Í skemmtilegri tilraun á Facebook og skrifar í þakklætisbók daglega Rakel Sveinsdóttir skrifar 12. júní 2021 10:00 Dagmar Ýr Stefánsdóttir. Mynd tekin að Þerribjargi á Fljótsdalshéraði. Vísir/Aðsend Dagmar Ýr Stefánsdóttir, yfirmaður samskipta- og samfélagsmála hjá Alcoa Fjarðaráli, segist vera mikil áskorunarmanneskja sem mætti þó bæta sig aðeins í skipulaginu. Dagmar skrifar í þakklætisbók kvölds og morgna og fór í áhugaverða tilraun á samfélagsmiðlunum. Hætti á Instagram og síðar í öllu á Facebook nema einstaka hópum. Dagmar segir erfiðara að fara í frí frá Facebook en Instagram. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Alla jafna um klukkan sjö, stundum fyrr ef ég vil taka hreyfingu áður en ég byrja daginn, þá þarf ég að rífa mig upp klukkan sex en þá er líka eins gott að ég nái að fara snemma að sofa!“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Morgnarnir mínir eru rosalega misjafnir og erfitt að hafa fasta rútínu þar sem maðurinn minn vinnur vaktavinnu og því er misjafnt hvort ég er ein með piltana mína tvo eða ekki. Þá er líka misjafnt hvort ég ætla að fara á vinnustaðinn minn í álverinu á Reyðarfirði, því ég bý sjálf á Egilsstöðum, eða vinna heima og því er ég mismikið að flýta mér eftir því. Eitt sem ég geri flesta morgna og er nýr siður sem ég tileinkaði mér í upphafi þessa árs er að skrifa í þakklætisdagbók. Þetta er bók sem heitir „The five minute journal“ og í hana er skrifað bæði kvölds og morgna. Á morgnana skrifa ég þrjá hluti sem ég er þakklát fyrir þann daginn, þrjá hluti sem myndu gera daginn framundan frábæran og möntru fyrir daginn (e. daily affirmation). Til dæmis ef ég veit að það er annasamur dagur framundan þar sem ég þarf að þjóta á milli funda þá reyni ég að stilla hausinn inn á það með því að skrifa niður að í dag ætli ég að vera skipulögð og orkumikil. Ég er eiginlega ekki enn búin að gera upp við mig hvort þetta tól sé að hjálpa mér eitthvað en það er alla vega falin í því ákveðin núvitund að taka nokkrar mínútur á hverjum degi og stilla sig svona af, þótt þessi markmið týnist svo oft í dagsins amstri.“ Hvernig gekk Facebook-tilraunin í mars og út á hvað gekk hún? „Ég hef komist að því að ég er mikil áskorunarmanneskja og finnst gaman að taka þátt í alls konar áskorunum með það að markmiði að auðga og bæta líf mitt. Í upphafi árs 2020 setti ég mér það markmið að hreyfa mig að lágmarki 300 daga þess árs og gerði gott betur og endaði í 361 hreyfidögum og margir vinir mínir á Facebook tóku þátt í þessari áskorun með mér en við vorum með sérstakan hóp til að halda utan um áskorunina. Ég ákvað að endurtaka þetta í ár enda fann ég bara hvað það er rosalega dýrmætt að hafa hreyfingu fastan punkt á hverjum degi. Hins vegar hef ég fundið að samfélagsmiðlar eru mikill tímaþjófur og mig langaði að minnka hlutdeild þeirra í lífi mínu. Ég var farin að finna að þeir tóku tíma frá því að ég væri að stunda áhugamál mín eða sinna fjölskyldunni. Það er svo auðvelt að gleyma sér bara í því að skrolla á Instagram eða Facebook án þess að það sé að gefa manni nokkuð. Ég ákvað því í byrjun ársins að hætta á Instagram en einu samfélagsmiðlarnir sem ég var að nota voru Instagram og Facebook. Facebook er mun erfiðara að segja skilið við. Ég þarf að vera þar að einhverju leyti vegna vinnu minnar þar sem ég sé til dæmis um Facebook síðu Fjarðaáls og svo er tómstundarstarf, bæði mitt og barnanna, mikið skipulagt þarna í gegn. Ég vil til dæmis ekki vera án hreyfihópsins míns þar sem við höldum utan um 300 daga hreyfiáskorunina og ég þarf að vita ef það eru breytingar á æfingatíma hjá eldri stráknum og áfram mætti telja. Ég greip því til þess ráðs í mars að gera smá tilraun með Facebook þar sem ég eyddi út flest öllum vinum mínum, þangað til mér var góðfúslega bent á að ég þyrfti ekki að eyða fólki út, ég gæti bara „unfollowað“ það og þá byrjaði ég að gera það í staðinn. En ég alla vega endaði í því að ég var ekki lengur að sjá neina pósta frá fólki og tók mér líka alveg frí í því að setja inn pósta sjálf. Það eina sem ég fylgdist með voru nokkrir hópar sem var mikilvægt að ég væri meðvituð um. Ég var nú eiginlega bara í fráhvörfum fyrstu dagana! En svo vandist þetta og núna er ég farin að velta fyrir mér hver næstu skref verða með þessa tilraun, hvort ég reyni að draga þetta enn meira saman eða hvort ég set aftur inn ákveðna aðila sem ég finn að ég hreinlega sakna að sjá ekki fréttir frá. Sérstaklega góðir vinir sem búa kannski lengra í burtu. En alla vega, ég held það sé nauðsynlegt að hrista aðeins svona upp í sér annað slagið!“ Dagmar viðurkennir að hún mætti alveg bæta sig aðeins í skipulaginu og segist oft í baráttu við pósthólfið sitt. Þessar vikurnar er hún hins vegar að reyna að tileinka sér aðferðarfræði Bullet Journal. Myndin af Dagmar er tekin á Hjörleifshöfða.Vísir/Aðsent Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? Þau eru fjölmörg verkefnin sem ég er að vasast í en meðal þess sem ég hef verið að fást við upp á síðkastið er að aðstoða við að koma á fót háskólanámi hér á Austurlandi. Við tókum okkur saman nokkur fyrirtæki um daginn og skrifuðum undir samkomulag um að veita efnilegum nemendum námsstyrki þegar nám í tæknifræði fer af stað hér fyrir austan haustið 2022 í samstarfi HR og HA. Þá kom nýverið út samfélagsskýrsla Alcoa Fjarðaáls sem er afar viðamikil skýrsla þar sem fólk getur kynnt sér allt það helsta úr starfsemi okkar árið 2020. Hana má nálgast á vefsíðunni alcoa.samfelagsskyrsla.is á pdf formi en þessa dagana er ég að vinna í því að endurvinna vefútgáfu skýrslunnar og koma út dreifibréfi sem fer inn á öll heimili hér á Austurlandi til að láta fólk í okkar nærsamfélagi vita af því að skýrslan sé komin út og hvar megi nálgast hana.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Æj það er nú eitthvað sem ég mætti vera betri í. Ég á í endalausri baráttu við pósthólfið mitt sem mér gengur ekkert að koma böndum á! En ég kynntist reyndar Bullet Journal á þessu ári og hef verið að reyna að tileinka mér þá aðferðafræði. Mér finnst rosalega gott að skrifa niður og merkja við, ég á ekki gott með að skipuleggja mig í tölvu og finnst betra að nota blað og penna. Svo viðurkenni ég að það er svolítið af post-it miðum allt í kringum mig svo ég er ekki alveg komin upp á lag með að nota bara bókina góðu! En ég mæli með BuJo, það er skemmtilegt að dunda sér við að skipuleggja mánuðinn sem er framundan með því að teikna hann upp inn í bókina og ég nota hana líka til að setja mér markmið fyrir hvern mánuð, bæði vinnutengd og persónuleg.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég vil fara snemma að sofa og er yfirleitt að fara upp í rúm um klukkan ellefu en væri alveg til í að fara að sofa aðeins fyrr og vakna fyrr, ég er frekar mikil A týpa.“ Kaffispjallið Áliðnaður Fjarðabyggð Tengdar fréttir Hefur hringt í vin sinn alla morgna í fimmtán ár og þeir hvetja hvor annan „Ég gæti trúað því að það sé hægt að flokka mig sem frumkvöðul, annars held ég að ég viti ekki enn hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór, það er svo margt sem mig langar að gera. Kannski þarf maður ekki að vera neitt heldur bara margt,“ segir Eyþór Guðjónsson einn eiganda Sky Lagoon á Kársnesi, aðspurður um starfstitilinn. 5. júní 2021 10:01 Eiginmaðurinn sér um fréttavaktina á morgnana Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa, segir eiginmanninn sjá um fréttavaktina fyrir þau hjónin alla morgna en þá gefur hann henni skýrslu um allt það helsta sem fjölmiðlarnir eru að fjalla um. Gunnur hefur lagt hlaupaskónna á hilluna en ætlar að vinna eiginmanninn í tennis í sumar. Hún segir Dagatalið og Outlook algjöra líflínu í skipulagi. Það á við um verkefnin í vinnunni, heima fyrir og já, líka tengt börnunum. 29. maí 2021 10:01 Byrjar daginn á því að leita að fuglum og köttum Það kann að hljóma furðulega að Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, byrji daginn á því að leita að fuglum og köttum. Skýringin er reyndar einföld því morgunrútínu Halldórs er meðal annars stjórnað af yngstu dóttur hans, sem vekur pabba sinn hispurslaust klukkan hálfsjö. Halldór átti sér stóra drauma þegar hann var lítill. Til dæmis að verða tígrisdýr. Í dag eru það hins vegar hjól atvinnulífsins í kjölfar Covid og bólusetninga sem Halldór er með hugann við og í skipulagi heldur hann trygglyndi við Outlook dagatalið. 22. maí 2021 10:00 Rifjar upp prins Valíant og gírar sig í gleðigírinn alla morgna Sigrún Hildur Jónsdóttir, framkvæmdastjóri kúnnagleði og meðstofnandi Klappir, lifði sig inn í ævintýri prins Valíant þegar að hún var lítil og fannst gaman að tálga örvar með pabba sínum. Sigrún Hildur leggur sérstaka áherslu á það alla morgna, að gíra sig inn í gleði og jákvæðni, sem hún segir mjög mikilvægt til þess að mæta rétt innstilltur til vinnu. 15. maí 2021 10:00 Eitt sinn alltaf dragúldinn á morgnana, sérstaklega á mánudögum Þórarinn Ævarsson segist ekki vita hvort hann eigi að titla sig sem framkvæmdastjóri, pizzubakara eða Spaðakónginn því allir eiga þessir titlar við. Þórarinn er fréttafíkill sem eitt sinn vaknaði alltaf sem dragúldinn B-týpa á morgnana. En nú er öldin önnur því í dag vaknar Þórarinn um áttaleytið og sendir uppúr því lykilstarfsmönnum sínum hrós og ábendingar. 8. maí 2021 10:01 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Alla jafna um klukkan sjö, stundum fyrr ef ég vil taka hreyfingu áður en ég byrja daginn, þá þarf ég að rífa mig upp klukkan sex en þá er líka eins gott að ég nái að fara snemma að sofa!“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Morgnarnir mínir eru rosalega misjafnir og erfitt að hafa fasta rútínu þar sem maðurinn minn vinnur vaktavinnu og því er misjafnt hvort ég er ein með piltana mína tvo eða ekki. Þá er líka misjafnt hvort ég ætla að fara á vinnustaðinn minn í álverinu á Reyðarfirði, því ég bý sjálf á Egilsstöðum, eða vinna heima og því er ég mismikið að flýta mér eftir því. Eitt sem ég geri flesta morgna og er nýr siður sem ég tileinkaði mér í upphafi þessa árs er að skrifa í þakklætisdagbók. Þetta er bók sem heitir „The five minute journal“ og í hana er skrifað bæði kvölds og morgna. Á morgnana skrifa ég þrjá hluti sem ég er þakklát fyrir þann daginn, þrjá hluti sem myndu gera daginn framundan frábæran og möntru fyrir daginn (e. daily affirmation). Til dæmis ef ég veit að það er annasamur dagur framundan þar sem ég þarf að þjóta á milli funda þá reyni ég að stilla hausinn inn á það með því að skrifa niður að í dag ætli ég að vera skipulögð og orkumikil. Ég er eiginlega ekki enn búin að gera upp við mig hvort þetta tól sé að hjálpa mér eitthvað en það er alla vega falin í því ákveðin núvitund að taka nokkrar mínútur á hverjum degi og stilla sig svona af, þótt þessi markmið týnist svo oft í dagsins amstri.“ Hvernig gekk Facebook-tilraunin í mars og út á hvað gekk hún? „Ég hef komist að því að ég er mikil áskorunarmanneskja og finnst gaman að taka þátt í alls konar áskorunum með það að markmiði að auðga og bæta líf mitt. Í upphafi árs 2020 setti ég mér það markmið að hreyfa mig að lágmarki 300 daga þess árs og gerði gott betur og endaði í 361 hreyfidögum og margir vinir mínir á Facebook tóku þátt í þessari áskorun með mér en við vorum með sérstakan hóp til að halda utan um áskorunina. Ég ákvað að endurtaka þetta í ár enda fann ég bara hvað það er rosalega dýrmætt að hafa hreyfingu fastan punkt á hverjum degi. Hins vegar hef ég fundið að samfélagsmiðlar eru mikill tímaþjófur og mig langaði að minnka hlutdeild þeirra í lífi mínu. Ég var farin að finna að þeir tóku tíma frá því að ég væri að stunda áhugamál mín eða sinna fjölskyldunni. Það er svo auðvelt að gleyma sér bara í því að skrolla á Instagram eða Facebook án þess að það sé að gefa manni nokkuð. Ég ákvað því í byrjun ársins að hætta á Instagram en einu samfélagsmiðlarnir sem ég var að nota voru Instagram og Facebook. Facebook er mun erfiðara að segja skilið við. Ég þarf að vera þar að einhverju leyti vegna vinnu minnar þar sem ég sé til dæmis um Facebook síðu Fjarðaáls og svo er tómstundarstarf, bæði mitt og barnanna, mikið skipulagt þarna í gegn. Ég vil til dæmis ekki vera án hreyfihópsins míns þar sem við höldum utan um 300 daga hreyfiáskorunina og ég þarf að vita ef það eru breytingar á æfingatíma hjá eldri stráknum og áfram mætti telja. Ég greip því til þess ráðs í mars að gera smá tilraun með Facebook þar sem ég eyddi út flest öllum vinum mínum, þangað til mér var góðfúslega bent á að ég þyrfti ekki að eyða fólki út, ég gæti bara „unfollowað“ það og þá byrjaði ég að gera það í staðinn. En ég alla vega endaði í því að ég var ekki lengur að sjá neina pósta frá fólki og tók mér líka alveg frí í því að setja inn pósta sjálf. Það eina sem ég fylgdist með voru nokkrir hópar sem var mikilvægt að ég væri meðvituð um. Ég var nú eiginlega bara í fráhvörfum fyrstu dagana! En svo vandist þetta og núna er ég farin að velta fyrir mér hver næstu skref verða með þessa tilraun, hvort ég reyni að draga þetta enn meira saman eða hvort ég set aftur inn ákveðna aðila sem ég finn að ég hreinlega sakna að sjá ekki fréttir frá. Sérstaklega góðir vinir sem búa kannski lengra í burtu. En alla vega, ég held það sé nauðsynlegt að hrista aðeins svona upp í sér annað slagið!“ Dagmar viðurkennir að hún mætti alveg bæta sig aðeins í skipulaginu og segist oft í baráttu við pósthólfið sitt. Þessar vikurnar er hún hins vegar að reyna að tileinka sér aðferðarfræði Bullet Journal. Myndin af Dagmar er tekin á Hjörleifshöfða.Vísir/Aðsent Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? Þau eru fjölmörg verkefnin sem ég er að vasast í en meðal þess sem ég hef verið að fást við upp á síðkastið er að aðstoða við að koma á fót háskólanámi hér á Austurlandi. Við tókum okkur saman nokkur fyrirtæki um daginn og skrifuðum undir samkomulag um að veita efnilegum nemendum námsstyrki þegar nám í tæknifræði fer af stað hér fyrir austan haustið 2022 í samstarfi HR og HA. Þá kom nýverið út samfélagsskýrsla Alcoa Fjarðaáls sem er afar viðamikil skýrsla þar sem fólk getur kynnt sér allt það helsta úr starfsemi okkar árið 2020. Hana má nálgast á vefsíðunni alcoa.samfelagsskyrsla.is á pdf formi en þessa dagana er ég að vinna í því að endurvinna vefútgáfu skýrslunnar og koma út dreifibréfi sem fer inn á öll heimili hér á Austurlandi til að láta fólk í okkar nærsamfélagi vita af því að skýrslan sé komin út og hvar megi nálgast hana.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Æj það er nú eitthvað sem ég mætti vera betri í. Ég á í endalausri baráttu við pósthólfið mitt sem mér gengur ekkert að koma böndum á! En ég kynntist reyndar Bullet Journal á þessu ári og hef verið að reyna að tileinka mér þá aðferðafræði. Mér finnst rosalega gott að skrifa niður og merkja við, ég á ekki gott með að skipuleggja mig í tölvu og finnst betra að nota blað og penna. Svo viðurkenni ég að það er svolítið af post-it miðum allt í kringum mig svo ég er ekki alveg komin upp á lag með að nota bara bókina góðu! En ég mæli með BuJo, það er skemmtilegt að dunda sér við að skipuleggja mánuðinn sem er framundan með því að teikna hann upp inn í bókina og ég nota hana líka til að setja mér markmið fyrir hvern mánuð, bæði vinnutengd og persónuleg.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég vil fara snemma að sofa og er yfirleitt að fara upp í rúm um klukkan ellefu en væri alveg til í að fara að sofa aðeins fyrr og vakna fyrr, ég er frekar mikil A týpa.“
Kaffispjallið Áliðnaður Fjarðabyggð Tengdar fréttir Hefur hringt í vin sinn alla morgna í fimmtán ár og þeir hvetja hvor annan „Ég gæti trúað því að það sé hægt að flokka mig sem frumkvöðul, annars held ég að ég viti ekki enn hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór, það er svo margt sem mig langar að gera. Kannski þarf maður ekki að vera neitt heldur bara margt,“ segir Eyþór Guðjónsson einn eiganda Sky Lagoon á Kársnesi, aðspurður um starfstitilinn. 5. júní 2021 10:01 Eiginmaðurinn sér um fréttavaktina á morgnana Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa, segir eiginmanninn sjá um fréttavaktina fyrir þau hjónin alla morgna en þá gefur hann henni skýrslu um allt það helsta sem fjölmiðlarnir eru að fjalla um. Gunnur hefur lagt hlaupaskónna á hilluna en ætlar að vinna eiginmanninn í tennis í sumar. Hún segir Dagatalið og Outlook algjöra líflínu í skipulagi. Það á við um verkefnin í vinnunni, heima fyrir og já, líka tengt börnunum. 29. maí 2021 10:01 Byrjar daginn á því að leita að fuglum og köttum Það kann að hljóma furðulega að Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, byrji daginn á því að leita að fuglum og köttum. Skýringin er reyndar einföld því morgunrútínu Halldórs er meðal annars stjórnað af yngstu dóttur hans, sem vekur pabba sinn hispurslaust klukkan hálfsjö. Halldór átti sér stóra drauma þegar hann var lítill. Til dæmis að verða tígrisdýr. Í dag eru það hins vegar hjól atvinnulífsins í kjölfar Covid og bólusetninga sem Halldór er með hugann við og í skipulagi heldur hann trygglyndi við Outlook dagatalið. 22. maí 2021 10:00 Rifjar upp prins Valíant og gírar sig í gleðigírinn alla morgna Sigrún Hildur Jónsdóttir, framkvæmdastjóri kúnnagleði og meðstofnandi Klappir, lifði sig inn í ævintýri prins Valíant þegar að hún var lítil og fannst gaman að tálga örvar með pabba sínum. Sigrún Hildur leggur sérstaka áherslu á það alla morgna, að gíra sig inn í gleði og jákvæðni, sem hún segir mjög mikilvægt til þess að mæta rétt innstilltur til vinnu. 15. maí 2021 10:00 Eitt sinn alltaf dragúldinn á morgnana, sérstaklega á mánudögum Þórarinn Ævarsson segist ekki vita hvort hann eigi að titla sig sem framkvæmdastjóri, pizzubakara eða Spaðakónginn því allir eiga þessir titlar við. Þórarinn er fréttafíkill sem eitt sinn vaknaði alltaf sem dragúldinn B-týpa á morgnana. En nú er öldin önnur því í dag vaknar Þórarinn um áttaleytið og sendir uppúr því lykilstarfsmönnum sínum hrós og ábendingar. 8. maí 2021 10:01 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Hefur hringt í vin sinn alla morgna í fimmtán ár og þeir hvetja hvor annan „Ég gæti trúað því að það sé hægt að flokka mig sem frumkvöðul, annars held ég að ég viti ekki enn hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór, það er svo margt sem mig langar að gera. Kannski þarf maður ekki að vera neitt heldur bara margt,“ segir Eyþór Guðjónsson einn eiganda Sky Lagoon á Kársnesi, aðspurður um starfstitilinn. 5. júní 2021 10:01
Eiginmaðurinn sér um fréttavaktina á morgnana Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa, segir eiginmanninn sjá um fréttavaktina fyrir þau hjónin alla morgna en þá gefur hann henni skýrslu um allt það helsta sem fjölmiðlarnir eru að fjalla um. Gunnur hefur lagt hlaupaskónna á hilluna en ætlar að vinna eiginmanninn í tennis í sumar. Hún segir Dagatalið og Outlook algjöra líflínu í skipulagi. Það á við um verkefnin í vinnunni, heima fyrir og já, líka tengt börnunum. 29. maí 2021 10:01
Byrjar daginn á því að leita að fuglum og köttum Það kann að hljóma furðulega að Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, byrji daginn á því að leita að fuglum og köttum. Skýringin er reyndar einföld því morgunrútínu Halldórs er meðal annars stjórnað af yngstu dóttur hans, sem vekur pabba sinn hispurslaust klukkan hálfsjö. Halldór átti sér stóra drauma þegar hann var lítill. Til dæmis að verða tígrisdýr. Í dag eru það hins vegar hjól atvinnulífsins í kjölfar Covid og bólusetninga sem Halldór er með hugann við og í skipulagi heldur hann trygglyndi við Outlook dagatalið. 22. maí 2021 10:00
Rifjar upp prins Valíant og gírar sig í gleðigírinn alla morgna Sigrún Hildur Jónsdóttir, framkvæmdastjóri kúnnagleði og meðstofnandi Klappir, lifði sig inn í ævintýri prins Valíant þegar að hún var lítil og fannst gaman að tálga örvar með pabba sínum. Sigrún Hildur leggur sérstaka áherslu á það alla morgna, að gíra sig inn í gleði og jákvæðni, sem hún segir mjög mikilvægt til þess að mæta rétt innstilltur til vinnu. 15. maí 2021 10:00
Eitt sinn alltaf dragúldinn á morgnana, sérstaklega á mánudögum Þórarinn Ævarsson segist ekki vita hvort hann eigi að titla sig sem framkvæmdastjóri, pizzubakara eða Spaðakónginn því allir eiga þessir titlar við. Þórarinn er fréttafíkill sem eitt sinn vaknaði alltaf sem dragúldinn B-týpa á morgnana. En nú er öldin önnur því í dag vaknar Þórarinn um áttaleytið og sendir uppúr því lykilstarfsmönnum sínum hrós og ábendingar. 8. maí 2021 10:01