Wales og Sviss skiptu stigunum á milli sín 12. júní 2021 15:20 Mario Gavranovic skorar það sem hefði verið sigurmark leiksins. Naomi Baker/Getty Images Wales og Sviss mættust í fyrsta leik dagsins á EM fyrr í dag. Svisslendingar komust yfir í fyrri hálfleik, en Kieffer Moore jafnaði metin fyrir Walesverja þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Niðurstaðan 1-1 jafntefli og liðin því bæði með eitt stig. Svisslendingar voru sterkari aðilinn í heildina í dag. Það voru þó Walesverjar sem áttu fyrsta hættulega færi leiksins. Daniel James átti þá frábæra fyrirgjöf beint á kollinn á Kieffer Moore, en Yann Sommer gerði virkilega vel í því að verja. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks vildu Svisslendingar fá vítaspyrnu. Chris Mepham hélt þá vel og lengi í treyju Breel Embolo innan vítateigs. Embolo gerði þó vel og kom boltanum á Haris Seferovic sem var í dauðafæri, en skot hans framhjá og staðan því markalaus í hálfleik. Svisslendingar byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti. Strax á 49.mínútu fengu þeir hornspyrnu. Xherdan Shaqiri tók spyrnuna og fann kollinn á Embolo sem skilaði boltanum í netið. Walesverjar tóku þá aðeins við sér og náðu að koma sér í hættulegar stöður. Það skilaði sér loksins á 76.mínútu. Þá tók Daniel James stutta hornspyrnu á Joe Allen sem kom boltanum út á Joe Morrell. Hann átti þá fallega fyrirgjöf sem Kieffer Moore gerði virkilega vel í að stýra í netið. Mario Gavranovic kom inn af varamannabekk Svisslendinga þegar um fimm mínútur voru til leiksloka. Hans fyrsta verk var að skila boltanum í netið, en gamanið varði stutt því myndbandsdómarinn lét vita að Gavranovic hefði verið rangstæður. Ekki náðu liðin að finna netmöskvanna oftar í leiknum og þurftu því að sættast á jafnan hlut. Bæði lið eru nú með eitt stig í riðlinum, en Ítalir eru á toppnum með þrjú. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990. EM 2020 í fótbolta
Wales og Sviss mættust í fyrsta leik dagsins á EM fyrr í dag. Svisslendingar komust yfir í fyrri hálfleik, en Kieffer Moore jafnaði metin fyrir Walesverja þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka. Niðurstaðan 1-1 jafntefli og liðin því bæði með eitt stig. Svisslendingar voru sterkari aðilinn í heildina í dag. Það voru þó Walesverjar sem áttu fyrsta hættulega færi leiksins. Daniel James átti þá frábæra fyrirgjöf beint á kollinn á Kieffer Moore, en Yann Sommer gerði virkilega vel í því að verja. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks vildu Svisslendingar fá vítaspyrnu. Chris Mepham hélt þá vel og lengi í treyju Breel Embolo innan vítateigs. Embolo gerði þó vel og kom boltanum á Haris Seferovic sem var í dauðafæri, en skot hans framhjá og staðan því markalaus í hálfleik. Svisslendingar byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti. Strax á 49.mínútu fengu þeir hornspyrnu. Xherdan Shaqiri tók spyrnuna og fann kollinn á Embolo sem skilaði boltanum í netið. Walesverjar tóku þá aðeins við sér og náðu að koma sér í hættulegar stöður. Það skilaði sér loksins á 76.mínútu. Þá tók Daniel James stutta hornspyrnu á Joe Allen sem kom boltanum út á Joe Morrell. Hann átti þá fallega fyrirgjöf sem Kieffer Moore gerði virkilega vel í að stýra í netið. Mario Gavranovic kom inn af varamannabekk Svisslendinga þegar um fimm mínútur voru til leiksloka. Hans fyrsta verk var að skila boltanum í netið, en gamanið varði stutt því myndbandsdómarinn lét vita að Gavranovic hefði verið rangstæður. Ekki náðu liðin að finna netmöskvanna oftar í leiknum og þurftu því að sættast á jafnan hlut. Bæði lið eru nú með eitt stig í riðlinum, en Ítalir eru á toppnum með þrjú. EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
EM 2020 verður sýnt á Stöð 2 Sport EM 2020 sem er hluti af Sportpakkanum, Stóra pakkanum og Risapakkanum. EM 2020 verður einnig hægt að kaupa stakt á kr. 6.990 en fyrir viðskiptavini með aðra áskrift en ofangreindar frá Stöð 2 kostar áskriftin kr. 3.990.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti