Dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir að bana eiginkonu sinni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. júní 2021 16:06 Maðurinn var dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir að hafa banað eiginkonu sinni. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í dag sakfelldur í Landsrétti fyrir að hafa banað eiginkonu sinni í Sandgerði og dæmdur í fjórtán ára fangelsi. Maðurinn er sagður hafa þrengt að hálsi hennar með þeim afleiðingum að hún lést af völdum köfnunar. Landsréttur segir að um stórhættulega atlögu hafi verið að ræða og að maðurinn hafi hlotið að vera ljóst að langlíklegast væri að bani hlytist af henni. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í janúar síðastliðnum og ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar í kjölfarið. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms. Atvikið átti sér stað þann 28. mars á síðasta ári. Maðurinn var handtekinn fjórum dögum eftir atburðinn eftir að bráðabirgðaniðurstaða réttarkrufningar lá fyrir. Var það niðurstaða réttarmeinafræðings að konan hafi látist af völdum köfnunar eftir að þrengt var að hálsi hennar. Maðurinn sagðist ekki muna eftir því að hafa beitt eiginkonu sína ofbeldi af neinu tagi. Hann lýsti því fyrir héraðsdómi að þau hafi setið við drykkju föstudagskvöldið 27. mars og eitthvað fram eftir. „Hann kvaðst hafa farið í „blackout“ en myndi síðast eftir sér í sófa í stofunni að horfa á sjónvarp. Hann hefði rumskað í sófanum um morguninn eða um hádegisbil en snúið sér á hina hliðina og haldið áfram að sofa. Hann hefði síðan vaknað síðla dags og þá komið að A látinni í hinum sófanum í stofunni,“ segir í dómi Landsréttar. Meðal sönnunargagna voru mælingar um netnotkun og hreyfingu Gallup-mæla sem maðurinn og konan báru og nema hljóð úr útsendingum hljóðvarps og sjónvarps. Hreyfing kom fram í mælum beggja eftir klukkan 6:11 að morgni laugardagsins 28. mars en eftir klukkan 12:03 nam mælir konunnar ekki hreyfingu. Ekki namst hreyfing á mæli mannsins á milli klukkan 12:41 og 17:13 þegar báðir mælarnir voru settir í hleðslu. Maðurinn hringdi í dóttur sína klukkan 18:06 og syni sína í beinu framhaldi en dóttir hans hringdi í Neyðarlínuna af heimili föður síns klukkan 18:40. Læknir staðfesti andlát konunnar á vettvangi klukkan 19:24. Læknirinn vitnaði fyrir héraðsdómi að líkskoðun hafi bent til þess að konan hafi látist að minnsta kosti tveimur til fjórum tímum áður en andlátið var staðfest. Af því megi ráða að konan hafi látist fyrir klukkan 17 þennan dag og þá voru þau hjónin ein í húsinu. Maðurinn sagðist ekki hafa hringt í Neyðarlínuna vegna þess að hann var viss um að konan væri látin. Dómsmál Manndráp í Sandgerði Suðurnesjabær Tengdar fréttir Kröfu um vanhæfni meðdómsmanns í morðmáli hafnað Hæstiréttur hefur hafnað kröfu verjanda mannsins, sem var dæmdur í 14 ára fangelsi í héraði fyrir að hafa banað eiginkonu sinni í Sandgerði í fyrra, um að sérfróður meðdómsmaður viki sæti í málinu fyrir Landsrétti. Verjandinn taldi tengsl meðdómsmannsins við þá sem hafa komið að dómi og rannsókn málsins, þar á meðal réttarmeinafræðingsins sem krufði konuna. 19. maí 2021 17:51 „Við þurfum ekkert að vita af hverju hún lést“ Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjaness telur að atlaga karlmanns á sextugsaldri að konu sinni hafi verið stórhættuleg og honum mátt vera ljóst að langlíklegast væri að hún myndi leiða til dauða. Karlmaðurinn var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í héraði þann 13. janúar fyrir manndráp á heimili þeirra hjóna í Sandgerði. 19. janúar 2021 16:33 Í gæsluvarðhald eftir að hafa verið dæmdur í fjórtán ára fangelsi Maðurinn sem var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í dag fyrir að bana eiginkonu sinni í Sandgerði, hefur verið úrskurðaður í fimm mánaða gæsluvarðhald. Hann hefur verið frjáls ferða sinna frá því í október þegar Landsréttur felldi úr gildi gæsluvarðhald hans. Þá hafði hann verið í gæsluvarðhaldi frá apríl. 13. janúar 2021 18:46 Talinn hafa þrengt að hálsi eiginkonu sinnar sem lést Karlmaður á sextugsaldri, sem hefur verið ákærður fyrir manndráp með því að hafa banað eiginkonu sinni á heimili þeirra í Sandgerði í lok mars, er talinn hafa þrengt svo að hálsi hennar að hún lést af völdum köfnunar. 18. september 2020 17:11 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í janúar síðastliðnum og ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar í kjölfarið. Landsréttur staðfesti dóm héraðsdóms. Atvikið átti sér stað þann 28. mars á síðasta ári. Maðurinn var handtekinn fjórum dögum eftir atburðinn eftir að bráðabirgðaniðurstaða réttarkrufningar lá fyrir. Var það niðurstaða réttarmeinafræðings að konan hafi látist af völdum köfnunar eftir að þrengt var að hálsi hennar. Maðurinn sagðist ekki muna eftir því að hafa beitt eiginkonu sína ofbeldi af neinu tagi. Hann lýsti því fyrir héraðsdómi að þau hafi setið við drykkju föstudagskvöldið 27. mars og eitthvað fram eftir. „Hann kvaðst hafa farið í „blackout“ en myndi síðast eftir sér í sófa í stofunni að horfa á sjónvarp. Hann hefði rumskað í sófanum um morguninn eða um hádegisbil en snúið sér á hina hliðina og haldið áfram að sofa. Hann hefði síðan vaknað síðla dags og þá komið að A látinni í hinum sófanum í stofunni,“ segir í dómi Landsréttar. Meðal sönnunargagna voru mælingar um netnotkun og hreyfingu Gallup-mæla sem maðurinn og konan báru og nema hljóð úr útsendingum hljóðvarps og sjónvarps. Hreyfing kom fram í mælum beggja eftir klukkan 6:11 að morgni laugardagsins 28. mars en eftir klukkan 12:03 nam mælir konunnar ekki hreyfingu. Ekki namst hreyfing á mæli mannsins á milli klukkan 12:41 og 17:13 þegar báðir mælarnir voru settir í hleðslu. Maðurinn hringdi í dóttur sína klukkan 18:06 og syni sína í beinu framhaldi en dóttir hans hringdi í Neyðarlínuna af heimili föður síns klukkan 18:40. Læknir staðfesti andlát konunnar á vettvangi klukkan 19:24. Læknirinn vitnaði fyrir héraðsdómi að líkskoðun hafi bent til þess að konan hafi látist að minnsta kosti tveimur til fjórum tímum áður en andlátið var staðfest. Af því megi ráða að konan hafi látist fyrir klukkan 17 þennan dag og þá voru þau hjónin ein í húsinu. Maðurinn sagðist ekki hafa hringt í Neyðarlínuna vegna þess að hann var viss um að konan væri látin.
Dómsmál Manndráp í Sandgerði Suðurnesjabær Tengdar fréttir Kröfu um vanhæfni meðdómsmanns í morðmáli hafnað Hæstiréttur hefur hafnað kröfu verjanda mannsins, sem var dæmdur í 14 ára fangelsi í héraði fyrir að hafa banað eiginkonu sinni í Sandgerði í fyrra, um að sérfróður meðdómsmaður viki sæti í málinu fyrir Landsrétti. Verjandinn taldi tengsl meðdómsmannsins við þá sem hafa komið að dómi og rannsókn málsins, þar á meðal réttarmeinafræðingsins sem krufði konuna. 19. maí 2021 17:51 „Við þurfum ekkert að vita af hverju hún lést“ Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjaness telur að atlaga karlmanns á sextugsaldri að konu sinni hafi verið stórhættuleg og honum mátt vera ljóst að langlíklegast væri að hún myndi leiða til dauða. Karlmaðurinn var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í héraði þann 13. janúar fyrir manndráp á heimili þeirra hjóna í Sandgerði. 19. janúar 2021 16:33 Í gæsluvarðhald eftir að hafa verið dæmdur í fjórtán ára fangelsi Maðurinn sem var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í dag fyrir að bana eiginkonu sinni í Sandgerði, hefur verið úrskurðaður í fimm mánaða gæsluvarðhald. Hann hefur verið frjáls ferða sinna frá því í október þegar Landsréttur felldi úr gildi gæsluvarðhald hans. Þá hafði hann verið í gæsluvarðhaldi frá apríl. 13. janúar 2021 18:46 Talinn hafa þrengt að hálsi eiginkonu sinnar sem lést Karlmaður á sextugsaldri, sem hefur verið ákærður fyrir manndráp með því að hafa banað eiginkonu sinni á heimili þeirra í Sandgerði í lok mars, er talinn hafa þrengt svo að hálsi hennar að hún lést af völdum köfnunar. 18. september 2020 17:11 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Kröfu um vanhæfni meðdómsmanns í morðmáli hafnað Hæstiréttur hefur hafnað kröfu verjanda mannsins, sem var dæmdur í 14 ára fangelsi í héraði fyrir að hafa banað eiginkonu sinni í Sandgerði í fyrra, um að sérfróður meðdómsmaður viki sæti í málinu fyrir Landsrétti. Verjandinn taldi tengsl meðdómsmannsins við þá sem hafa komið að dómi og rannsókn málsins, þar á meðal réttarmeinafræðingsins sem krufði konuna. 19. maí 2021 17:51
„Við þurfum ekkert að vita af hverju hún lést“ Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjaness telur að atlaga karlmanns á sextugsaldri að konu sinni hafi verið stórhættuleg og honum mátt vera ljóst að langlíklegast væri að hún myndi leiða til dauða. Karlmaðurinn var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í héraði þann 13. janúar fyrir manndráp á heimili þeirra hjóna í Sandgerði. 19. janúar 2021 16:33
Í gæsluvarðhald eftir að hafa verið dæmdur í fjórtán ára fangelsi Maðurinn sem var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í dag fyrir að bana eiginkonu sinni í Sandgerði, hefur verið úrskurðaður í fimm mánaða gæsluvarðhald. Hann hefur verið frjáls ferða sinna frá því í október þegar Landsréttur felldi úr gildi gæsluvarðhald hans. Þá hafði hann verið í gæsluvarðhaldi frá apríl. 13. janúar 2021 18:46
Talinn hafa þrengt að hálsi eiginkonu sinnar sem lést Karlmaður á sextugsaldri, sem hefur verið ákærður fyrir manndráp með því að hafa banað eiginkonu sinni á heimili þeirra í Sandgerði í lok mars, er talinn hafa þrengt svo að hálsi hennar að hún lést af völdum köfnunar. 18. september 2020 17:11