Stóru iðnríkin ætla að gefa milljarð bóluefnaskammta Kjartan Kjartansson skrifar 11. júní 2021 09:56 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, (t.v.) og Joe Biden Bandaríkjaforseti (t.h.) hafa samtals lofað fleiri en 600 milljónum skammta af bóluefni til snauðari þjóða. AP/Toby Melville Sjö helstu iðnríki heims ætla að tilkynna að þau muni gefa þróunarríkjum um allan heim að minnsta kosti milljarð skammta af bóluefni gegn kórónuveirunni. Bandaríkin og Bretland ætla að leggja til meira en helming skammtanna. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur þegar tilkynnt að hann ætli að láta alríkisstjórnina kaupa hálfan milljarð skammta af bóluefni til að gefa ríkjum sem eiga erfitt uppdráttar í faraldrinum og í gær var tilkynnt að bresk stjórnvöld ætluðu að gefa 100 milljónir skammta. Uppbygging eftir kórónuveiruheimsfaraldurinn er á dagskrá fundar G7-ríkjanna svonefndu á Englandi í dag. Auk Bandaríkjanna og Bretlands eiga Kanada, Frakkland, Þýskaland, Ítalía og Japan sæti við borðið. „Við ætlum að hjálpa til við að leiða heiminn út úr þessum faraldri með því að vinna með alþjóðlegum bandamönnum okkar,“ sagði Biden í gær. Bóluefni gegn kórónuveirunni hefur verið verulega misskipt í heiminum. Í Bandaríkjunum safnast nú upp birgðir af skömmtum þar sem eftirspurn eftir bólusetningu fer minnkandi. Á sama tíma segir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin að 90% Afríkuríkja muni ekki ná markmiði um að bólusetja 10% íbúa sinna fyrir september. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og gestgjafi G7-fundarins, sagðist vonast til þess að hinir leiðtogarnir á fundinum fylgdu í fótspor þeirra Biden og kynntu heit um að gefa bóluefni til snauðari þjóða. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tók vel í það og sagði að Evrópuríki ættu að fylgja í kjölfarið. Frakkar ætla að gefa að minnsta kosti þrjátíu milljónir skammta fyrir lok ársins, að sögn AP-fréttastofunnar. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Boris segist hafa átt frábæran fund með Biden Boris Johnson forsætisráðherra Breta segist hafa átt frábæran fund með Joe Biden Bandaríkjaforseta sem staddur er á Englandi þessa dagana. 11. júní 2021 06:54 Bretland gefi 100 milljónir skammta bóluefnis Boris Johnson, forsætisráðherra Bretland, tilkynnti í dag að Bretland myndi gefa rúmlega 100 milljónir skammta bóluefnis til fátækari landa. 11. júní 2021 00:02 Langflest Afríkuríki ná ekki bólusetningarmarkmiði Níu af hverjum tíu Afríkuríkjum ná ekki markmiði um að bólusetja 10% íbúa sinna fyrir september, að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins er nú í uppsiglingu víða í álfunni. 10. júní 2021 14:52 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur þegar tilkynnt að hann ætli að láta alríkisstjórnina kaupa hálfan milljarð skammta af bóluefni til að gefa ríkjum sem eiga erfitt uppdráttar í faraldrinum og í gær var tilkynnt að bresk stjórnvöld ætluðu að gefa 100 milljónir skammta. Uppbygging eftir kórónuveiruheimsfaraldurinn er á dagskrá fundar G7-ríkjanna svonefndu á Englandi í dag. Auk Bandaríkjanna og Bretlands eiga Kanada, Frakkland, Þýskaland, Ítalía og Japan sæti við borðið. „Við ætlum að hjálpa til við að leiða heiminn út úr þessum faraldri með því að vinna með alþjóðlegum bandamönnum okkar,“ sagði Biden í gær. Bóluefni gegn kórónuveirunni hefur verið verulega misskipt í heiminum. Í Bandaríkjunum safnast nú upp birgðir af skömmtum þar sem eftirspurn eftir bólusetningu fer minnkandi. Á sama tíma segir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin að 90% Afríkuríkja muni ekki ná markmiði um að bólusetja 10% íbúa sinna fyrir september. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands og gestgjafi G7-fundarins, sagðist vonast til þess að hinir leiðtogarnir á fundinum fylgdu í fótspor þeirra Biden og kynntu heit um að gefa bóluefni til snauðari þjóða. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tók vel í það og sagði að Evrópuríki ættu að fylgja í kjölfarið. Frakkar ætla að gefa að minnsta kosti þrjátíu milljónir skammta fyrir lok ársins, að sögn AP-fréttastofunnar.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Boris segist hafa átt frábæran fund með Biden Boris Johnson forsætisráðherra Breta segist hafa átt frábæran fund með Joe Biden Bandaríkjaforseta sem staddur er á Englandi þessa dagana. 11. júní 2021 06:54 Bretland gefi 100 milljónir skammta bóluefnis Boris Johnson, forsætisráðherra Bretland, tilkynnti í dag að Bretland myndi gefa rúmlega 100 milljónir skammta bóluefnis til fátækari landa. 11. júní 2021 00:02 Langflest Afríkuríki ná ekki bólusetningarmarkmiði Níu af hverjum tíu Afríkuríkjum ná ekki markmiði um að bólusetja 10% íbúa sinna fyrir september, að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins er nú í uppsiglingu víða í álfunni. 10. júní 2021 14:52 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Boris segist hafa átt frábæran fund með Biden Boris Johnson forsætisráðherra Breta segist hafa átt frábæran fund með Joe Biden Bandaríkjaforseta sem staddur er á Englandi þessa dagana. 11. júní 2021 06:54
Bretland gefi 100 milljónir skammta bóluefnis Boris Johnson, forsætisráðherra Bretland, tilkynnti í dag að Bretland myndi gefa rúmlega 100 milljónir skammta bóluefnis til fátækari landa. 11. júní 2021 00:02
Langflest Afríkuríki ná ekki bólusetningarmarkmiði Níu af hverjum tíu Afríkuríkjum ná ekki markmiði um að bólusetja 10% íbúa sinna fyrir september, að sögn Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins er nú í uppsiglingu víða í álfunni. 10. júní 2021 14:52