Ekki „skilgreindur pottur til vinnandi fólks á Íslandi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júní 2021 21:01 Drífa Snædal, forseti ASÍ. VÍSIR/VILHELM Forseti ASÍ telur að fara þurfi varlega í að bera saman kaupmátt nú og í fyrra þegar aðstæður eru allt aðrar. Samtökin muni áfram sækja kjarabætur í formi launahækkana fyrir félagsmenn þótt Samtök atvinnulífsins telji launahækkanir algjörlega óraunhæfar. Hagstofan áætlar að ráðstöfunartekjur á mann á fyrsta ársfjórðungi hafi aukist um sjö prósent frá sama ársfjórðungi í fyrra, fóru úr um níundruð og níutíu þúsund krónum og upp í tæpa eina komma eina milljón. Þá er áætlað að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila hafi aukist um 2,6 prósent á sama tímabili. Hækkun launatekna rekur Hagstofan einkum til kjarasamningsbundinna launahækkana. Ásdís Kristjánsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri SA sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að slíkar hækkanir væru ekki sjálfbærar í jafnmiklum samdrætti og nú er í hagkerfinu. „Þannig að það er í raun óraunhæft með öllu að telja að við getum haldið áfram að hækka laun, ekki bara algjörlega á skjön við það sem er að mælast í verðmætasköpun innanlands heldur eru launhækkanir sem verið hafa hér að mæalst algjörlega á skjön við það sem gengur og gerist í okkar nágrannaríkjum.“ Drífa Snædal forseti ASÍ segir að mæld kaupmáttaraukning milli ára sýni að markmið kjarasamninga hafi náðst, í það minnsta að hluta. „Auðvitað er það kaupmáttaraukning sem er markmið kjarasamninganna en það er hins vegar svolítið erfitt að bera saman tölurnar á fyrsta ársfjórðungi á þessu ári og í fyrra því aðstæðurnar eru allt allt aðrar,“ segir Drífa. ASÍ sýnist að hækkun hreinna launatekna með tilliti til verðbólgu og fólksfjölgunar á tímabilinu sé ekki mikil. Viðbrögð SA við framhaldinu séu fyrirsjáanleg. „Við lítum ekki á það þannig að það sé skilgreindur pottur til vinnandi fólks á Íslandi en við eigum eftir að greina þetta og búa til samningsmarkmið og svo framvegis en auðvitað eru þau í grunninn að auka kaupmátt með einhverjum ráðum, hvort sem það er stytting vinnuvikunnar, lækkun húsnæðiskostnaðar eða hækkun launa,“ segir Drífa. Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sambærilegar launahækkanir „óraunhæfar með öllu“ Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ánægjulegt að markmið um kaupmáttaraukningu hafi náðst í kórónuveirufaraldrinum með síðustu kjarasamningum. Það sé hins vegar ekki raunhæft að búast við samskonar launahækkunum á næsta samningstímabili 11. júní 2021 11:37 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Sjá meira
Hagstofan áætlar að ráðstöfunartekjur á mann á fyrsta ársfjórðungi hafi aukist um sjö prósent frá sama ársfjórðungi í fyrra, fóru úr um níundruð og níutíu þúsund krónum og upp í tæpa eina komma eina milljón. Þá er áætlað að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila hafi aukist um 2,6 prósent á sama tímabili. Hækkun launatekna rekur Hagstofan einkum til kjarasamningsbundinna launahækkana. Ásdís Kristjánsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri SA sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að slíkar hækkanir væru ekki sjálfbærar í jafnmiklum samdrætti og nú er í hagkerfinu. „Þannig að það er í raun óraunhæft með öllu að telja að við getum haldið áfram að hækka laun, ekki bara algjörlega á skjön við það sem er að mælast í verðmætasköpun innanlands heldur eru launhækkanir sem verið hafa hér að mæalst algjörlega á skjön við það sem gengur og gerist í okkar nágrannaríkjum.“ Drífa Snædal forseti ASÍ segir að mæld kaupmáttaraukning milli ára sýni að markmið kjarasamninga hafi náðst, í það minnsta að hluta. „Auðvitað er það kaupmáttaraukning sem er markmið kjarasamninganna en það er hins vegar svolítið erfitt að bera saman tölurnar á fyrsta ársfjórðungi á þessu ári og í fyrra því aðstæðurnar eru allt allt aðrar,“ segir Drífa. ASÍ sýnist að hækkun hreinna launatekna með tilliti til verðbólgu og fólksfjölgunar á tímabilinu sé ekki mikil. Viðbrögð SA við framhaldinu séu fyrirsjáanleg. „Við lítum ekki á það þannig að það sé skilgreindur pottur til vinnandi fólks á Íslandi en við eigum eftir að greina þetta og búa til samningsmarkmið og svo framvegis en auðvitað eru þau í grunninn að auka kaupmátt með einhverjum ráðum, hvort sem það er stytting vinnuvikunnar, lækkun húsnæðiskostnaðar eða hækkun launa,“ segir Drífa.
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Sambærilegar launahækkanir „óraunhæfar með öllu“ Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ánægjulegt að markmið um kaupmáttaraukningu hafi náðst í kórónuveirufaraldrinum með síðustu kjarasamningum. Það sé hins vegar ekki raunhæft að búast við samskonar launahækkunum á næsta samningstímabili 11. júní 2021 11:37 Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Fleiri fréttir Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Sjá meira
Sambærilegar launahækkanir „óraunhæfar með öllu“ Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ánægjulegt að markmið um kaupmáttaraukningu hafi náðst í kórónuveirufaraldrinum með síðustu kjarasamningum. Það sé hins vegar ekki raunhæft að búast við samskonar launahækkunum á næsta samningstímabili 11. júní 2021 11:37