Adda valdi hanskalausan markvörð frá Portúgal besta mómentið sitt frá EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2021 12:45 Ásgerður Stefanía Baldursdóttir rifjaði upp skemmtilegt móment frá EM 2004 þegar Ricardo tryggði Portúgal sigur á Englandi með því að verja og skora úr vítaspyrnu í vítakeppni. Samsett/S2 Sport og EPA EM í dag fékk gesti sína til að velja sín eftirminnilegustu móment frá sögu Evrópumótsins og þau komu úr ýmsum áttum. Ein af þeim sem valdi sitt uppáhaldsmóment var knattspyrnukonan Ásgerður Stefanía Baldursdóttir eða Adda eins og flestir þekkja hana. „Ég er svo fegin að hafa ekki valið Ísland út af því Freysi var með hetjusögu hérna áðan og ég hefði ekki einu sinni getað verið með hetjusögu í stofunni heima,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir í léttum tón en hún er ein af sérfræðingum Stöðvar 2 Sports á EM. „Ég valdi þegar Ricardo varði vítaspyrnu árið 2004,“ sagði Ásgerður en þetta var í vítakeppninni í átta liða úrslitum EM 2004 þegar Portúgal sló England út úr keppni. Ricardo varði þá víti frá Darius Vassell og tryggði síðan sjálfur Portúgölum sæti í undanúrslitunum með því að skora sjálfur úr lokaspyrnunni. „Hann var í engum hönskum og mér finnst þetta svo geðveikt. Það er ekki möguleiki á því að þú sjáir þetta í dag. David De Gea og svona meistarar þeir fara ekki úr hönskunum,“ sagði Ásgerður. „Svo fer hann sjálfur á punktinn,“ sagði Ásgerður og bætti við: „Ég las einhvern tímann viðtal við hann þar sem hann talaði um það að hann hefði verið búinn að fara yfir vítaspyrnurnar hjá öllum skyttunum. Svo kom þessi gæi á vítapunktinn og hann vissi ekkert hver þetta var. Hann ákvað því bara að fara úr hönskunum,“ sagði Ásgerður. Það má sjá vítin og það sem Ásgerður Stefanía sagði hér fyrir neðan. Klippa: EM í dag: Uppáhaldsmóment Öddu á EM EM í dag verður í dagskrá klukkan 21.00 á EM-stöðinni á öllum leikdögum Evrópukeppninnar en þar munu þau Gummi Ben og Helena gera upp daginn með góðum gestum sem koma víðs vegar að úr þjóðafélaginu. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira
„Ég er svo fegin að hafa ekki valið Ísland út af því Freysi var með hetjusögu hérna áðan og ég hefði ekki einu sinni getað verið með hetjusögu í stofunni heima,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir í léttum tón en hún er ein af sérfræðingum Stöðvar 2 Sports á EM. „Ég valdi þegar Ricardo varði vítaspyrnu árið 2004,“ sagði Ásgerður en þetta var í vítakeppninni í átta liða úrslitum EM 2004 þegar Portúgal sló England út úr keppni. Ricardo varði þá víti frá Darius Vassell og tryggði síðan sjálfur Portúgölum sæti í undanúrslitunum með því að skora sjálfur úr lokaspyrnunni. „Hann var í engum hönskum og mér finnst þetta svo geðveikt. Það er ekki möguleiki á því að þú sjáir þetta í dag. David De Gea og svona meistarar þeir fara ekki úr hönskunum,“ sagði Ásgerður. „Svo fer hann sjálfur á punktinn,“ sagði Ásgerður og bætti við: „Ég las einhvern tímann viðtal við hann þar sem hann talaði um það að hann hefði verið búinn að fara yfir vítaspyrnurnar hjá öllum skyttunum. Svo kom þessi gæi á vítapunktinn og hann vissi ekkert hver þetta var. Hann ákvað því bara að fara úr hönskunum,“ sagði Ásgerður. Það má sjá vítin og það sem Ásgerður Stefanía sagði hér fyrir neðan. Klippa: EM í dag: Uppáhaldsmóment Öddu á EM EM í dag verður í dagskrá klukkan 21.00 á EM-stöðinni á öllum leikdögum Evrópukeppninnar en þar munu þau Gummi Ben og Helena gera upp daginn með góðum gestum sem koma víðs vegar að úr þjóðafélaginu.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira