„Sófa þjálfarar sjá ekki að það eru aðrir leikmenn sem búa til færin fyrir mig" Andri Már Eggertsson skrifar 11. júní 2021 20:13 Tandri fagnar í leik Stjörnunnar fyrr á leiktíðinni. vísir/hulda margrét Stjarnan unnu Haukana 29-32. Þau úrslit dugðu hinsvegar ekki til og fóru Haukarnir áfram í úrslitaeinvígið eftir að hafa unnið leikinn í Garðabænum með fimm mörkum.Tandri Már Konráðsson leikmaður Stjörnunnar var svekktur með niðurstöðuna en þó stoltur af sínu liði. „Þetta var hörku leikur, við vorum fjórum mörkum yfir í hálfleik svo þetta gat dottið báðum megin en Björgvin Páll gerði vel í að verja undir lok leiks," sagði Tandri stoltur af liðinu sínu. Stjarnan áttu frábæran kafla síðustu tíu mínúturnar í fyrri hálfleik þar sem þeir komust fjórum mörkum yfir þegar haldið var til hálfleiks. „Leikplanið hjá Patta gekk upp, við ætluðum að þvinga þá í skot og Brynjar Darri varði vel. Við vorum talsvert agaðri í þessum leik heldur en þeim fyrri og má segja að við töpuðum einvíginu í fyrri leiknum." Tandri var ánægður með karakter Stjörnunnar í leiknum því þeir gáfust aldrei upp í kvöld. „Við höfum áður sýnt að það að við gefumst aldrei upp. Það er ákveðið markmið í Garðabænum að við ætlum að ná í titil og munum við læra af þessu einvígi." Mikil umræða hefur verið um leik Tandra sem að margra mati spilað undir væntingum. „Sú umræða fer ekkert í taugarnar á mér, ég er orðin það gamall að ég pæli ekkert í þessu. Ég get lofað því að ég set meiri kröfur á sjálfan mig heldur en þið fréttamenn. „Mér er alveg sama hvað ég geri svo lengi sem við vinnum leiki. Þetta lið snýst ekkert um mig, þó ég hafi verið atkvæðamikill í vetur þá er það vegna þess það er mikið spilað á mig, sófa þjálfarar sjá ekki að það eru aðrir sem búa til færin þó ég klári þau," sagði Tandri. Tandri viðurkenndi að tímabilið hefur verið langt og strangt þar sem það hefur ekki verið sjálfgefið að spila handbolta. „Þetta tímabil hefur verið erfitt andlega. Maður er alltaf að byrja og stoppa sem gerði það að verkum að þetta er í fyrsta sinn sem maður finnur fyrir líkamanum þó maður sé ungur að árum," sagði Tandri að lokum. Stjarnan Olís-deild karla Íslenski handboltinn Haukar Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
„Þetta var hörku leikur, við vorum fjórum mörkum yfir í hálfleik svo þetta gat dottið báðum megin en Björgvin Páll gerði vel í að verja undir lok leiks," sagði Tandri stoltur af liðinu sínu. Stjarnan áttu frábæran kafla síðustu tíu mínúturnar í fyrri hálfleik þar sem þeir komust fjórum mörkum yfir þegar haldið var til hálfleiks. „Leikplanið hjá Patta gekk upp, við ætluðum að þvinga þá í skot og Brynjar Darri varði vel. Við vorum talsvert agaðri í þessum leik heldur en þeim fyrri og má segja að við töpuðum einvíginu í fyrri leiknum." Tandri var ánægður með karakter Stjörnunnar í leiknum því þeir gáfust aldrei upp í kvöld. „Við höfum áður sýnt að það að við gefumst aldrei upp. Það er ákveðið markmið í Garðabænum að við ætlum að ná í titil og munum við læra af þessu einvígi." Mikil umræða hefur verið um leik Tandra sem að margra mati spilað undir væntingum. „Sú umræða fer ekkert í taugarnar á mér, ég er orðin það gamall að ég pæli ekkert í þessu. Ég get lofað því að ég set meiri kröfur á sjálfan mig heldur en þið fréttamenn. „Mér er alveg sama hvað ég geri svo lengi sem við vinnum leiki. Þetta lið snýst ekkert um mig, þó ég hafi verið atkvæðamikill í vetur þá er það vegna þess það er mikið spilað á mig, sófa þjálfarar sjá ekki að það eru aðrir sem búa til færin þó ég klári þau," sagði Tandri. Tandri viðurkenndi að tímabilið hefur verið langt og strangt þar sem það hefur ekki verið sjálfgefið að spila handbolta. „Þetta tímabil hefur verið erfitt andlega. Maður er alltaf að byrja og stoppa sem gerði það að verkum að þetta er í fyrsta sinn sem maður finnur fyrir líkamanum þó maður sé ungur að árum," sagði Tandri að lokum.
Stjarnan Olís-deild karla Íslenski handboltinn Haukar Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira