg atvik tengdust bólusetningunni eða undirliggjandi áhættuþáttum eða sjúkdómum hjá viðkomandi.

Í tilkynningu á vef landlæknis frá 20. maí kom fram að ekkert benti til þess að beint orsakasamhengi væri á milli bólusetningar og atvikanna sem um ræðir.

Í svari við fyrirspurn mbl kom þá fram að embætti landlæknis vonaðist til þess að geta kynnt niðurstöður rannsóknarinnar sem fyrst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×